Á 6. fundi veitu- og hafnaráðs þann 10. október 2013 var lögð fram tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur, sem tekur gildi frá og með 1. janúar 2014. Breytingin á gjaldskránni á milli ára er breyting á vísitölu byggingarkostnaðar.
Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að ofangreindri gjaldskrá.
Til máls tók:
Svanfríður Inga Jónasdóttir.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða gjaldskrá og leggur til við sveitarstjórn að hún staðfesti samþykkt ráðsins.