Fráveita, gjaldskrá 2014

Málsnúmer 201310015

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 6. fundur - 10.10.2013

Fyrir fundinum lá tillaga að gjaldskrá Fráveitu Dalvíkbyggðar sem tekur gildi frá og með 1. janúar 2014. Fráveita Dalvíkurbyggðar hefur á síðustu árum staðið töluverðum fjárfestingum til þess að uppfylla skilyrði laga og reglugerða því er nauðsyn á að hækka gjaldskrá veitunnar umfram vísitölu byggingarkostnaðar, er því lagt til að gjaldskráin hækki um 5%.

Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða gjaldskrá og leggur til við sveitarstjórn að hún staðfesti samþykkt ráðsins.

Veitu- og hafnaráð - 7. fundur - 12.11.2013

Fyrir fundinum lá tillaga að gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar sem tekur gildi frá og með 1. janúar 2014. Breyting á gjaldskránni er tvíþætt annars vegar er um að ræða að nýjum gjaldastofni er bætt við þá aðila sem greiða rotþróargjald þannig að til viðbótar greiða þeir einnig fasta gjald til að standa straum af niðursetningu rotþróar og annan frágang henni tengdri, hins vegar álagningu fráveitugjalds en sú hækkun á milli ára er 3,3%.
Veitu- og hafnaráð samþykkir gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2014.