Með rafpósti, sem dagsettur er 23,10,2018, barst eftirfarandi erindi frá Samgöngufélaginu:
"Meðfylgjandi í viðhengi er bréf Samgöngufélagsins, dags. í dag, 23. október 2018, til þargreindra aðila varðandi umsögn félagsins um tillögu að samgönguáætlun 2019 til 2033."
Í bréfinu er vakin athygli á því að Samgöngufélagið hefur sent inn á vef Alþingis athugasemdir við tillögu til þingsályktunar að samgönguáætlun 2019-2033. Þar er óskað eftir að gert verði ráð fyrir gerð vega um svonefnda Húnavallaleið í Austur-Húnavatnssýslu og Vindheimaleið í Skagafirði á tímabili áætlunarinnar.