Veitu- og hafnaráð

6. fundur 10. október 2013 kl. 16:00 - 18:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Þorsteinn Már Aðalsteinsson Varaformaður
  • Óskar Óskarsson Aðalmaður
  • Pétur Sigurðsson Aðalmaður
  • Kolbrún Reynisdóttir Aðalmaður
  • Björgvin Hjörleifsson Varamaður
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Kr. Björnsson Sviðstjóri
Dagskrá

1.Vatnsveita, gjaldskrá 2014

Málsnúmer 201310016Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá tillaga að gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar sem tekur gildi frá og með 1. janúar 2014. Breyting á gjaldskránni á milli ára er breyting á vísitölu byggingarkostnaðar.
Kolbrún Reynisdóttir leggur fram eftirfarandi bókun. Lagt til að við næstu endurskoðun á gjaldskrám verði horft til hækkun á kostnaði veitnanna í stað vísitöluhækkunar.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða gjaldskrá og leggur til við sveitarstjórn að hún staðfesti samþykkt ráðsins.

2.Fráveita, gjaldskrá 2014

Málsnúmer 201310015Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá tillaga að gjaldskrá Fráveitu Dalvíkbyggðar sem tekur gildi frá og með 1. janúar 2014. Fráveita Dalvíkurbyggðar hefur á síðustu árum staðið töluverðum fjárfestingum til þess að uppfylla skilyrði laga og reglugerða því er nauðsyn á að hækka gjaldskrá veitunnar umfram vísitölu byggingarkostnaðar, er því lagt til að gjaldskráin hækki um 5%.

Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða gjaldskrá og leggur til við sveitarstjórn að hún staðfesti samþykkt ráðsins.

3.Hitaveita, gjaldskrá 2014

Málsnúmer 201310014Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur, sem tekur gildi frá og með 1. janúar 2014. Breyting á gjaldskránni á milli ára er breyting á vísitölu byggingarkostnaðar.

Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða gjaldskrá og leggur til við sveitarstjórn að hún staðfesti samþykkt ráðsins.

4.Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar, gjaldskrá 2014

Málsnúmer 201310005Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá tillaga að gjaldskrá Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar sem tekur gildi frá og með 1. janúar 2014. Breyting á gjaldskránni á milli ára er breyting á vísitölu byggingarkostnaðar.

Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða gjaldskrá og leggur til við sveitarstjórn að hún staðfesti samþykkt ráðsins.

5.Framkvæmdir ársins 2014, tillögur

Málsnúmer 201308068Vakta málsnúmer

Framkvæmdaáætlun veitu- og hafnaráðs hefur verið til umfjöllunar á fundum ráðsins og liggur fyrir þessum fundi endanleg tillaga.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða tillögu.

6.Skoðunarferð um starfsvæði veitna

Málsnúmer 201310052Vakta málsnúmer

Í lok fundarins var farið í skoðunarferð þar sem ráðsmenn kynntu sér starfsemi veitna.
Kynning

Fundi slitið - kl. 18:00.

Nefndarmenn
  • Þorsteinn Már Aðalsteinsson Varaformaður
  • Óskar Óskarsson Aðalmaður
  • Pétur Sigurðsson Aðalmaður
  • Kolbrún Reynisdóttir Aðalmaður
  • Björgvin Hjörleifsson Varamaður
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Kr. Björnsson Sviðstjóri