Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 47, frá 27.04.2016.

Málsnúmer 1604011

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 280. fundur - 04.05.2016

  • Nú um tíma hefur verið unnið að gerð deiliskipulags fyrir innri starfssemi Dalvíkurhafnar. Unnið hefur verið með ýmsar tillögur og er verkinu að ljúka með þessari tillögu sem tekur til flestra þeirra þátta sem veitu- og hafnaráð hefur unnið að. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 47 Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða tillögu fyrir sitt leyti og vill þakka umhverfisráði samstarfið við gerð þess.
  • .2 201604099 Ársreikningur 2015
    Fyrir fundinum lá ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2015. Samkvæmt 5. mgr. 5. gr. laga Hafnasambands Íslands skal stjórn samþykkja ársreikninga eftir að þeir hafa verið kynntir aðildarhöfnunum.

    Athugasemdir, ef einhverjar eru, sendist vinsamlega til undirritaðs fyrir fimmtudaginn 12. maí nk.

    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 47 Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við framlagðan ársreikning.
  • Sviðsstjóri er búinn að taka saman stöðumat veitu- og hafnasviðs fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 47 Lagt fram til kynningar.
  • Eftirfarandi kom fram hjá í rafpósti frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs "Ég stofnaði eitt mál í One fyrir okkur öll til að nota vegna yfirferðar á stöðuskýrslum í byggðaráði og fagráðum, á hverjum fundi, sbr. það sem ég tók upp í framkvæmdastjórn á mánudaginn.

    Ef þið viljið fá mig inn á fundina hjá fagráðum til að fara yfir bókfærða stöðu í samanburði við áætlun þá er ég tilbúin til þess."

    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 47 Lagt fram til kynningar.
  • Á síðasta fundi ráðsins var eftirfarandi fært til bókar. "Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að senda endurskoðuð drög til lögfræðings Dalvíkurbyggðar til yfirferðar."
    Nú hefur Ásgeir Örn Blandon Jóhannsson, lögfræðingur Dalvíkurbyggðar, yfirfarið drög að Samþykktum um fráveitu og rotþrær í Dalvíkurbyggð. Athugasemdir hans snéru einungis að minniháttar orðalagsbreytingum.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 47 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða að senda Samþykkt um fráveitu og rotþrær í Dalvíkurbyggð til sveitarstjórnar til endanlegrar samþykktar. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu.