Íþrótta- og æskulýðsráð - 77, frá 20.04.2016.

Málsnúmer 1604009

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 280. fundur - 04.05.2016

  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 77 Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti drög að nýju umsóknareyðublaði vegna umsóknar í afreks- og styrktarsjóð íþrótta- og æskulýðsráðs. Íþrótta- og æskulýðsráð taldi mikilvægt að skýra betur út á umsóknareyðublaði hvaða upplýsingum væri verið að leita eftir.

    Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir drögin með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og samþykkir að það verði notað næst þegar auglýst verður eftir umsóknum í sjóðinn.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 77 Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir stöðu vinnuskóla fyrir sumarið.
    Forstöðumaður verður María Bjarnadóttir og vinnutími hennar er frá 1. maí til 31. ágúst.
    Flokksstjórar verða:
    Bertha Þ Steingrímsdóttir
    Dominik Kluca
    Karen Ósk Svansdóttir
    Martin Kukucka
    Signý Jónasdóttir
    Sólrún Anna Óskarsdóttir
    Stefán Hrafn Stefánsson

    Flokksstjórar hefja störf 30. maí.
    Gert er ráð fyrir samstarfi við Símey um námskeið flokksstjóra eins og undanfarin ár.
    Skráning nemenda stendur yfir til 1. maí.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 77 Vorfundur íþrótta- og æskulýðsráðs verður haldinn þriðjudaginn 3. maí í Árskógi. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að boða einn fulltrúa frá hverju íþróttafélagi eða deild.
    Engar tillögur hafa borist frá íþróttafélögum um umræðuefni á fundinum en íþrótta- og æskulýðsfulltrúi leggur til að rætt verði um eineltisáætlanir innan íþróttafélaga.
    Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að óska aftur eftir tillögum um umræðuefni.
  • .4 201604059 Uppsögn á starfi
    Íþrótta- og æskulýðsráð - 77 Hallgrímur Ingi Vignisson hefur sagt upp störfum hjá íþróttamiðstöðinni. Búið er að auglýsa stöðuna lausa til umsóknar og er umsóknarfrestur til og með 26. apríl 2016.
    Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 77 Viktor Már Jónasson hefur sagt upp störfum sem forstöðumaður Víkurrastar. Hann mun hætta störfum 1. október 2016.
    Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 77 Lögð fram til kynningar ályktun frá Ungmennaráðstefnu UMFÍ, Ungt fólk og lýðræði, sem haldin var á Selfossi dagana 16. - 18. mars 2016.

    Þar kemur m.a. fram að ráðstefnan skorar á stjórnvöld, jafnt ríki sem sveitarfélög, að leita meira til ungmenna og taka tillit til þeirra skoðana á málefnum samfélagsins, einkum, en ekki eingöngu, þeim er varða ungmennin sjálf. Yfirheiti ráðstefnunnar var Niður með grímuna, geðheilbrigði ungmenna og fjallaði hún um stöðu geðheilbrigðismála barna og ungmenna á Íslandi í dag.
    Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu.