Umferðarhraði á þjóðvegum í þéttbýli Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201809040

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 310. fundur - 07.09.2018

Til umræðu umferðarhraði á þjóðvegum í þéttbýli Dalvíkurbyggðar.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar lýsing áhyggjum af umferðarhraða á þjóðvegunum í gegnum þéttbýli í Dalvíkurbyggð og felur sviðsstjóra að koma eftirfarandi ósk á Vegagerðina:

Umhverfirsráð Dalvíkurbyggðar óskar eftir að umferðarhraða á þjóðvegunum í þettbýli Dalvíkurbyggðar verði breytt eftirfarandi.

Árskógssandur: Umferðarhraði merktur 50 km/kls við Sólvelli (við þéttbýlismörk) og 35 km/kls rétt við hraðahindrunina hjá Öldugötu.

Hauganes: Umferðarhraði merktur 35 km/kls við þéttbýlismörk.

Dalvík: Umferðarhraði á Gunnarsbraut, Hafnarbraut og Skíðabraut verði lækkaður niður í 35 km/kls.

Ráðið óskar eftir að fá aðila frá Vegagerðinni á næsta fund ráðsins í október.

Umhverfisráð - 311. fundur - 19.10.2018

Til umræðu umferðarhraði á þjóðvegum í þéttbýli Dalvíkurbyggðar
Heimir vék af fundi kl. 09:29
Umhverfisráð þakkar Heimi fyrir greinagóða yfirferð á fyrirhuguðum verkefnum Vegagerðarinnar á næsta ári. Ráðið felur sviðsstjóra eftirfarandi.

1. Kanna möguleika á flutningi á spennistöð RARIK við Hafnarbraut 28 vegna fyrirhugaðra framkvæmda við gatnamót Skíðabraut/Hafnarbraut/Grundargata.
2. Senda erindi á Vegagerðina vegna óskar um nýja gangbraut og bílastæði við Skíðabraut 7a
3. Senda umsókn til Vegamálastjóra um göngustíg frá Olís að Árgerði þar sem göngustígurinn er komin inn á gildandi skipulag.
4.Ráðið óskar eftir staðfestingu frá Vegagerðinni um að farið verði í yfirlögn á Skíðabraut og Hafnarbraut samhliða framkvæmdinni við gatnamót Skíðabrautar/Hafnarbrautar/Grundargötu.

Umhverfisráð - 312. fundur - 07.11.2018

Undir þessum lið koma á fund umhverfisráðs Sævar Freyr Ingason varðstjóri kl. 08:15 til að ræða hugmyndir ráðsins að breyttum hámarkshraða á þjóðvegum í þéttbýli Dalvíkurbyggðar.
Á 310. fundi umhvefisráðs þann 7. september var eftirfarandi bókað

" Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar lýsing áhyggjum af umferðarhraða á þjóðvegunum í gegnum þéttbýli í Dalvíkurbyggð og felur sviðsstjóra að koma eftirfarandi ósk á Vegagerðina: Umhverfirsráð Dalvíkurbyggðar óskar eftir að umferðarhraða á þjóðvegunum í þéttbýli Dalvíkurbyggðar verði breytt eftirfarandi. Árskógssandur: Umferðarhraði merktur 50 km/kls við Sólvelli (við þéttbýlismörk) og 35 km/kls rétt við hraðahindrunina hjá Öldugötu. Hauganes: Umferðarhraði merktur 35 km/kls við þéttbýlismörk. Dalvík: Umferðarhraði á Gunnarsbraut, Hafnarbraut og Skíðabraut verði lækkaður niður í 35 km/kls. Ráðið óskar eftir að fá aðila frá Vegagerðinni á næsta fund ráðsins í október."
Sævar Freyr vék af fundi kl. 09:04
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar óskar eftir að umferðarhraða á þjóðvegunum í þéttbýli Dalvíkurbyggðar verði breytt eftirfarandi. Árskógssandur: Umferðarhraði merktur 50 km/klst við Sólvelli (við þéttbýlismörk) og 30 km/klst rétt við hraðahindrunina hjá Öldugötu. Hauganes: Umferðarhraði merktur 30 km/klst við þéttbýlismörk. Dalvík: Umferðarhraði á þjóðveginum gegnum Dalvík merktur 30 km/klst frá hraðahindrun við Gunnarsbraut 2 að norðan og frá hraðahindrun norðan við Skíðabraut 21 að sunnan.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð - 323. fundur - 24.06.2019

Framkvæmdir Vegagerðarinnar í Dalvíkurbyggð 2019, en á 311. fundi umhverfisráðs þann 19. október 2018 var eftirfarandi bókað undir lið 4.
"4. Ráðið óskar eftir staðfestingu frá Vegagerðinni um að farið verði í yfirlögn á Skíðabraut og Hafnarbraut samhliða framkvæmdinni við gatnamót Skíðabrautar/Hafnarbrautar/Grundargötu."
Umhverfisráð vill ítreka fyrri bókun sem var eftirfarandi:
"Ráðið óskar eftir staðfestingu frá Vegagerðinni um að farið verði í yfirlögn á Skíðabraut og Hafnarbraut samhliða framkvæmdinni við gatnamót Skíðabrautar/Hafnarbrautar/Grundargötu."

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum