Málsnúmer 202304143Vakta málsnúmer
Á 119.fundi veitu- og hafnaráðs þann 24.október 2022 var eftirfarandi bókað:
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fjórum atkvæðum framlagðar tillögur að gjaldskrám Hafnarsjóðs, Vatnsveitu, Hitaveitu og Fráveitu Dalvíkurbyggðar 2023. Vísað til byggðaráðs.
Veitu- og hafnaráð fór yfir framlagt minnisblað Sviðsstjóra um breytingar á samþykktum um fráveitu og rotþrær í Dalvíkurbyggð og felur Sviðsstjóra að vinna að tillögum að breytingu á samþykktinni. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Benedikt Snær óskaði eftir afbrigðum við dagskrá að bæta við 7.dagskrárliðnum mál nr. 202303130. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.