Hitaveita, gjaldskrá 2014

Málsnúmer 201310014

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 6. fundur - 10.10.2013

Fyrir fundinum lá tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur, sem tekur gildi frá og með 1. janúar 2014. Breyting á gjaldskránni á milli ára er breyting á vísitölu byggingarkostnaðar.

Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða gjaldskrá og leggur til við sveitarstjórn að hún staðfesti samþykkt ráðsins.

Sveitarstjórn - 250. fundur - 29.10.2013

Á 6. fundi veitu- og hafnaráðs þann 10. október 2013 var lögð fram tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur, sem tekur gildi frá og með 1. janúar 2014. Breytingin á gjaldskránni á milli ára er breyting á vísitölu byggingarkostnaðar.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að ofangreindri gjaldskrá.

Til máls tók:
Svanfríður Inga Jónasdóttir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur fyrir árið 2014 til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 251. fundur - 19.11.2013

Afgreiðslu frestað með vísan í tillögu í upphafi fundar.

Sveitarstjórn - 252. fundur - 03.12.2013

Á 251. fundi sveitarstjórn þann 19. nóvember s.l. var síðari umræðu um gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur frestað.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur þar sem gert er ráð fyrir að gjaldskráin verði óbreytt á milli áranna 2013 og 2014, í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar frá 251. fundi um að endurskoða hækkanir á þjónustugjaldskrám samkvæmt vísitölu.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum tillögu að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur eins og hún liggur fyrir.