Bifreiðastöður við Grundargötu

Málsnúmer 201311161

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 246. fundur - 11.12.2013

Lögð fram tillaga að bifreiðastöður verði bannaðar að norðan við Grundargötu.
Undir þessum lið mætti Felix Jósafatsson Varðsstjóri.Hugmyndir um stofnun bílastæðasjóðs samkvæmt umferðalögum 108 gr verði tekið til frekari skoðunar.Umhverfisráð leggur til að bifreiðastöður verði bannaðar frá Grundargötu 15 að gatnamótum Grundargötu/Hafnarbraut ( að norðan). Einnig er lagt til að bifreiðastöður verði bannaðar við Hafnarbraut  frá sömu gatnamótum norður að lóðarmörkum hafnarbrautar 25 að sunnan. Frá gatnamótum Grundargötu og Skíðabraut/Hafnarbraut að vestan að lóðarmörkum Skíðabrautar 2 að norðan. Umhverfisráð felur sviðsstjóraað fylgja málinu eftir. Umhverfisráð þakkar Varðsstjóra góða kynningu.

Umhverfisráð - 247. fundur - 04.02.2014

Lagt fram til kynningar bréf sem sent verður á hlutaðeigandi aðila.
Umhverfisráð fagna að málið sé komið í farveg. Innsendar athugasemdir verða teknar fyrir þegar athugasemdafrestur er liðinn.

Umhverfisráð - 248. fundur - 05.03.2014

Innkomnar athugasemdir við áður kynnt fyrirhugað bann við bifreiðastöðum við Grundargötu, skíðabraut og Hafnarbraut
Umhverfisráð þakkar góðar athugasemdir og ábendingar. Með hliðsjón af þeim hefur ráðið ákveðið að breyta bifreiðastöðubanni við Grundargötu þannig að bannið nær einungis frá gatnamótum Skíðabrautar/Hafnarbrautar að lóðarmörkum Grundargötu 3 að austan. Ráðið leggur til að sett verði upp skilti þar sem bannað er að leggja á horni Skíðabrautar og Hafnarbrautar að vestan.