Umhverfisráð

283. fundur 14. október 2016 kl. 08:15 - 09:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Haukur Gunnarsson Formaður
 • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
 • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
 • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
 • Friðrik Vilhelmsson Varamaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Helga Íris Ingólfsdóttir boðaði forföll og í hennar stað mætti Friðrik Vilhelmsson.

1.Fjárhagsáætlun 2017; umsókn um styrk

Málsnúmer 201608108Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Mótorsportfélagi Dalvíkur, rafbréf dagsett þann 30. ágúst 2016, er varðar umsókn til Dalvíkurbyggðar um styrk vegna uppbyggingar á svæði fyrir félagið.

Á 791. fundi byggðarráðs var erindinu vísað til íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfiráðs til umfjöllunar og óskað eftir niðurstöðum ráðanna og tillögu að afgreiðslu.

Á 281 fundi umhverfisráðs var afgreiðslu frestað og sviðsstjóra falið að kalla forsvarmenn/fulltrúa frá mótorsportfélagi Dalvíkur til fundar með ráðinu.

Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, sviðsstjóri fræðslu- og menningasviðs ásamt formanni umhverfisráðs funduðu með forsvarmönnum félagsins 13.10.2016 og minnisblað frá þeim fundi til umræðu á fundinum.
Minnisblað lagt fram til kynningar og afgreiðslu frestað þar til afmörkun svæðisins berst frá Mótorsportfélagi Dalvíkur.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

2.Aspir við leikvöll í Hjarðarslóð

Málsnúmer 201610014Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 4. október 2016 óskar Felix Rafn Felixsson fyrir hönd íbúa að Hjarðarslóð 1 eftir viðbrögðum vegna aspa á opnu svæði norðan við lóð hússins sem talið er að séu farnar að valda skaða.
Umhverfisráð felur umhverisstjóra að kanna hug allra íbúa við Hjarðarslóð 1 og í framhaldi af því leggja fyrir áætlun til ráðsins.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

3.Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, Atvinnu- og íbúasvæði Árskógssandi, Dalvíkurbyggð.

Málsnúmer 201605082Vakta málsnúmer

Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2008-2020. Breyting á aðalskipulagi, þéttbýlismörk á Árskógssandi, nýtt verslunar- og þjónustusvæði.

Tillaga að breytingu aðalskipulagi var auglýst í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 15. ágúst 2016 með athugasemdafresti til 27. september 2016. Engin athugasemd barst á auglýsingatíma.
Umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun tillöguna til staðfestingar ásamt samantekt um málsmeðferð.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

4.Deiliskipulag Árskógssandi

Málsnúmer 201504022Vakta málsnúmer

Deiliskipulag athafna- verslunar- þjónustu og íbúðarsvæðis Árskógssandi.

Deiliskipulagstillagan var auglýst í skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 15. ágúst 2016 með athugasemdafresti til 27. september 2016. Engin athugasemd barst á auglýsingatíma.
Umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun hana til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda þegar breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna þéttbýlismarka m.m. hefur verið staðfest.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

5.Deiliskipulag Hólahverfis

Málsnúmer 201412126Vakta málsnúmer

Samkvæmt aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 er gert ráð fyrir 4.9 ha svæði (314-Íb) fyrir íbúðarbyggð á Dalvík Dalvíkubyggð.

Ekkert deiliskipulag er í gildi á skipulagssvæðinu. Á svæðinu eru nú alls tuttugu og níu hús. Í skipulagstillögu er gert ráð fyrir að heildarfjöldi lóða á svæðinu verði þrjátíu og sex.

Lagðar eru fram þrjár mismunandi tillögur til kynningar.Í skipulagsreglugerð segir m.a í gr.5.2.2.

"... Sveitarstjórn er heimilt að falla frá gerð slíkrar lýsingar ef allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi. Með meginforsendum er átt við stefnu um áherslur og uppbyggingu landnotkunarreita svo sem varðandi nánari notkun á einstökum reitum, þéttleika og byggðamynstur eða umfang auðlindanýtingar..."
Deiliskipulag Hólahverfi íbúðahús.

Lagðar voru fram til kynningar tillögur að deiliskipulagi íbúðarsvæðis í Hólahverfi.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

6.Umsókn um byggingarleyfi á lóðinni Stekkjarholt, Svarfaðardal.

Málsnúmer 201610047Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dag. 9. október 2016 óska þau Jane Kjærgaard og Einar V Hjörleifsson eftir byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð sinni Stekkjarholti, Svarfaðardal samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina með þeim fyrirvara að öll gögn berist.

Sviðsstjóra falið að veita umbeðið byggingarleyfi.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

7.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201610046Vakta málsnúmer

Með innsendri umsókn óskar Kollgáta ehf fyrir hönd eiganda að Karlsbraut 2 Dalvík eftir byggingarleyfi samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina með þeim fyrirvara að öll gögn berist.

Sviðsstjóra falið að veita umbeðið byggingarleyfi.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

8.Umsókn um byggingarleyfi fyrir skemmu í landi Hánefsstaða

Málsnúmer 201610049Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dag. 12.10.2016 óskar Trausti Þórarinsson eftir byggingarleyfi fyrir skemmu í landi Hánefsstaða samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina með þeim fyrirvara að öll gögn berist.

Sviðsstjóra falið að veita umbeðið byggingarleyfi.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

9.Starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis og tæknisviðs 2017

Málsnúmer 201609080Vakta málsnúmer

Til umræðu breytingar á framkvæmdaráætlun 2017.
Ráðið leggur til að yfirlögn á Flæðavegi frá Grundargötu að Nýjabæ verði bætt við áður samþykkta framkvæmdaráætlun.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Nefndarmenn
 • Haukur Gunnarsson Formaður
 • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
 • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
 • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
 • Friðrik Vilhelmsson Varamaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs