Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna efnistöku

Málsnúmer 201701007

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 286. fundur - 13.01.2017

Með innsendu erindi dags. 03.01.2017 óskar Gunnar Kristinn Guðmundsson eftir leyfi til malartöku í Svarfaðardalsá í landi Göngustaða og Sandár samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og leggur áherslu á eftirfarandi í umsögn Fiskistofu

"1. Framkvæmdaraðili skal gæta þess að hafa sem minnst áhrif á vatn árinnar svo sem að grugga það upp.

2. Hreinsa skal öll áhöld og vélar sem notuð eru í eða við ána þannig að tryggt sé að olíur, bensín eða önnur skaðleg efni sem geta verið á áhöldum eða vélum berist ekki í árvatnið.

3. Reyna skal að takmarka framkvæmdarsvæði eins og kostur er og gæta þess að spilla ekki árbökkum eða spilla botni árinnar vegna framkvæmdarinnar.

4. Gengið skal þannig frá efni sem grafið er upp úr árfarvegi að ekki skolist úr því grugg niður í árvatnið í rigningu.

5. Ganga skal frá jarðvegssárum nálægt bökkum þannig að ekki skolist jarðvegur út í ánna."

Ráði felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdarleyfi.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.