Framkvæmdir ársins 2014, tillögur

Málsnúmer 201308068

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 4. fundur - 28.08.2013

Fyrir liggur framkvæmdalisti veitu- og hafnasviðs, tillögur fyrir fjárhagsárið 2014, sem sviðsstjóri hefur tekið saman fyrir 42 - Hafnir, 44 - Vatnsveita, 48 - Hitaveita og 74 - Fráveita.
Lagt fram til kynningar og undirbúnings gerðar fjárhagsáætlunar 2014.

Veitu- og hafnaráð - 5. fundur - 23.09.2013

Fjallað var um fyrirhugaðar framkvæmdir ársins, en þær koma einnig fram í starfsáætlun sviðsins.
Ræddar voru framkvæmdir næsta árs en reiknað er með að fjárhæðir til framkvæmda verði þær sömu og fram koma í þriggja ára áætlun.

Veitu- og hafnaráð - 6. fundur - 10.10.2013

Framkvæmdaáætlun veitu- og hafnaráðs hefur verið til umfjöllunar á fundum ráðsins og liggur fyrir þessum fundi endanleg tillaga.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða tillögu.

Veitu- og hafnaráð - 15. fundur - 14.08.2014

Kynntar voru fyrir ráðinu staða á framkvæmdum ársins, einnig var lagt fram 6 mánaða staða Hafnasjóðs, Hitaveitu, Vatnsveitu og Fráveitu.
Til umræðu voru einnig fjárhagsáætlun ársins 2015 og þá sérstaklega fyrirhugaðar framkvæmdir þess árs.
Farið var yfir fyrirliggjandi gögn en umræðu frestað til næsta fundar.