Umsókn um stöðuleyfi fyrir hjólhýsi við Höfða lóð, landnr. 151842

Málsnúmer 201403016

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 248. fundur - 05.03.2014

Sigurður Jónsson kt. 150941-3429 og Zohonías Antonsson kt. 220546-2769 óska eftir stöðuleyfi fyrir hjólhýsi samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð felst á að veita stöðuleyfi fyrir hjólhýsið til fimm ára, og leggur áherslu á að gjaldtaka verði í samræmi við sambærilega starfsemi.

Byggðaráð - 693. fundur - 20.03.2014

Á 257. fundi sveitarstjórnar þann 18. mars 2014 var eftirfarandi máli frá 248. fundi umhverfisráðs frá 5. mars 2014 vísað til byggðarráðs til umfjöllunar og fullnaðarafgreiðslu:

Sigurður Jónsson kt. 150941-3429 og Zohonías Antonsson kt. 220546-2769 óska eftir stöðuleyfi fyrir hjólhýsi samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð felst á að veita stöðuleyfi fyrir hjólhýsið til fimm ára, og leggur áherslu á að gjaldtaka verði í samræmi við sambærilega starfsemi.

Börkur Þór gerði grein fyrir forsendum umhverfisráðs hvað varðar veitt stöðuleyfi.

a) Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að þrátt fyrir bókun og afgreiðslu umhverfisráðs þá veitir byggðarráð stöðuleyfi í 12 mánuði og umsókn um stöðuleyfi beri þá að endurnýja að nýju áður en heimildin rennur út.
b) Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að gera drög að reglum sem tekur á veitingu stöðuleyfa vegna atvinnustarfsemi.