Umhverfisráð

271. fundur 11. nóvember 2015 kl. 17:00 - 18:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Haukur Gunnarsson Formaður
 • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
 • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
 • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
 • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Valur Þór Hilmarsson kom inn á fundinn kl.17:05

1.Fjárhagsáætlun 2016; Herferð Dalvíkurbyggðar gegn ágengum plöntum.

Málsnúmer 201508092Vakta málsnúmer

Til umræðu drög að aðgerðaráætlun um eyðingu illgresis í Dalvíkurbyggð.
Umhverfisráð felur umhverfisstjóra í samráði við ráðsmenn að útfæra aðgerðaáætlunina betur samkvæmt umræðum á fundinum og óskar eftir endurskoðaðri tillögu fyrir næsta fund ráðsins í janúar. Ráðið leggur til að drög að aðgerðaráætluninni verði felld út úr starfsáætlun fyrir árið 2016.
Valur Þór Hilmarsson vék af fundi kl.17:25

2.Ástand gróðurs og umferðaröryggi

Málsnúmer 201510040Vakta málsnúmer

Til kynningar bréf frá Samgöngustofu vegna gróðurs og umferðaröryggis.
Lagt fram til kynningar

3.Endurnýjun á samstarfssamningi milli Dalvíkurbyggðar og Ferðafélags Svarfdæla.

Málsnúmer 201410305Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu endurnýjaður samstarfssamningur milli Dalvíkurbyggðar og Ferðafélags Svarfdæla
Umhverfiráð leggur til við byggðarráð að fyrirliggjandi samningur verði samþykktur.

4.Fjárhagsáætlun 2016; Samningur við Náttúrusetrið á Húsabakka

Málsnúmer 201509074Vakta málsnúmer

Til umræðu skýrsla um Náttúrusetrið á Húsabakka/Friðland Svarfdæla 2015.
Umhverfisráð þakkar fyrir greinargóða skýrslu umsjónarmanns Náttúrusetursins.

5.Til umsagnar frumvarp til laga um breyt. á skipulagslögum (grenndarkynning), 225. mál.

Málsnúmer 201510071Vakta málsnúmer

Til umsagnar frumvarp til laga um breyt. á skipulagslögum (grenndarkynning), 225. mál.
Umhverfisráði líst vel á frumvarpið.

6.Innkomið erindi vegna hraðahindrunar við Karlsrauðatorg.

Málsnúmer 201510076Vakta málsnúmer

Innkomið erindi dags. 14. október frá íbúa vegna hraðahindrunar við Karlsrauðatorg ofl.
Umhverfiráð þakkar ábendingarnar sem teknar verða til greina við gerð umferðaröryggisáætlunar Dalvíkurbyggðar.

7.Fundargerðir 2015

Málsnúmer 201501129Vakta málsnúmer

Til kynningar fundargerð Heilbrigðiseftirlits Norðurlands frá 7. október 2015.
Lagt fram til kynningar.

8.Umsókn um byggingarleyfi vegna niðurrifs á Hinriksmýri, Árskógsströnd

Málsnúmer 201508008Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu umsókn um byggingarleyfi vegna niðurrifs á Hinriksmýri Árskógsströnd.
Umhverfiráð samþykkir, og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.

Helga Íris Ingólfsdóttir óskar eftir að eftirfarandi sé bókað:

Það er leitt að sjá á eftir elsta húsi Árskógsstrandar. Mikilvægt er að sveitarfélagið móti sér stefnu í varðveislu gamalla húsa.
Helga Íris Ingólfsdóttir og Kristín Dögg Jónsdóttir sitja hjá.

9.Umsókn um byggingarleyfi vegna viðbyggingar

Málsnúmer 201511073Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu umsókn Sveinbjörns T. Steingrímssonar vegna viðbyggingar við Brekkukot.

Umhverfisráð samþykkir, og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.

10.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201510131Vakta málsnúmer

Með rafpósti dags. 28.10.2015 óskar Strendingur ehf. eftir byggingarleyfi fyrir farsímaloftnet á Brimnesborgum fyrir hönd Símans hf. samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð samþykkir, og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.

11.Ábendingar til sveitarfélaga um fasteignaskatt o.fl. á mannvirki tengd ferðaþjónustu.

Málsnúmer 201508095Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað frá lögfræði- og velferðarsviði Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 18. júní 2016, er varðar ábendingar til sveitarfélaga um fasteignaskatt o.fl. á mannvirki tengd ferðaþjónustu - 2. útgáfa.
Frestað til næsta fundar.

12.Yfirlýsing um loftslagsmál

Málsnúmer 201510041Vakta málsnúmer

Til kynningar ósk um þátttöku í sameiginlegri yfirlýsingu um markmið í loftslagsmálum.
Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að skrifa undir sameiginlega yfirlýsingu um markmið í loftslagsmálum.

13.Umsóknir um stofnun tveggja lóða og breytingar á lóðarstærðum annara tveggja.

Málsnúmer 201510129Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu umsókn dags. 23. október frá Hafliða Gunnari Sigurðssyni um stofnun tveggja lóða úr landi Syðri-Haga ásamt breyttri skráningu á Götu og Götuseli.
Umhverfiráð samþykkir, og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.

14.Tilkynning um fyrirhugaða niðufellingu Langholtsvegar nr. 8078-11 af vegaskrá

Málsnúmer 201510139Vakta málsnúmer

Til kynningar tilkynning frá Vegagerðinni um fyrirhugaða niðurfellingu Langholtsvegar nr. 8078-11 af vegaskrá.
Lagt fram til kynningar

15.Skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag Dalvíkurhafnar

Málsnúmer 201511062Vakta málsnúmer

Til kynningar skipulagslýsing dags. 9. nóvember 2015 vegna aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulags fyrir Dalvíkurhöfn og aðliggjandi svæði.

Fyrirhugað er m.a. að stækka hafnarsvæðið með landfyllingum og nýjum sjóvarnargarði og endurskoða ákvæði um starfsemi innan skipulagssvæðisins. Athafnasvæði við Sandskeið mun einnig stækka með nýrri sjóvörn og landfyllingu.

Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs er falið að leita umsagnar um hana hjá umsagnaraðilum og Skipulagsstofnun og að kynna hana almenningi í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

16.Auðlindastefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201511064Vakta málsnúmer

Á 273. fundi sveitarstjórnar þann 27. október 2015 samþykkti sveitarstjórn tillögu veitu- og hafnaráðs að sveitarstjórn feli umhverfisráði að huga að auðlindastefnu fyrir Dalvíkurbyggðar.
Umhverfisráð leggur til við byggðaráð að þverfaglegur vinnuhópur fjögurra fagráða verði settur á laggirnar. Lagt er til að vinnuhópurinn verði skipaður sem hér segir: Einn fulltrúi úr Umhverfisráði, einn fulltrúi úr Atvinnumála- og kynningaráði, einn fulltrúi úr Veitu- og hafnaráði, einn fulltrúi úr Landbúnaðaráði. Einnig starfi starfsmenn viðkomandi fagráða með vinnuhópnum; Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, upplýsingafulltrúi og sveitarstjóri.

Umhverfisráð leggur til að skoðað verði hvort huga ætti að því að samtvinna vinnu við Auðlindastefnu við vinnu við Atvinnustefnu sem þegar er hafin.

Umhverfisráð bendir á að taka þarf ákvörðun um hvort greiða á kjörnum fulltrúum fyrir vinnuna og að ekki er gert ráð fyrir þeim kostnaði í fjárhagsáætlun 2015 og 2016.

17.Deiliskipulag Dysnesi, Hörgársveit.

Málsnúmer 201511075Vakta málsnúmer

Til umsagnar tillaga að deiliskipulagi fyrir hafnar-, athafna- og iðnaðarsvæði á Dysnesi, Hörgársveit.

Tillagan fellur undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og fylgir henni umhverfisskýrsla.

Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir uppbyggingu athafna- og iðnaðarsvæðis auk hafnar og hafnsækinnar starfsemi. Aðkoma að svæðinu er frá Bakkavegi og liggur safngata fyrir miðju svæði niður að hafnarbakka. Gert er ráð fyrir um 16,5 ha landfyllingu með viðlegukanti fyrir stór skip og athafnasvæði hafnar með fjölbreyttum og sveigjanlegum nýtingarmöguleikum.
Umhverfisráð frestar afgreiðslu til næsta fundar ráðsins.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Nefndarmenn
 • Haukur Gunnarsson Formaður
 • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
 • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
 • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
 • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs