Skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag Dalvíkurhafnar

Málsnúmer 201511062

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 271. fundur - 11.11.2015

Til kynningar skipulagslýsing dags. 9. nóvember 2015 vegna aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulags fyrir Dalvíkurhöfn og aðliggjandi svæði.

Fyrirhugað er m.a. að stækka hafnarsvæðið með landfyllingum og nýjum sjóvarnargarði og endurskoða ákvæði um starfsemi innan skipulagssvæðisins. Athafnasvæði við Sandskeið mun einnig stækka með nýrri sjóvörn og landfyllingu.

Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs er falið að leita umsagnar um hana hjá umsagnaraðilum og Skipulagsstofnun og að kynna hana almenningi í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Umhverfisráð - 272. fundur - 04.12.2015

Til umræðu umsagnir á skipulagslýsingar vegna breyting á aðalskipulagi og nýju deiliskipulagi Dalvíkurhafnar
Umhverfisráð þakkar innsendar umsagnir.

Umsagnir gefa tilefni til frekari umræðu sem teknar verða fyrir á næsta fundi ráðsins.

Veitu- og hafnaráð - 42. fundur - 16.12.2015

Börkur Þór Ottósson kom til fundar kl. 8:57 og vék af fundi kl. 9:44.
Til kynningar og umræðu voru umsagnir á skipulagslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi og deiliskipulag Dalvíkurhafnar. Ráðsmenn kynntu sér þær athugasemdir sem borist hafa.
Lagt fram til kynningar.