Bréf Samgöngufélagsins

Málsnúmer 201810089

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 886. fundur - 08.11.2018

Tekið fyrir afrit bréfs sent frá Samgöngufélaginu til Húnavatnshrepps, Blönduósbæjar, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps, dagsett þann 23. október 2018, varðandi umsögn félagsins um tillögu að samgönguáætlun 2019-2033.

Á fundinum var kynnt bókun stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, samanber afrit af bréfi til Samgöngufélagsins dagsett þann 7. nóvember síðastliðinn.

Á fundi umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar þann 7.11.2018 var ofangreint lagt fram til kynningar.
Byggðaráð tekur undir sjónarmið Samgöngufélagsins sem fram koma í erindi þess hvað varðar styttingu leiða á Þjóðvegi 1.

Veitu- og hafnaráð - 80. fundur - 09.11.2018

Með rafpósti, sem dagsettur er 23,10,2018, barst eftirfarandi erindi frá Samgöngufélaginu:
"Meðfylgjandi í viðhengi er bréf Samgöngufélagsins, dags. í dag, 23. október 2018, til þargreindra aðila varðandi umsögn félagsins um tillögu að samgönguáætlun 2019 til 2033."
Í bréfinu er vakin athygli á því að Samgöngufélagið hefur sent inn á vef Alþingis athugasemdir við tillögu til þingsályktunar að samgönguáætlun 2019-2033. Þar er óskað eftir að gert verði ráð fyrir gerð vega um svonefnda Húnavallaleið í Austur-Húnavatnssýslu og Vindheimaleið í Skagafirði á tímabili áætlunarinnar.
Lagt fram til kynningar.