Undir þessum lið koma á fund umhverfisráðs Sævar Freyr Ingason varðstjóri kl. 08:15 til að ræða hugmyndir ráðsins að breyttum hámarkshraða á þjóðvegum í þéttbýli Dalvíkurbyggðar.
Á 310. fundi umhvefisráðs þann 7. september var eftirfarandi bókað
" Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar lýsing áhyggjum af umferðarhraða á þjóðvegunum í gegnum þéttbýli í Dalvíkurbyggð og felur sviðsstjóra að koma eftirfarandi ósk á Vegagerðina: Umhverfirsráð Dalvíkurbyggðar óskar eftir að umferðarhraða á þjóðvegunum í þéttbýli Dalvíkurbyggðar verði breytt eftirfarandi. Árskógssandur: Umferðarhraði merktur 50 km/kls við Sólvelli (við þéttbýlismörk) og 35 km/kls rétt við hraðahindrunina hjá Öldugötu. Hauganes: Umferðarhraði merktur 35 km/kls við þéttbýlismörk. Dalvík: Umferðarhraði á Gunnarsbraut, Hafnarbraut og Skíðabraut verði lækkaður niður í 35 km/kls. Ráðið óskar eftir að fá aðila frá Vegagerðinni á næsta fund ráðsins í október."
Umhverfirsráð Dalvíkurbyggðar óskar eftir að umferðarhraða á þjóðvegunum í þettbýli Dalvíkurbyggðar verði breytt eftirfarandi.
Árskógssandur: Umferðarhraði merktur 50 km/kls við Sólvelli (við þéttbýlismörk) og 35 km/kls rétt við hraðahindrunina hjá Öldugötu.
Hauganes: Umferðarhraði merktur 35 km/kls við þéttbýlismörk.
Dalvík: Umferðarhraði á Gunnarsbraut, Hafnarbraut og Skíðabraut verði lækkaður niður í 35 km/kls.
Ráðið óskar eftir að fá aðila frá Vegagerðinni á næsta fund ráðsins í október.