Árskógssandur, aðstaða fyrir ferðafólk

Málsnúmer 201311198

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 7. fundur - 12.11.2013

Með rafpósti frá aðstoðarvegamálastjóra, sem dagsettur er 24. október 2013, er vakin athygli á aðstöðuleysi fyrir farþega Hríseyjarferjunnar. Í rafpóstinum er velt upp þeirri spurningu hvort Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar kæmi að kostnaði við byggingu á aðstöðu fyrir farþega ferjunnar.
Hafnastjóra og sviðstjóra er falið að ræða við umhverfis- og tæknisvið um útfærslu hugmynda að lausn á erindinu sem yrði síðan kynnt á fundi ráðsins.