Tilnefning fulltrúa í umsjónarnefnd Friðlands Svarfdæla

Málsnúmer 201812083

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 891. fundur - 20.12.2018

Tekið fyrir erindi frá Umhverfisstofnun, dagsett þann 10. desember 2018, þar sem óskað er tilnefningar frá Dalvíkurbyggð á einum fulltrúa í þriggja manna nefnd umsjónar með Friðlandi Svarfdæla. Forstjóri Umhverfisstofnunar skipar í nefndina og velur út tilnefningum. Einn fulltrúi er frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar og formaðurinn kemur frá Umhverfisstofnun. Tilnefningaraðili ber kostnað af setu fulltrúa sinna í nefndinni.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að tilnefna Val Þór Hilmarsson, umhverfisstjóra, sem fulltrúa Dalvíkurbyggðar í umsjónarnefnd með Friðlandi Svarfdæla.

Umhverfisráð - 314. fundur - 11.01.2019

Á 891. fundi byggðarráðs var effirfarandi bókað
" Tekið fyrir erindi frá Umhverfisstofnun, dagsett þann 10. desember 2018, þar sem óskað er tilnefningar frá Dalvíkurbyggð á einum fulltrúa í þriggja manna nefnd umsjónar með Friðlandi Svarfdæla. Forstjóri Umhverfisstofnunar skipar í nefndina og velur út tilnefningum. Einn fulltrúi er frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar og formaðurinn kemur frá Umhverfisstofnun. Tilnefningaraðili ber kostnað af setu fulltrúa sinna í nefndinni.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að tilnefna Val Þór Hilmarsson, umhverfisstjóra, sem fulltrúa Dalvíkurbyggðar í umsjónarnefnd með Friðlandi Svarfdæla.
Lagt fram til kynningar