Fjárhagsáætlun 2016; Frá Gittu Unn Ármannsdóttur - varðar herferð gegn ágengum plöntum.

Málsnúmer 201508092

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 744. fundur - 03.09.2015

Tekið fyrir erindi frá Gittu Unn Ármannsdóttur, dagsett þann 30. ágúst 2015, þar fram kemur að bréfritari fagnar mjög boðaðri herferð gegn ágengum plötnum en vill vekja athygli á að kerfill hefur náð sér verulega á strik nyrst í Hörgárbyggð. Lagt er til að Dalvíkurbyggð bæti við svæðinu meðfram þjóðvegi frá mörkum Hörgárbyggðar og Dalvíkurbyggðar að Dalvík og að jafnframt verði skoðuð samvinna á milli Hörgárbyggðar og Dalvíkurbyggðar hvað þetta varðar þannig að kerfill berist ekki á milli sveitarfélaganna.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umhverfis - og tæknisviðs til skoðunar í tengslum við starfs- og fjárhagsáætlun 2016-2019 sem og í tengslum við mál 201403037 um lúpínu og kerfil.Þann 18. júní 2015 var eftirfarandi bókað:

"Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum að óska eftir kostnaðaráætlun og að skýrt liggi fyrir hver aðkoma Dalvíkurbyggðar á að vera.

Byggðaráð óskar eftir að umhverfisstjóri komi á fund byggðaráðs í aðdraganda vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2016-2019."

Umhverfisráð - 268. fundur - 14.09.2015

Tekið fyrir erindi sem vísað var til umhverfisráðs á 744. fundi byggðarráðs frá Gittu Unn Ármannsdóttur, dagsett þann 30. ágúst 2015, þar fram kemur að bréfritari fagnar mjög boðaðri herferð gegn ágengum plöntum en vill vekja athygli á að kerfill hefur náð sér verulega á strik nyrst í Hörgárbyggð. Lagt er til að Dalvíkurbyggð bæti við svæðinu meðfram þjóðvegi frá mörkum Hörgárbyggðar og Dalvíkurbyggðar að Dalvík og að jafnframt verði skoðuð samvinna á milli Hörgárbyggðar og Dalvíkurbyggðar hvað þetta varðar þannig að kerfill berist ekki á milli sveitarfélaganna.
Umhverfisráð þakka Gittu fyrir góða ábendingu og felur umhverfisstjóra að kanna möguleika á samstarfi við Hörgársveit og aðkomu Vegagerðarinnar að verkefninu.

Byggðaráð - 746. fundur - 17.09.2015

Á 268. fundi umhverfisráðs þann 14. september 2015 var meðal annars eftirfarandi bókað:

"Umhverfisráð þakka Gittu fyrir góða ábendingu og felur umhverfisstjóra að kanna möguleika á samstarfi við Hörgársveit og aðkomu Vegagerðarinnar að verkefninu. "Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð ítrekar ósk um kostnaðaráætlun með áætlun um aðgerðir gegn ágengum plöntum.

Byggðaráð - 748. fundur - 01.10.2015

Á 746. fundi byggðaráðs þann 17. september 2015 var eftirfarandi bókað:

"Á 268. fundi umhverfisráðs þann 14. september 2015 var meðal annars eftirfarandi bókað: "Umhverfisráð þakka Gittu fyrir góða ábendingu og felur umhverfisstjóra að kanna möguleika á samstarfi við Hörgársveit og aðkomu Vegagerðarinnar að verkefninu. " Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð ítrekar ósk um kostnaðaráætlun með áætlun um aðgerðir gegn ágengum plöntum. "Með fundarboði fylgdi aðgerðaráætlun umhverfisstjóra um eyðingu illgresis ásamt kostnaðaráætlun.Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

Umhverfisráð - 271. fundur - 11.11.2015

Valur Þór Hilmarsson kom inn á fundinn kl.17:05
Til umræðu drög að aðgerðaráætlun um eyðingu illgresis í Dalvíkurbyggð.
Umhverfisráð felur umhverfisstjóra í samráði við ráðsmenn að útfæra aðgerðaáætlunina betur samkvæmt umræðum á fundinum og óskar eftir endurskoðaðri tillögu fyrir næsta fund ráðsins í janúar. Ráðið leggur til að drög að aðgerðaráætluninni verði felld út úr starfsáætlun fyrir árið 2016.
Valur Þór Hilmarsson vék af fundi kl.17:25