Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar, gjaldskrá 2014

Málsnúmer 201310005

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 6. fundur - 10.10.2013

Fyrir fundinum lá tillaga að gjaldskrá Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar sem tekur gildi frá og með 1. janúar 2014. Breyting á gjaldskránni á milli ára er breyting á vísitölu byggingarkostnaðar.

Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða gjaldskrá og leggur til við sveitarstjórn að hún staðfesti samþykkt ráðsins.

Veitu- og hafnaráð - 7. fundur - 12.11.2013

Til umræðu er:
1. Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar
2. Gjaldskrá vegna útleigu á verðbúðum við Dalvíkurhöfn
3. Reglur um útleigu á atvinnuhúsnæði í eigu
Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar
Breyting á gjaldskrá Hafnasjóðs er 3,3% og að auki hefur verið bætt við gjaldalið sem tekur á farþegagjaldi rekstraraðila sem eru í ferðaþjónustu. Gjaldskrá vegna atvinnuhúsnæðis, lagt til að hún hækki um 3,3%. Hún tekur einnig til hvernig staðið er að t.d. útleigu húsnæðisins og öðru sem því við kemur.
Veitu - og hafnaráð samþykkir framlagða Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar og Gjaldskrá vegna útleigu á verðbúðum við Dalvíkurhöfn. Einnig samþykkir ráðið framlagðar reglur um útleigu á atvinnuhúsnæði í eigu Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar.