Umhverfisráð

274. fundur 04. mars 2016 kl. 09:00 - 10:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Haukur Gunnarsson Formaður
 • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
 • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
 • Helgi Einarsson Varamaður
 • Marinó Þorsteinsson varamaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Guðrún Anna Óskarsdóttir boðaði forföll og í hennar stað mætti Helgi Einarsson. Kristín Dögg Jónsdóttir boðaði einnig forföll og í hennar stað mætti Marínó Þorsteinsson.

1.Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna lagningu ljósleiðaralagna um Dalvík sumarið 2016.

Málsnúmer 201602064Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 8. febrúar 2016 óskar Gunnar Björn Þórhallsson fyrir hönd Tengis hf eftir framkvæmdarleyfi vegna lagningar ljósleiðaralagna um Dalvík sumarið 2016.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við erindið og felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdarleyfi.

2.Kynning á fyrirhuguðum byggingaráformum að Hofsárkoti

Málsnúmer 201603012Vakta málsnúmer

Til kynningar byggingaráform að Hofsárkoti, Svarfaðardal.
Ráðið tekur vel í áformin.

3.Fundargerðir 2016

Málsnúmer 201602073Vakta málsnúmer

Til kynningar erindi og fundargerðir frá HNE.
Ráðið gerir ekki athugasemdir.

4.Gjaldskrá vegna markaðar á Fiskidaginn mikla

Málsnúmer 201602104Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu gjaldskrá vegna markaðar á Fiskidaginn mikla 2016.
Ráðið leggur til við byggðarráð að framlögð uppfærsla á gjaldskrá Fiskidagsins mikla verði samþykkt.

5.Til umsagnar tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu áningarstaða Vegagerðarinnar við þjóðvegi, 150. mál.

Málsnúmer 201602109Vakta málsnúmer

Til kynningar erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar á tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu áningarstaða Vegagerðarinnar við þjóðvegi.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 8. mars nk.

Ráðið gerir ekki athugasemdir við framlagðar tillögur.

6.Til kynningar ný samþykkt um skilti og auglýsingar í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201603026Vakta málsnúmer

Til kynningar ný samþykkt um skilti og auglýsingar í Dalvíkurbyggð
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlögð drög að samþykkt um skilti og auglýsingar í Dalvíkurbyggð og vísar samþykktinni til afgreiðslu í byggðarráði.

7.Áskoranir af íbúafundi í Svarfaðardal og Skíðadal

Málsnúmer 201602066Vakta málsnúmer

Til umræðu áskorun frá íbúafundi í Svarfaðardal og Skíðadal
Lagt fram til kynningar.

8.Heimreiðamokstur

Málsnúmer 201603024Vakta málsnúmer

Til umræðu tillaga Karls Inga Atlasonar vegna viðmiðunarreglna um heimreiðamokstur í Dalvíkurbyggð.
Umhverfisráð leggur til við byggðarráð að framlagðar breytingar Karls Inga á viðmiðunarreglum snjómoksturs verði breytt á þá leið að þátttaka sveitarfélagsins í heimreiðamokstri verði eftirfarandi:

Þátttaka sveitarfélagsins er ein klukkustund. Helmingamokstur er fyrstu tvo klukkutímana en eftir það er kostnaður greiddur af eiganda.Þetta þýddi það að ef það tæki hálftíma að moka heimreið þá greiddi sveitarfélagið 15 mín og eigandi 15 mín.

9.Endurskoðun á viðmiðunarreglum snjómoksturs

Málsnúmer 201603025Vakta málsnúmer

Til umræðu breytingar á viðmiðunarreglum snjómoksturs í tengslum við nýtt samkomulag við Vegagerðina um framkvæmd vetrarþjónustu á helmingamokstri vega í Dalvíkurbyggð.
Afgreiðslu frestað þar til niðurstaða sveitarsstjórnar í máli nr. 201603024 liggur fyrir.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Nefndarmenn
 • Haukur Gunnarsson Formaður
 • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
 • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
 • Helgi Einarsson Varamaður
 • Marinó Þorsteinsson varamaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs