Frá Póst- og fjarskiptastofnun; Leiðbeiningar um uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisaðstoðarreglur EES.

Málsnúmer 201411118

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 719. fundur - 27.11.2014

Tekið fyrir bréf frá Póst- og fjarskiptastofnun, dagsett þann 20. nóvember 2014, þar sem kynntar eru leiðbeiningar um uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisaðstoðarreglur EES.

Leiðbeiningunum er ætlað að vera til stuðnings við mat á því hvort verkefni opinberra aðila eða styrkt af þeim teljist til tilkynningarskyldra ríkisstyrkja og hvort styrkurinn teljist samrýmanlegur EES-samningnum með tilliti til þeirra undanþágureglna sem þar gilda.Þá var einnig tilgangur innanríkisráðuneytisins að setja fram samræmda lýsingu á tæknilegri tilhögun ljósleiðaraneta sem gæti stuðlað að vandaðri og hagkvæmari uppbyggingu og rekstri þeirra. Enn fremur að auðvelda opinberum aðilum skipulagningu slíkra verkefna og með því að útbúa fyrirmyndir að útboðsskilmálum auk samtengisamnings vegna reksturs slíkra neta.

Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 22. fundur - 14.01.2015

Með bréfi, sem dagsett er 20. nóvember 2014, fylgdi vefslóð á "Leiðbeiningar um uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisaðstoðarreglur EES". Fram kom í bréfinu einnig að innanríkisráðuneytið hefði óskað eftir þeim upplýsingum,sem fram koma í skýrslunni,í þeirri viðleitni að styðja við undirbúning og framkvæmd við uppbyggingu ljósleiðarakerfa á vegum obinberra aðila, einkum sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar