Ósk um niðurfellingu hitaveitureikninga

Málsnúmer 202212129

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 121. fundur - 04.01.2023

Með erindi, dagsett 15. nóvember 2022, óskar Jóhanna Sigurjónsdóttir fyrir hönd Lækjar Skíðadal sf., að hitaveitureikningar verði skoðaðir út frá óeðlilegri notkun í kjölfar bilunar.
Veitu- og hafnaráð frestar afgreiðslu þar til frekari gögn liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Veitu- og hafnaráð - 123. fundur - 05.04.2023

Benedikt Snær er með fundarstjórn.
Gunnar Kristinn mætir undir fjórða lið.
Á 121. fundi veitu- og hafnaráðs var tekið fyrir erindi, dagsett 15. nóvember 2022, frá Jóhönnu Sigurjónsdóttur það sem hún óskaði eftir, fyrir hönd Lækjar Skíðadal sf., að hitaveitureikningar verði skoðaðir út frá óeðlilegri notkun í kjölfar bilunar. Málinu var frestað þar til frekari gögn lægju fyrir.
Í ljós kom að við gerð hitaveitureikninga á umræddu tímabili fór út áætlunarreikningur í stað reiknings eftir álestri. Út frá þeim
bilunum sem áttu sér stað kom óeðlilega hár áætlunarreikningur á þessa húsveitu sem nú hefur verið leiðréttur og búið að tala við viðkomandi aðila og útskýra málið. Veitu- og hafnaráð felur framkvæmdasviði að vinna leiðbeinandi vinnuferil til þess að taka tillit til þegar um óviðráðanlega bilun er að ræða innanhúss hjá viðskiptavinum.

Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.