Hitastigulsboranir við Þorvaldsdal - Norðurorka

Málsnúmer 202202053

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 112. fundur - 11.02.2022

Sviðsstjóri gerði grein fyrir þátttöku Hitaveitu Dalvíkurbyggðar í rannsóknarholum í mynni Þorvaldsdals með Norðurorku og ÍSOR. Um er að ræða óþekkt svæði með tilliti til jarðhita í annars vel kortlögðu svæði Eyjafjarðar.
Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 115. fundur - 01.07.2022

Lögð fram beiðni frá Norðurorku um þátttöku í rannsóknum á hitakerfi við minni Þorvaldsdals.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að fela sviðsstjóra að sækja um viðauka fyrir hlutdeild Hitaveitu Dalvíkurbyggðar í þátttöku í rannsóknum á hitakerfi í minni Þorvaldsdals. Verkefnið er í samstarfi við Norðurorku.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Veitu- og hafnaráð - 123. fundur - 05.04.2023

Til kynningar
Veitu- og hafnaráð ákveður að Bjarni Gautason hjá ISOR muni fara yfir hitastigulsboranir í sveitarfélaginu á næsta fundi ráðsins sem verður 14. apríl næstkomandi.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Veitu- og hafnaráð - 124. fundur - 03.05.2023

Hitasigulsborunum við Þorvaldsdal er ekki lokið þar sem framkvæmdum var frestað á liðnu hausti. Veitu- og hafnaráð leggur áherslu á að ljúka við borun á þeim holum sem eftir eru. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

Veitu- og hafnaráð - 130. fundur - 06.12.2023

Sveitarstjóri upplýsti um efni fundar með Norðurorku vegna tilraunaborana í mynni Þorvaldsdals.

Lagt fram til kynningar.