Strætóstoppistöð miðsvæðis á Dalvík

Málsnúmer 201810093

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 312. fundur - 07.11.2018

Til umræðu innsent erindi dags. 22. október 2018 frá Ole Lindquist þar sem reifaðar eru nýjar hugmyndir að staðsetningu strætóstoppistöðvar á Dalvík.
Umræða um nýjar strætóstoppistöðvar er í gangi í tengslum við fjárhagsáætlunargerð 2019 og kom einnig upp á samráðsfundi með lögreglu fyrr á þessum fundi.
Staðsetning og fyrirkomulag í samvinnu við þá sem hafa aðkomu að málinu er enn í skoðun, en í tillögu umhverfisráðs fyrir fjárhagsáætlun 2019 er gert ráð fyrir kaupum og uppsetningu á strætóskýli.
Gert er ráð fyrir staðsetningu miðsvæðis á þjóðveginum gegnum Dalvík.