Áskoranir af íbúafundi í Svarfaðardal og Skíðadal

Málsnúmer 201602066

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 768. fundur - 18.02.2016

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Valur Þór Hilmarsson, umhverfisstjóri.



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi eftirfarandi áskorun af íbúafundi í Svarfaðardal og Skíðadal, 18 manns úr dölunum mættu. Fundurinn var haldinn sunnudaginn 7. febrúar s.l. að Rimum. Sviðsstjórar umhverfis- og tæknisviðs og veitu- og hafnasviðs sóttu fundinn ásamt umhverfisstjóra sem fulltrúar Dalvíkurbyggðar.



a) Fundarfólk skorar á sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að beita sér fyrir því að vegir í fram-Svarfaðardal og Skíðadal verði lagfærðir og upphækkaðir hið allra fyrsta og sett á þá bundið slitlag.



b) Fundarfólk skorar ennfremur á sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að breyta reglum um mokstur heimreiða þannig að fyrsti klukkutíminn fyrir snjómokstur verði greiddur af sveitarfélaginu en mokstur þar umfram verði greiddur til helminga af sveitarfélaginu og ábúendum.



c) Að lokum skorar fundarfólk á sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að mótmæla þeirri ákvörðun Íslandspósts að draga úr þjónustu í dreifbýli Dalvíkurbyggðar.



Á 273. fundi umhverfisráðs þann 11. febrúar 2016 var eftirfarandi bókað:

"Pálmi Þorsteinsson frá Vegagerðinni og Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri komu á fundinn kl 09:00 undir þessum lið.

1. 201301032 - Samningur við Vegargerðina. Framkvæmd vetrarþjónustu á helmingamokstursvegum í Dalvíkurbyggð.

Til umræðu vetrarþjónusta og aðrar framkvæmdir á vegum Vegagerðarinnar í Dalvíkurbyggð 2016.

Ráðið þakkar þeim Pálma og Vali fyrir greinargóða yfirferð á stöðu mála. Pálmi kom með uppfært samkomulag um helmingamokstur og vetrarþjónustu Vegagerðarinnar til undirritunar.

Sviðsstjóra falið að stilla upp samanburði á nokkrum útfærslum á heimreiðamokstri fyrir næsta fund.



Pálmi og Valur viku af fundi kl 09:55"



Til umræðu ofangreint.



Valur Þór vék af fundi kl. 13:30.



a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera tillögu að áskorun til Vegagerðarinnar sem yrði lögð fyrir næsta fund byggðaráðs.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að reglur Dalvíkurbyggðar um heimreiðamokstur verði óbreyttar.

c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera tillögu að áskorun til Íslandspósts vegna póstþjónustu, sem yrði lögð fyrir næsta fund byggðaráðs.

Byggðaráð - 769. fundur - 25.02.2016

Á 768. fundi byggðaráðs þann 18. febrúar 2016 var eftirfarandi bókað:

"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Valur Þór Hilmarsson, umhverfisstjóri. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi eftirfarandi áskorun af íbúafundi í Svarfaðardal og Skíðadal, 18 manns úr dölunum mættu. Fundurinn var haldinn sunnudaginn 7. febrúar s.l. að Rimum. Sviðsstjórar umhverfis- og tæknisviðs og veitu- og hafnasviðs sóttu fundinn ásamt umhverfisstjóra sem fulltrúar Dalvíkurbyggðar. a) Fundarfólk skorar á sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að beita sér fyrir því að vegir í fram-Svarfaðardal og Skíðadal verði lagfærðir og upphækkaðir hið allra fyrsta og sett á þá bundið slitlag. b) Fundarfólk skorar ennfremur á sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að breyta reglum um mokstur heimreiða þannig að fyrsti klukkutíminn fyrir snjómokstur verði greiddur af sveitarfélaginu en mokstur þar umfram verði greiddur til helminga af sveitarfélaginu og ábúendum. c) Að lokum skorar fundarfólk á sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að mótmæla þeirri ákvörðun Íslandspósts að draga úr þjónustu í dreifbýli Dalvíkurbyggðar. Á 273. fundi umhverfisráðs þann 11. febrúar 2016 var eftirfarandi bókað: "Pálmi Þorsteinsson frá Vegagerðinni og Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri komu á fundinn kl 09:00 undir þessum lið. 1. 201301032 - Samningur við Vegargerðina. Framkvæmd vetrarþjónustu á helmingamokstursvegum í Dalvíkurbyggð. Til umræðu vetrarþjónusta og aðrar framkvæmdir á vegum Vegagerðarinnar í Dalvíkurbyggð 2016. Ráðið þakkar þeim Pálma og Vali fyrir greinargóða yfirferð á stöðu mála. Pálmi kom með uppfært samkomulag um helmingamokstur og vetrarþjónustu Vegagerðarinnar til undirritunar. Sviðsstjóra falið að stilla upp samanburði á nokkrum útfærslum á heimreiðamokstri fyrir næsta fund. Pálmi og Valur viku af fundi kl 09:55" Til umræðu ofangreint. Valur Þór vék af fundi kl. 13:30.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera tillögu að áskorun til Vegagerðarinnar sem yrði lögð fyrir næsta fund byggðaráðs. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að reglur Dalvíkurbyggðar um heimreiðamokstur verði óbreyttar. c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera tillögu að áskorun til Íslandspósts vegna póstþjónustu, sem yrði lögð fyrir næsta fund byggðaráðs. "



Með fundarboði byggðaráðs fylgdu tillögur sveitarstjóra að áskorun til Vegagerðarinnar og til Íslandspóst vegna póstþjónustu.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögur sveitarstjóra að ofangreindum áskorunum.

Umhverfisráð - 274. fundur - 04.03.2016

Til umræðu áskorun frá íbúafundi í Svarfaðardal og Skíðadal
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 772. fundur - 31.03.2016

Tekið fyrir erindi frá Íslandspósti, bréf dagsett þann 4. mars 2016, frá forstjóra Íslandspóst ohf., sem er svarbréf við ályktun byggðaráðs í tilefni af fyrirhuguðum breytingu á póstþjónustu.



Fram kemur meðal annars að ástæða þess að gripið er til fyrirhugaðara breytinga er sú að bréfasendinum hefur fækkað verulega á síðustu árum. Það hefur leitt til þess að póstþjónustan hefur verið rekin með tapi. Ástæða er til þess að fullvissa byggðaráð Dalvíkurbyggðar um það, að metnaður stjórnenda Íslandspósts stendur tvímælalaust til þess að þjónusta íbúa sveitarfélagsins svo sem best verður á kosið. Að sama skapi er vonast til þess að á því sé fullur skilningur að stjórnendur Íslandspósts geta ekki fremur en aðrir haldið uppi þjónustu, sem takmörkuð eftirspurn er eftir og sem ekki skilar nægjum tekjum.
Lagt fram til kynningar.