Sveitarstjórn

280. fundur 04. maí 2016 kl. 10:00 - 11:03 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
 • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
 • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
 • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
 • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
 • Lilja Björk Ólafsdóttir Varamaður
 • Haukur Gunnarsson Varamaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson boðar foröll og varamaður hans, Lilja Börk Ólafsdóttir, mætti á fundinn í hans stað.
Valdemar Þór Viðarsson boðaði forföll og Haukur Gunnarsson varamaður hans mætti í hans stað.

Forseti bar upp í upphafi fundar hvort sveitarstjórn samþykki breytingu á röðun dagskrárliða og gerði grein fyrir þeim breytingum. Ekki voru gerðar athugasemdir við þessar breytingar á röð dagskrárliða.

1.Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2015. Fyrri umræða.

Málsnúmer 201511136Vakta málsnúmer

Til máls tók:Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu niðurstöðum úr ársreikningi 2015.Helstu niðurstöður ársreiknings Dalvíkurbyggðar 2015 eru:Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta samstæða er neikvæð um kr. 4.119.000.

Rekstrarniðurstaða A- hluta er neikvæð um kr. 81.206.000.

Gjaldfærð lífeyrisskuldbinding var kr. 62.246.000 en gert var ráð fyrir kr. 24.862.000.

Launakostnaður alls án lífeyrisskuldbindinga var kr. 23.363.000 umfram áætlanir.

Handbært fé frá rekstri A- og B- hluta samstæða kr. 199.341.000.

Fjárfestingarhreyfingar A- og B- hluta samstæða kr. 90.488.000, nettó.

Lántaka A- og B- hluta samstæða kr. 0.

Afborganir langtímalána A- og B- hluta samstæða kr. 149.286.000.

Skuldaviðmið er 69,2% fyrir A- og B- hluta.

Langtímaskuldir A- og B- hluta alls kr. 630.288.000, þar af kr. 248.444.909 vegna félagslegra íbúða eða 39,42%.Fleiri tóku ekki til máls.Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar 2015 til síðari umræðu í sveitarstjórn.2.Umhverfisráð - 276, frá 29.04.2016.

Málsnúmer 1604013Vakta málsnúmer

 • Lögð fram drög að breytingum á aðalskipulagi hafnarsvæðis á Dalvík ásamt umhverfisskýrslu.
  Á breytingarblaðinu er einnig gert ráð fyrir vegtengingu á milli Böggvisbrautar og Upsa yfir Brimnesá.
  Umhverfisráð - 276 Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að kynna íbúum sveitarfélagsins, hagsmunaaðilum og aðliggjandi sveitarfélögum drögin skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Ráðið bendir á að í umhverfisskýrslu bls. 3 þarf að lagfæra í kaflanum menningarminjar að setninginn um flutning á verbúð verði felld út. Einnig óskar ráðið eftir því að opið svæði milli Hafnarbrautar 21 og 25 verði einnig inni á Aðalskipulagsuppdrætti.
  Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.
 • Lögð fram drög að deiliskipulagi Dalvíkurhafnar og aðliggjandi svæða ásamt umhverfisskýrslu. Umhverfisráð - 276 Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að kynna íbúum sveitarfélagsins og hagsmunaaðilum drögin skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Ráðið óskar eftir að á bls. 9 kafla 3.6.2 skipulagslýsing verði felld út heimild til að flytja verbúð.
  Samþykkt með 4 atkvæðum, Helga Íris Ingólfsdóttir situr hjá.

  Helga Íris óskar eftir að eftirfarandi verði bókað:

  1. Skipulagsuppdráttur er í mkv. 1:10.000. Æskilegt væri að helstu framkvæmdarsvæði væru sýnd á nákvæmari uppdráttum svo allir skilmálar skili sér með skýrum hætti.

  2. Mörkun skipulagssvæðisins tel ég að nái of langt til suðurs. Skipuleggja ætti byggð við Sandskeið með þeirri byggð sem þar er.

  3. Ekki eru færð nægilega sterk rök fyrir landfyllingu norðan við ferjubryggju ( 1.3). Æskilegt væri að strandlínan fengi að halda sér, en að gert yrði ráð fyrir aðgengi almennings.

  4. Gaman hefði verið að sjá hverfisvernd setta á verbúðirnar tvær sem eru eitt af helstu kennileitum Dalvíkur, bæði frá sjó og landi.
 • Til kynnningar umsögn byggingarfulltrúa vegna breytinga á rekstarleyfi að Hafnarbrautar 5, Dalvík. Umhverfisráð - 276 Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.
 • Til kynningar umsögn byggingarfulltrúa vegna nýs rekstraleyfis að Bakka, Svarfaðardal. Umhverfisráð - 276 Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum. Helga Íris Ingólfsdóttir vék af fundi vegna vanhæfis undir þessum lið kl. 09:04 og kom aftur inn á fundinn 09:06.
 • Með innsendu erindi dags. 15. mars 2016 vill Ole Lindquist koma tillögum að staðsetningu útskota fyrir strætóbiðstöðvar með pláss fyrir biðskýli miðsvæðis á Dalvík. Umhverfisráð - 276 Umhverfisráð þakkar Ole innsent erindi og vísar því til skoðunar nefndar um umferðaröryggisáætlun og óskar eftir að nefndinn finni viðunandi staðsetningu fyrir stoppistöð.
 • Með rafpósti dags. 22. apríl 2016 óskar Dóra Rögnvaldsdóttir eftir því hvort mögulegt sé að fá leyfi til viðbyggingar að Grundargötu 7, Dalvík samkvæmt meðfylgjandi drögum. Umhverfisráð - 276 Umhverfisráði líst vel á framlögð drög og felur sviðsstjóra að upplýsa bréfritara um næstu skref málsins.
  Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.
 • Til umræðu framtíðarnot á opnu svæði milli Svarfaðarbrautar og Goðabrautar á Dalvík. Umhverfisráð - 276 Umhverfiráð felur sviðsstjóra að auglýsa eftir tillögum að framtíðarnýtingu svæðisins sem fyrst.
  Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.
 • Eftirfarandi kom fram hjá í rafpósti frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs "Ég stofnaði eitt mál í One fyrir okkur öll til að nota vegna yfirferðar á stöðuskýrslum í byggðaráði og fagráðum, á hverjum fundi, sbr. það sem ég tók upp í framkvæmdastjórn á mánudaginn.

  Ef þið viljið fá mig inn á fundina hjá fagráðum til að fara yfir bókfærða stöðu í samanburði við áætlun þá er ég tilbúin til þess."
  Umhverfisráð - 276 Lagt fram til kynningar.
 • Stöðumat sviðsstjóra fyrir jan-mars lagt fram til kynningar á fundinum. Umhverfisráð - 276 Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu.

3.Frá 276. fundi umhverfisráðs; Breytingar á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 - Hafnarsvæði Dalvík.

Málsnúmer 201602026Vakta málsnúmer

Á 276. fundi umhverfisráðs þann 29. apríl 2016 var eftirfarandi bókað:

"Lögð fram drög að breytingum á aðalskipulagi hafnarsvæðis á Dalvík ásamt umhverfisskýrslu. Á breytingarblaðinu er einnig gert ráð fyrir vegtengingu á milli Böggvisbrautar og Upsa yfir Brimnesá.

Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að kynna íbúum sveitarfélagsins, hagsmunaaðilum og aðliggjandi sveitarfélögum drögin skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ráðið bendir á að í umhverfisskýrslu bls. 3 þarf að lagfæra í kaflanum menningarminjar að setninginn um flutning á verbúð verði felld út. Einnig óskar ráðið eftir því að opið svæði milli Hafnarbrautar 21 og 25 verði einnig inni á Aðalskipulagsuppdrætti. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum. "Enginn tók til máls.Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum eftirfarandi afgreiðslu umhverfisráðs: "Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að kynna íbúum sveitarfélagsins, hagsmunaaðilum og aðliggjandi sveitarfélögum drögin skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."

4.Frá 276. fundi umhverfisráðs; Deiliskipulag Dalvíkurhafnar og aðliggjandi svæða

Málsnúmer 201401168Vakta málsnúmer

Á 276. fundi umhverfisráðs þann 29. apríl 2016 var eftirfarandi bókað:

"Lögð fram drög að deiliskipulagi Dalvíkurhafnar og aðliggjandi svæða ásamt umhverfisskýrslu.

Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að kynna íbúum sveitarfélagsins og hagsmunaaðilum drögin skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ráðið óskar eftir að á bls. 9 kafla 3.6.2 skipulagslýsing verði felld út heimild til að flytja verbúð. Samþykkt með 4 atkvæðum, Helga Íris Ingólfsdóttir situr hjá. Helga Íris óskar eftir að eftirfarandi verði bókað: 1. Skipulagsuppdráttur er í mkv. 1:10.000. Æskilegt væri að helstu framkvæmdarsvæði væru sýnd á nákvæmari uppdráttum svo allir skilmálar skili sér með skýrum hætti. 2. Mörkun skipulagssvæðisins tel ég að nái of langt til suðurs. Skipuleggja ætti byggð við Sandskeið með þeirri byggð sem þar er. 3. Ekki eru færð nægilega sterk rök fyrir landfyllingu norðan við ferjubryggju ( 1.3). Æskilegt væri að strandlínan fengi að halda sér, en að gert yrði ráð fyrir aðgengi almennings. 4. Gaman hefði verið að sjá hverfisvernd setta á verbúðirnar tvær sem eru eitt af helstu kennileitum Dalvíkur, bæði frá sjó og landi."Enginn tók til máls.Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum eftirfarandi tillögu umhverfisráðs: Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að kynna íbúum sveitarfélagsins og hagsmunaaðilum drögin skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.5.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 47, frá 27.04.2016.

Málsnúmer 1604011Vakta málsnúmer

 • Nú um tíma hefur verið unnið að gerð deiliskipulags fyrir innri starfssemi Dalvíkurhafnar. Unnið hefur verið með ýmsar tillögur og er verkinu að ljúka með þessari tillögu sem tekur til flestra þeirra þátta sem veitu- og hafnaráð hefur unnið að. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 47 Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða tillögu fyrir sitt leyti og vill þakka umhverfisráði samstarfið við gerð þess.
 • 5.2 201604099 Ársreikningur 2015
  Fyrir fundinum lá ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2015. Samkvæmt 5. mgr. 5. gr. laga Hafnasambands Íslands skal stjórn samþykkja ársreikninga eftir að þeir hafa verið kynntir aðildarhöfnunum.

  Athugasemdir, ef einhverjar eru, sendist vinsamlega til undirritaðs fyrir fimmtudaginn 12. maí nk.

  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 47 Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við framlagðan ársreikning.
 • Sviðsstjóri er búinn að taka saman stöðumat veitu- og hafnasviðs fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 47 Lagt fram til kynningar.
 • Eftirfarandi kom fram hjá í rafpósti frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs "Ég stofnaði eitt mál í One fyrir okkur öll til að nota vegna yfirferðar á stöðuskýrslum í byggðaráði og fagráðum, á hverjum fundi, sbr. það sem ég tók upp í framkvæmdastjórn á mánudaginn.

  Ef þið viljið fá mig inn á fundina hjá fagráðum til að fara yfir bókfærða stöðu í samanburði við áætlun þá er ég tilbúin til þess."

  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 47 Lagt fram til kynningar.
 • Á síðasta fundi ráðsins var eftirfarandi fært til bókar. "Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að senda endurskoðuð drög til lögfræðings Dalvíkurbyggðar til yfirferðar."
  Nú hefur Ásgeir Örn Blandon Jóhannsson, lögfræðingur Dalvíkurbyggðar, yfirfarið drög að Samþykktum um fráveitu og rotþrær í Dalvíkurbyggð. Athugasemdir hans snéru einungis að minniháttar orðalagsbreytingum.
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 47 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða að senda Samþykkt um fráveitu og rotþrær í Dalvíkurbyggð til sveitarstjórnar til endanlegrar samþykktar. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu.

6.Frá 47. fundi veitu- og hafnaráðs; Reglugerð um Fráveitu Dalvíkurbyggðar, endurskoðun 2014. Fyrri umræða.

Málsnúmer 201410237Vakta málsnúmer

Á 47. fundi veitu- og hafnaráðs þann 27. apríl 2016 var eftirfarandi bókað:

"Á síðasta fundi ráðsins var eftirfarandi fært til bókar. "Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að senda endurskoðuð drög til lögfræðings Dalvíkurbyggðar til yfirferðar." Nú hefur Ásgeir Örn Blandon Jóhannsson, lögfræðingur Dalvíkurbyggðar, yfirfarið drög að Samþykktum um fráveitu og rotþrær í Dalvíkurbyggð. Athugasemdir hans snéru einungis að minniháttar orðalagsbreytingum.

Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða að senda Samþykkt um fráveitu og rotþrær í Dalvíkurbyggð til sveitarstjórnar til endanlegrar samþykktar. "Enginn tók til máls.Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa tillögu að Samþykktum um fráveitu og rotþrær í Dalvíkurbyggð til síðari umræðu í sveitarstjórn.7.Fræðsluráð - 204, frá 26.04.2016.

Málsnúmer 1604010Vakta málsnúmer

 • Skýrsla starfshóps um eflingu og framtíð Árskógarskóla og starfsemi í Árskógi lögð fram til kynningar af fulltrúum í starfshópnum. Skýrslan fylgdi fundarboði. Fræðsluráð - 204 Skýrsla og kynning vinnuhópsins rædd og aðilar sammála um að halda áfram leik- og grunnskólastarfi við Árskógarskóla samkvæmt núverandi skipulagi enda sé það forsenda þess að efla og styrkja búsetu á Árskógsströnd. Fræðsluráð tekur undir tillögu vinnuhópsins um að við innritun barna í leik- og grunnskóla verði foreldrum kynntir allir þeir valkostir sem í boði eru í sveitarfélaginu. Það kallar á einfaldari og aðgengilegri framsetningu á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.

  Fræðsluráð leggur til að ákvörðum um fyrirkomulag á rekstri félagsheimilisins Árskógar verði vísað til íþrótta-og æskulýðsráðs sem skoði málið samhliða vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun á komandi hausti.

  Fræðsluráð þakkar vinnuhópnum fyrir vel unnnin störf.


  Bókun fundar Til máls tóku:
  Guðmundur St. Jónsson.
  Valdís Guðbrandsdóttir.
  Bjarni Th. Bjarnason.
  Heiða Hilmarsdóttir, sem leggur til að þessum lið verði vísað aftur til fræðsluráðs til endurskoðunar.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar að vísa þessum lið aftur til fræðsluráðs til endurskoðunar.

  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu.

8.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 774, frá 28.04.2016.

Málsnúmer 1604012Vakta málsnúmer

 • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálsviðs, kl. 13:00.

  Á 198. fundi félagsmálaráðs þann 12. apríl 2016 var eftirfarandi bókað:
  "Umfjöllun um öldungaráð var lögð fyrir á 190 fundi félagsmálaráðs þann 10. september 2015 þar sem bókað var: "Félagsmálaráð vill standa vel að undirbúningi þessa ráðs og felur starfsmönnum félagsmálasviðs að afla frekari upplýsinga og móta tillögur samkvæmt umræðum á fundi." Starfsmenn leggja til að skipaðir verði 2 sveitarstjórnarmenn í ráðið og 3 fulltrúar frá félagi eldri borgara. Starfsmenn leggja einnig til að kynning á ráðinu verði lögð fyrir byggðarráð þar sem taka þarf ákvarðanir um stjórnskipun ráðsins.
  Félagsmálaráð vísar málinu til byggðarráðs og óskar eftir því að félagsmálastjóri fylgi málinu eftir. "

  Til umræðu ofangreint.

  Eyrún vék af fundi kl. 13:26.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 774 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fá fulltrúa úr hópi eldri borgara í sveitarfélaginu til að koma á fund byggðaráðs og ræða með hvaða hætti samráði við eldri borgara er best fyrir komið í stjórnsýslu sveitarfélagsins.
 • 8.2 201604128 Trúnaðarmál
  Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:31.

  Bókað í trúnaðarmálabók.

  Hlynur vék af fundi kl. 13:59.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 774
 • Á 275. fundi umhverfisráðs þann 15. apríl 2016 var eftirfarandi bókað:

  "Með bréfi dags. 9. mars 2016 óskar Marsibil Sigurðardóttir, fyrir hönd golfklúbbsins Hamars, eftir því að gert verði ráð fyrir 9 holu golfvelli í deiliskipulagi svæðisins. Ásamt því að þar verði skipulagt heildstætt útivistarsvæði sem muni þjóna öllum íbúum Dalvíkurbyggðar.
  Þar sem forsendur fjármögnunar á gerð deiliskipulags Fólkvangsins í Böggvisstasðarfjalli eru brostnar 2016 getur ráðið ekki orðið við umbeðinni ósk að sinni. Ráðið leggur til við byggðarráð að hugur íbúa til þessa verkefnis verði kannaður frekar áður en lagt er í dýra skipulagsvinnu."

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 774 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að íbúafundur verði haldinn við fyrsta tækifæri í samstarfi við Golfklúbbinn Hamar og í haust verði hugur íbúa kannaður. Bókun fundar Til máls tók:
  Guðmundur St. Jónsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 10:38.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá KPMG, dagsettur þann 14. apríl 2016, þar sem fram kemur að undanfarið hefur verið mikil umræða um skráningu og birtingu upplýsinga kjörinna fulltrúa um fjárhagslega hagsmuni og önnur trúnaðarstörf.


  KPMG vill af þessu tilefni bjóða þínu sveitarfélagi að taka þátt í samstarfsverkefni þar sem KPMG mun útbúa grunn að reglum um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum og skjal til að halda utan um slíkar upplýsingar. Eins getum við aðstoðað við innleiðingu slíkra reglna og veitt óháða staðfestingu á því að skráning sé í samræmi við skattframtal viðkomandi einstaklings.

  Nánari upplýsingar um skráningu fjárhagslegra hagsmuna eru í meðfylgjandi skjali, sem og upplýsingar um aðra tengda þjónustu.

  Áætlaður kostnaður er kr. 80.000 án vsk.

  Til umræðu ofangreint.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 774 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum þátttöku í ofangreindu verkefni,kostnaði kr. 80.000 vísað á lið 21400-4333. Bókun fundar Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 10:40.
 • 8.5 201507012 Trúnaðarmál
  Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 774
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 19. apríl 2016, þar sem fram kemur að í gær, mánudaginn 18. apríl, var undirrituð viljayfirlýsing um utankjörfundaratkvæðagreiðslu milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Sýslumannafélags Íslands vegna forsetakosninga 2016.

  Fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga og fulltrúar sýslumanna á Íslandi hafa á undanförnum vikum rætt um hvernig auka megi aðgengi að utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Hafa aðilar orðið ásáttir um að gera tilraun með aukið aðgengi að utankjörfundaratkvæðagreiðslu við forsetakosningar 2016 með vísan til ákvæða í 58. gr. laga um kosningar til Alþingis, þar sem segir m.a. í a-lið greinarinnar, að sýslumenn geti ráðið sérstaka trúnaðarmenn til þess að annast störf kjörstjóra við utankjörfundaratkvæðagreiðslu.

  Tilraunin byggir á því að þau sveitarfélög, sem áhuga hafa á að taka þátt í tilrauninni og vilja auka þjónustu við íbúa, geti óskað eftir því að sýslumaður í viðkomandi umdæmi skipi ákveðinn starfsmann eða starfsmenn viðkomandi sveitarfélags sem kjörstjóra. Annaðhvort getur verið um að ræða núverandi starfsmann sveitarfélags, sem sinnir þessu verkefni með öðrum verkefnum eða er tímabundið færður til í starfi, eða einstakling sem er sérstaklega ráðinn til starfans. Jafnframt leggur sveitarfélag til viðunandi húsnæði þar sem utankjörfundaratkvæðagreiðsla fari fram í sveitarfélaginu. Sveitarfélögin beri sjálf kostnað af starfsmanni og húsnæði, en sýslumenn sjá um kostnað við aðra þætti sem snúa að framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar og útvega kjörgögn.


  Sveitarstjórnir eru hvattar til þess að taka málið til umfjöllunar og ákvörðunar sem allra fyrst. Með þátttöku í tilraunaverkefninu að þessu sinni er ekki verið að viðurkenna að sveitarfélögin eigi að bera kostnað af utankjörfundaratkvæðagreiðslunni til framtíðar.

  Þeim sveitarfélögum sem hafa áhuga að taka þátt í tilraunverkefninu er bent á, að hafa samband við sýslumann í viðkomandi umdæmi.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 774 Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá Þjóðskrá Íslands, dagsettur þann 19. apríl 2014, og varðar kjördeildarkerfi Þjóðskrár Íslands og aðgang að því. Virkni kerfisins felst í því að sveitarfélag tilgreinir kjörstaði sveitarfélagsins og raðar svo heimilisföngum/kjósendum í kjördeildir og kjörstaði. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 774 Lagt fram til kynningar.
 • 8.8 201403115 Trúnaðarmál
  Frestað. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 774
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 19. apríl 2016, þar sem kynnt er samkomulag um fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga.

  Samkomulagið er hið fyrsta sem gert er á grundvelli nýju laganna og gildir til eins árs. Ríki og sveitarfélög eru sammála um eftirfarandi afkomumarkmið sem byggja á grunngildum um sjálfbærni, varfærni, stöðugleika, festu og gagnsæi:
  1. Heildarafkoma hins opinbera (A-hluta) verði jákvæð árin 2017-2021.
  2. Heildarafkoma A-hluta sveitarfélaga verði í jafnvægi og stuðli þannig að efnahagslegum stöðugleika. Heildarafkoma B-hluta sveitarfélaga verði jákvæð, sbr. fyrirliggjandi markmið.
  3. Rekstur sveitarfélaga verði sjálfbær í þeim skilningi að skuldir þeirra sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hækki ekki og stefnt verði að því að þær fari heldur lækkandi.
  4. Rekstri sveitarfélaga verði haldið innan varúðarmarka í þeim skilningi að tekjuáætlun sé varfærin, útgjaldaáætlun sé raunsæ og að sveitarfélög gangist ekki undir skuldbindingar sem raski forsendum í rekstri og afkomu til lengri tíma.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 774 Lagt fram til kynningar.
 • Sviðsstjóri kynnti stöðuskýrslur málaflokka, A- og B- hluta, fyrir janúar, febrúar og mars 2016. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 774 Lagt fram til kynningar.
 • Frestað. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 774
 • Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, frá 30. mars 2016, þar sem fram kemur að ekki er gert ráð fyrir framlagi til Eyþings árið 2016 vegna sóknaráætlunar að upphæð kr. 664.872 þar sem þessar upplýsingar um aukin framlög og kostnaðarþátttöku lágu ekki fyrir við gerð fjárhagsáætlunar 2016-2019. Einnig kemur fram að ársgjaldið hefur einnig hækkað frá árinu 2015. Samtals eru því kr. 745.472 sem vantar í fjárhagsáætlun á deild 21800. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 774 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2016 að upphæð kr. 745.000 vegna Eyþings, vísað á deild 21800. Hækkuninni verði mætt með lækkun á handbæru fé.
 • Tekið fyrir bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, dagsett þann 14. apríl 2016, þar fram kemur að á aðalfundi þann 8. apríl 2016 var samþykkt að greiða út arð til hluthafa. Hlutur Dalvíkurbyggðar er 1,347% og arðgreiðslan nemur því kr. 7.044.810. Að frádregnum fjármagnskostnaði er greiðslan kr. 5.635.848. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 774 Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir bréf frá Landskerfi bókasafna, dagsett þann 14. apríl 2016, þar sem boðað er til aðalfundar Landskerfis bókasafna hf. þriðjudaginn 10. maí 2016 kl. 15:00 í Reykjavík. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 774 Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir bréf frá Símey, dagsett þann 12. apríl 2016, þar sem boðað er til aðalfundar Símenntunarstöðvar Eyjafjarðar fimmtudaginn 28. apríl 2016 kl. 14:00 á Akureyri. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 774 Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá Veiðifélagi Svarfaðardalsár, dagsettur þann 20. apríl 2016, þar sem boðað er til aðalfundar félagsins mánudaginn 2. maí 2016 kl. 20:30 að Rimum. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 774 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að mæta á fundinn, ef hann hefur tök á.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá Greiðri leið ehf., dagsettur þann 26. apríl 2016, þar sem boðað er til aðalfundar þann 10. maí 2016 kl. 11:00 á Akureyri. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 774 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að sækja fundinn, ef hún hefur tök á. Bókun fundar Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu.

9.Íþrótta- og æskulýðsráð - 77, frá 20.04.2016.

Málsnúmer 1604009Vakta málsnúmer

 • Íþrótta- og æskulýðsráð - 77 Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti drög að nýju umsóknareyðublaði vegna umsóknar í afreks- og styrktarsjóð íþrótta- og æskulýðsráðs. Íþrótta- og æskulýðsráð taldi mikilvægt að skýra betur út á umsóknareyðublaði hvaða upplýsingum væri verið að leita eftir.

  Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir drögin með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og samþykkir að það verði notað næst þegar auglýst verður eftir umsóknum í sjóðinn.
 • Íþrótta- og æskulýðsráð - 77 Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir stöðu vinnuskóla fyrir sumarið.
  Forstöðumaður verður María Bjarnadóttir og vinnutími hennar er frá 1. maí til 31. ágúst.
  Flokksstjórar verða:
  Bertha Þ Steingrímsdóttir
  Dominik Kluca
  Karen Ósk Svansdóttir
  Martin Kukucka
  Signý Jónasdóttir
  Sólrún Anna Óskarsdóttir
  Stefán Hrafn Stefánsson

  Flokksstjórar hefja störf 30. maí.
  Gert er ráð fyrir samstarfi við Símey um námskeið flokksstjóra eins og undanfarin ár.
  Skráning nemenda stendur yfir til 1. maí.
 • Íþrótta- og æskulýðsráð - 77 Vorfundur íþrótta- og æskulýðsráðs verður haldinn þriðjudaginn 3. maí í Árskógi. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að boða einn fulltrúa frá hverju íþróttafélagi eða deild.
  Engar tillögur hafa borist frá íþróttafélögum um umræðuefni á fundinum en íþrótta- og æskulýðsfulltrúi leggur til að rætt verði um eineltisáætlanir innan íþróttafélaga.
  Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að óska aftur eftir tillögum um umræðuefni.
 • 9.4 201604059 Uppsögn á starfi
  Íþrótta- og æskulýðsráð - 77 Hallgrímur Ingi Vignisson hefur sagt upp störfum hjá íþróttamiðstöðinni. Búið er að auglýsa stöðuna lausa til umsóknar og er umsóknarfrestur til og með 26. apríl 2016.
  Lagt fram til kynningar.
 • Íþrótta- og æskulýðsráð - 77 Viktor Már Jónasson hefur sagt upp störfum sem forstöðumaður Víkurrastar. Hann mun hætta störfum 1. október 2016.
  Lagt fram til kynningar.
 • Íþrótta- og æskulýðsráð - 77 Lögð fram til kynningar ályktun frá Ungmennaráðstefnu UMFÍ, Ungt fólk og lýðræði, sem haldin var á Selfossi dagana 16. - 18. mars 2016.

  Þar kemur m.a. fram að ráðstefnan skorar á stjórnvöld, jafnt ríki sem sveitarfélög, að leita meira til ungmenna og taka tillit til þeirra skoðana á málefnum samfélagsins, einkum, en ekki eingöngu, þeim er varða ungmennin sjálf. Yfirheiti ráðstefnunnar var Niður með grímuna, geðheilbrigði ungmenna og fjallaði hún um stöðu geðheilbrigðismála barna og ungmenna á Íslandi í dag.
  Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu.

10.Frá stjórn Dalbæjar; fundargerð frá 23. mars 2016.

Málsnúmer 201602099Vakta málsnúmer

Til máls tók:

Guðmundur St. Jónsson, sem tók til máls um 5. lið í fundargerðinni og leggur fram eftirfarandi bókun:"Fulltrúar J listans lýsa furðu sinni á því að í fundargerð stjórnar Dalbæjar frá 21.03.2016, kemur fram að fjármunir sem sveitarfélagið hafði lagt til viðhalds á húsnæðinu hafi verið notaðir í rekstur Dalbæjar.Rekstur Dalbæjar er samkvæmt lögum verkefni ríkisins en ekki sveitarfélagsins. Fulltrúar J listans vara við því að stjórnendur Dalbæjar seilist án heimilda í það fé sem sveitarfélagið hefur ætlað til viðhalds á húsnæði Dalbæjar. Hallarekstur Dalbæjar er á ábyrgð stjórnenda og honum verður ekki varpað á sveitarfélagið.Fulltrúar J listans kalla eftir því að það komi ótvírætt fram að sveitarfélagið sé ekki að taka að sér skyldur ríkisins og að þeir fjármunir sem ætlaðir voru til viðhalds á húsnæðinu verði nýttir til þess.Einnig er kallað eftir upplýsingum um það hvort stjórn Dalbæjar hafi verið upplýst um þessa ráðstöfun fjármuna."Einnig tóku til máls:

Bjarni Th. Bjarnason

Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu.

11.Sveitarstjórn - 279

Málsnúmer 1604008Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:03.

Nefndarmenn
 • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
 • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
 • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
 • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
 • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
 • Lilja Björk Ólafsdóttir Varamaður
 • Haukur Gunnarsson Varamaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs