Úthlutun byggingalóða - endurskoðun á reglum

Málsnúmer 201807084

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 312. fundur - 07.11.2018

Til umræðu endurskoðun á gildandi úthlutunarreglum byggingarlóða í Dalvíkurbyggð.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að leggja fram tillögu að breytingu á úthlutunarreglum sem varða frístundalóðir, atvinnu/iðnaðarlóðir og fjölbýlishúsalóðir.

Umhverfisráð - 314. fundur - 11.01.2019

Á 312. fundi umhverfisráðs þann 7. nóvember 2018 var eftirfarandi bókað
" Umhverfisráð felur sviðsstjóra að leggja fram tillögu að breytingu á úthlutunarreglum sem varða frístundalóðir, atvinnu/iðnaðarlóðir og fjölbýlishúsalóðir."
Sviðsstjóri leggur fram tillögu að breytingum á úthlutunarreglum
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Umhverfisráð - 323. fundur - 24.06.2019

Til umræðu endurskoðun á úthlutunarreglum byggingarlóða í Dalvíkurbyggð
Umræðu frestað til næsta fundar.

Umhverfisráð - 325. fundur - 13.08.2019

Til umræðu endurskoðun og breytingar á gildandi úthlutunarreglum byggingarlóða í Dalvíkurbyggð.
Umhverfisráð hefur farið yfir núgildandi reglur og frestar afgreiðslu vegna upplýsingaöflunar.

Umhverfisráð - 326. fundur - 02.09.2019

Til umræðu tillögur að breytingu á úthlutunarreglum byggingarlóða í Dalvíkurbyggð
Ráðið frestar afgreiðslu til næsta fundar