Meðferð úrgangs í námu neðan við Hringsholt

Málsnúmer 201612112

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 286. fundur - 13.01.2017

Til umræðu bréf dags. 16. desember frá HNE vegna meðferðar á úrgangi í námu neðan við Hringsholt
Lagt fram til kynningar.

Ráðið leggur til að fulltrúi frá HNE verði boðaður á næsta fund ráðsins til að fara betur yfir þessi mál.

Umhverfisráð - 288. fundur - 10.03.2017

Alfred Schiöth frá HNE og Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri mættu undir þessum lið kl. 09:00
Til umræðu bréf dags. 16. desember frá HNE vegna meðferðar á úrgangi í námu neðan við Hringsholt ásamt tillögum að úrbótum frá húseigendafélaginu dags. 17. febrúar 2017.

Einnig er á dagskrá samvinna HNE og Dalvíkurbyggðar.

Ráðið þakkar þeim Alfred og Vali fyrir gagnlega umræðu og leggur til að fulltrúar frá húseigendafélags Hringsholts ásamt fulltrúum frá HNE verði boðaðir á fund sem fyrst vegna þessa máls.
Alfred og Valur viku af fundi kl.09:57