Endurskoðun á viðmiðunarreglum snjómoksturs

Málsnúmer 201603025

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 274. fundur - 04.03.2016

Til umræðu breytingar á viðmiðunarreglum snjómoksturs í tengslum við nýtt samkomulag við Vegagerðina um framkvæmd vetrarþjónustu á helmingamokstri vega í Dalvíkurbyggð.
Afgreiðslu frestað þar til niðurstaða sveitarsstjórnar í máli nr. 201603024 liggur fyrir.

Umhverfisráð - 301. fundur - 02.02.2018

Til umræðu endurskoðun á viðmiðunarreglum snjómoksturs í Dalvíkurbyggð.
Umhverfisráð leggur til breytingar á viðmiðunarreglum snjómoksturs í Svarfaðar- og Skíðadal sem auglýstar verða á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt með fimm atkvæðum

Byggðaráð - 856. fundur - 15.02.2018

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00.

Á 301. fundi byggðaráðs þann 2. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu endurskoðun á viðmiðunarreglum snjómoksturs í Dalvíkurbyggð.
Umhverfisráð leggur til breytingar á viðmiðunarreglum snjómoksturs í Svarfaðar- og Skíðadal sem auglýstar verða á heimasíðu sveitarfélagsins. Samþykkt með fimm atkvæðum."

Breytingartillögunar varða þjóðveginn í Svarfaðardal en þar er Vegagerðin veghaldari. Ekki er gert ráð fyrir þessari auknu þjónustu og tilfallandi kostnaði í starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og tæknisviðs fyrir árið 2018. Samkvæmt fjárhagsáætlun 2018 er gert ráð fyrir kr. 19.550.000 í snjómokstur og hálkueyðingu. Áætlað er að nú þegar sé búið að ráðstafa 10 m.kr. af þeirri upphæð.

Til umræðu ofangreint.

Börkur vék af fundi kl. 13:45.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri tillögu til umhverfisráðs til umfjöllunar að nýju.

Umhverfisráð - 303. fundur - 16.03.2018

Til umræðu endurskoðun á viðmiðunarreglum snjómoksturs í Dalvíkurbyggð, en tillögunni var vísað aftur til umhverfisráðs á 856 fundi byggðarráðs þann 15.02.2018.
Umhverfisráð leggur fram þær breytingar á viðmiðunarreglum snjómoksturs sem fram koma í tillögu ráðsins.
Þær breytingar sem lagðar eru til í Svarfaðar- og Skíðadal koma til vegna aukinnar þjónustu Vegagerðarinnar.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð - 329. fundur - 13.11.2019

Til afgreiðslu tillaga að breytingu á viðmiðunarreglum snjómoksturs.
Umhverfisráð samþykkir framlagðar viðmiðunarreglur fyrir snjómokstur með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.