Heimreiðamokstur

Málsnúmer 201603024

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 274. fundur - 04.03.2016

Til umræðu tillaga Karls Inga Atlasonar vegna viðmiðunarreglna um heimreiðamokstur í Dalvíkurbyggð.
Umhverfisráð leggur til við byggðarráð að framlagðar breytingar Karls Inga á viðmiðunarreglum snjómoksturs verði breytt á þá leið að þátttaka sveitarfélagsins í heimreiðamokstri verði eftirfarandi:

Þátttaka sveitarfélagsins er ein klukkustund. Helmingamokstur er fyrstu tvo klukkutímana en eftir það er kostnaður greiddur af eiganda.



Þetta þýddi það að ef það tæki hálftíma að moka heimreið þá greiddi sveitarfélagið 15 mín og eigandi 15 mín.





Byggðaráð - 770. fundur - 10.03.2016

Á 274. fundi umhverfisráðs þann 4. mars 2016 var eftirfarandi bókað:

"Til umræðu tillaga Karls Inga Atlasonar vegna viðmiðunarreglna um heimreiðamokstur í Dalvíkurbyggð.

Umhverfisráð leggur til við byggðarráð að framlagðar breytingar Karls Inga á viðmiðunarreglum snjómoksturs verði breytt á þá leið að þátttaka sveitarfélagsins í heimreiðamokstri verði eftirfarandi: Þátttaka sveitarfélagsins er ein klukkustund. Helmingamokstur er fyrstu tvo klukkutímana en eftir það er kostnaður greiddur af eiganda. Þetta þýddi það að ef það tæki hálftíma að moka heimreið þá greiddi sveitarfélagið 15 mín og eigandi 15 mín."



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi kostnaðarmat á heimareiðamokstri, dagsett þann 9. mars 2016, frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og umhverfisstjóra. Miðað við gefnar forsendur þá er áætlaður kostnaðarauki um 1,1 m.kr. á ársgrundvelli.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar í umhverfisráði í tengslum við vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2017-2020. Byggðaráð óskar eftir að umhverfisráð fari nánar yfir kostnaðarútreikninga og rökstyðji tillöguna.