Veitu- og hafnaráð

124. fundur 03. maí 2023 kl. 08:15 - 11:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson, aðalmaður boðaði forföll og Júlíus Magnússon varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon aðalmaður
  • Gunnlaugur Svansson aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Varaformaður Benedikt Snær Guðnason tók við stjórn fundarins.

Benedikt Snær óskaði eftir afbrigðum við dagskrá að bæta við 7.dagskrárliðnum mál nr. 202303130. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.
Freyr Antonsson, Sigríður Jódís Gunnarsdóttir (Teams), mættu kl. 08:15 og Rúnar Óskarsson, starfsmaður veitna mætti kl. 08:29

1.ISOR kynning á stöðu jarðhitarannsókna Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202304061Vakta málsnúmer

Bjarni Gautason fór yfir stöðu jarðhitarannsókna hjá Dalvíkurbyggð, kynning hans náði yfir dagskrárliði 1-4 á fundinum.
Veitu- og hafnarráð þakkar Bjarna Gautasyni fyrir góða yfirferð.

2.Borholur Hitastiguls Skíðadal

Málsnúmer 202110070Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð leggur áherslu á að ljúka við þær tilraunaboranir sem eru á áætlun í Skíðadal. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

3.Hitastigulsboranir við Þorvaldsdal - Norðurorka

Málsnúmer 202202053Vakta málsnúmer

Hitasigulsborunum við Þorvaldsdal er ekki lokið þar sem framkvæmdum var frestað á liðnu hausti. Veitu- og hafnaráð leggur áherslu á að ljúka við borun á þeim holum sem eftir eru. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

4.Dýpkun á holu á Birnunesborgum

Málsnúmer 202303181Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð, samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fylgja ráðgjöf frá Bjarna Gautasyni hjá ÍSOR og leggur til að holan við Birnunesborgir verði ekki dýpkuð að svo stöddu.
Bjarni Gautason, Freyr Antonsson og Sigríður Jódís Gunnarsdóttir véku af fundi kl. 9:45

5.Beiðni um niðursetningu á rotþró á Sæbakka, Ytra-Skaldalæk.

Málsnúmer 202304135Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð frestar afgreiðslu málsins þar til úttekt starfsmanna veitna á núverandi rotþró liggur fyrir. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.
Rúnar Óskarsson vék af fundi kl. 10:48

6.Reglugerð Fráveitu Dalvíkurbyggðar, endurskoðun

Málsnúmer 202304143Vakta málsnúmer

Á 119.fundi veitu- og hafnaráðs þann 24.október 2022 var eftirfarandi bókað:
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fjórum atkvæðum framlagðar tillögur að gjaldskrám Hafnarsjóðs, Vatnsveitu, Hitaveitu og Fráveitu Dalvíkurbyggðar 2023. Vísað til byggðaráðs.
Veitu- og hafnaráð fór yfir framlagt minnisblað Sviðsstjóra um breytingar á samþykktum um fráveitu og rotþrær í Dalvíkurbyggð og felur Sviðsstjóra að vinna að tillögum að breytingu á samþykktinni. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Veitu- og hafnaráð felur sveitarstjóra að lögð verði fyrir næsta fund ráðsins tillaga að breytingu á samþykkt um fráveitu og rotþrær í Dalvikurbyggð. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

7.Rekstur fiskeldisstöðvar á Hauganesi

Málsnúmer 202303130Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð leggur til að veitt verði heimild til borun tilraunaholu og vatnslögn frá henni að eldisstöðinni á Hauganesi. Halda skal raski á klöpp og gróðri í lágmarki og ganga snyrtilega frá borholunni við verklok þannig að ummerki um framkvæmdina verði í lágmarki. Verkefnisstjóra framkvæmdasviðs er falið að afla frekari gagna frá umsækjanda um framkvæmd og frágang og kynna fyrirhugaða framkvæmd fyrir næstu nágrönnum. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson, aðalmaður boðaði forföll og Júlíus Magnússon varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon aðalmaður
  • Gunnlaugur Svansson aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri