Sveitarstjórn

312. fundur 02. apríl 2019 kl. 16:15 - 17:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson forseti
 • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
 • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
 • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
 • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
 • Katrín Sif Ingvarsdóttir varamaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar innti forseti sveitarstjórnar eftir athugasemdum við fundarboðun þessa aukafundar. Engar athugasemdir voru gerðar.

Guðmundur St. Jónsson boðaði forföll og varamaður hans, Katrín Sif Ingvarsdóttir, mætti á fundinn í hans stað.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 901, frá 21.03.2019

Málsnúmer 1903013FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
2. liður; sér liður á dagskrá.
3. liður.
14. liður.
 • Á 900. fundi byggðaráðs þann 14. mars 2019 var samþykkt að óska eftir við starfsmenn Eignasjóðs að koma með tillögu að auglýsingu um útleigu á Böggvisstaðaskála.

  Með fundarboði fylgdi tillaga að auglýsingu.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 901 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að auglýsingu með nokkrum breytingum sem gerðar voru á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 15. mars 2019, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 1.756.080 vegna hlutdeildar Dalvíkurbyggðar í hönnun á göngustíg frá Olís að Árgerði. Þar sem óskað hefur verið eftir þessu framlagi Vegagerðarinnar til fjölda ára og nú loks komið fjármagn í verkefnið er afar mikilvægt að veita fjármagn í það.

  Á 316. fundi umhverfisráðs þann 15. mars 2019 var sviðsstjóra falið að óska eftir ofangreindum viðauka.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 901 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 1.756.080, viðauki nr. 7 við fjárhagsáætlun 2019, málaflokkur og deild 32200 og lykill 11900. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá Lánasjóði sveitarfélaga, dagsettur þann 11. mars 2019, þar sem boðað er til aðalfundar sjóðsins föstudaginn 29. mars n.k. í Reykavík. Vakin er athygli á því að allir sveitarstjórnarmenn eiga rétt á að sækja aðalfundinn og sveitarstjóri fer með atkvæðisrétt á fundinum eða sá sem hann hefur veitt skriflegt umboð

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 901 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita sveitarstjóra umboð til að sækja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og fara með atkvæðisrétt fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
  Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 18. mars 2019, þar sem kynnt er bókun stjórnar Sambandsins og erindi til fjármálaráðherra vegna fyrirhugaðrar skerðingar á framlögum til Jöfnunarsjóðs um 3,3 m.kr. á næstu tveimur árum.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 901 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að rýna í ofangreindar upplýsingar og áhrif á fjárhag Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi til sveitarstjóra frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dagsett þann 18. mars 2019, er varðar almennt eftirlit með því að fjármál og fjármálastjórn sveitarfélaga sé í samræmi við lög og reglur. Fram kemur að nefndin hefur ákveðið að taka til umfjöllunar með hvaða hætti sveitarfélög standa að eftirliti og framkvæmd fjárfestinga á árinu 2019.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 901 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi einnig til umfjöllunar veitu- og hafnaráðs og umhverfisráðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 1.6 201901070 Trúnaðarmál
  Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 901
 • Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir fundum ráðningarnefndar á tímabilinu frá 19. febrúar og til og með 18. mars 2019.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 901 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 900. fundi byggðaráðs þann 14. mars 2019 var eftirfarandi bókað:
  "Á 899. fundi byggðaráðs þann 7. mars 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum tillögum til fagráðanna eftir því sem við á til umfjöllunar, sem trúnaðarmál á vinnslustigi. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir þeim umfjöllunum sem hafa farið fram um ofangreint í fræðsluráði, ungmennaráði og félagsmálaráði. Lagt fram til kynningar."

  Áframhaldandi umræða og yfirferð á tillögum vinnuhópanna.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 901 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðu bókhalds janúar - febrúar 2019 í samanburði við fjárhagsáætlun 2019.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 901 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 15:49 vegna vanhæfis.


  Á 21. fundi Ungmennaráðs Dalvíkurbyggðar þann 12. mars 2019 var eftirfarandi bókað:
  "Tekið fyrir bréf frá Jukka-pekka Ujula, borgarstjóra í Borgå í Finnlandi. Boðið er til vinabæjarmóts í Borgå dagana 26.-28.06.2019. Reiknað er með 2-6 þátttakendum og 2-6 ungmennum frá hverjum vinabæ. Skila skal þátttökutilkynningu fyrir 14.apríl 2019. Byggðaráð samþykkti á fundi sínum að vísa ofangreindu máli til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og ungmennaráðs til umsagnar. Einnig var íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að kanna fyrir umfjöllun Ungmennaráðs hvort og hvaða styrkir eru í boði ef lagt er til að ungmenni frá Dalvíkurbyggð sæki vinabæjamótið.
  Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir þeim styrkjum sem mögulegt er að sækja um ef ungmennaráð myndi sækja vinabæjarmótið. Besti möguleiki á að fá styrk er í gegnum Nordplus, en umsóknarfrestur rann út í febrúar og því ekki hægt að sækja um þar fyrir komandi vinabæjarmót. Fræðilega er möguleiki á að setja vinabæjarmótið upp sem ungmennaskipti, en þá þurfa öll löndin í vinabæjarsamstarfinu að koma að verkefninu og heppilegast er að slík umsókn færi fram hjá gestgjafa. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi þekkir ekki fleiri staði sem hægt væri að sækja um styrki. Ungmennaráð tekur mjög jákvætt í erindið og telur þetta góðan vettvang til að ræða jafn mikilvægt málefni og umhverfismál. Allir aðalmenn ráðsins eru tilbúnir að gefa kost á sér að fara til Finnlands í sumar ef eftir því verður leitað. Ef aðilar ungmennaráðs fara út á slíkt vinabæjarmót telur ráðið mikilvægt að þeir sem fara, muni miðla af reynslunni til annarra ungmenna. "

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 901 Byggðaráð frestar erindinu og vísar því til íþrótta-og æskulýðsfulltrúa að kanna frekar möguleikann um ofangreinda hugmynd um sameiginlega styrkumsókn með hinum vinarbæjum vegna ungmennaskipta. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Guðmundur St.Jónsson kom aftur inn á fundinn kl. 15:55.

  Tekið fyrir erindi frá Útlendingastofnun, dagsett þann 13. mars 2019, er varðar forathugun á vilja byggðaráðs / sveitarstjórnar til að gera þjónustusamningi við Útlendingastofnun vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd. Þjónustan snýr m.a. að því að veita umsækjendum um alþjóðlega vernd húsaskjól, fæði og félagslegan stuðning.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 901 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur, dagsettur þann 13. mars 2019, þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 639. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 27. mars nk.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 901 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá nefndasviði Alþingis, rafpóstur dagsettur þann 14. mars 2019, þar sem Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.), 647. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. mars nk.

  Til unmræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 901 Byggðaráð felur sveitarstjóra að skoða umsögn á milli funda. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá nemendafélaginu Trölla, rafbréf dagsett þann 18. mars 2019, þar sem óskað er eftir styrk í formi rútu fyrir nemendur Menntaskólans á Tröllaskaga frá Dalvíkurbyggð sem kæmu til með að sækja árshátíð skólans 4. apríl n.k.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 901 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum og með vísan til jafnræðisreglu að hafna ofangreindu erindi. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn. 2. liður er sér liður á dagskrá.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 902, frá 28.03.2019

Málsnúmer 1903017FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
1. liður.
3. liður a) og b)
4. liður.
5. liður a)
6. liður, sér liður á dagskrá.
7. liður
10. liður.
11. liður.
12. liður.
13. liður.
15. liður.
17. liður.

 • Á 857. fundi byggðaráðs þann 22. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
  "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:50. Á 301. fundi umhverfisráðs þann 2. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað: "Til kynningar og umræðu drög að nýjum umsjónasamningi frá Umhverfisstofnun fyrir Friðland Svarfdæla. Undir þessum lið koma á fundinn Hjörleifur Hjartarsson kl.09:00 Hjörleifur vék af fundli kl. 09:33 Umhverfisráð þakkar Hjörleifi fyrir yfirferðina og leggur áherslu á að umsjónasamningur um Friðland Svarfdæla verði undirritaður sem fyrst, með þeim breytingum sem ráðið leggur til. Samþykkt með fimm atkvæðum." Til umræðu ofangreind drög að samningi. Börkur Þór vék af fundi kl. 14:48.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að eiga fund með Umhverfisstofnun um ofangreind samningsdrög og koma ábendingum sem fram hafa komið á framfæri."

  Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sínum ásamt sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs með Umhverfisstofnun þann 4. mars s.l. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu uppfærð drög að samningi um Friðland Svarfdæla. Samningsdrögin voru til umfjöllunar á fundi umhverfisráðs þann 27. mars 2019 og gerði umhverfisráð ekki efnislegar athugasemdir við framlögð gögn og samþykkti samhljóða með 5 atkvæðum að leggja til að gengið verið frá samningnum.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 902 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og felur sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að koma ábendingum byggðaráðs um samningsdrögin, er varða aðallega starf landvarðar, til Umhverfisstofnunar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
  Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
 • Á 886. fundi byggðaráðs þann 8. nóvember 2018 var samþykkt samhljóða að óska eftir tilnefningum á þremur fulltrúum í Öldungaráð frá vettvangi eldri borgara og einum fulltrúa frá Heilsugæslunni.

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirfarandi tilnefningar:
  a) Frá HSN: Lilja Vilhjálmsdóttir.
  b) Frá Félagi eldri borgara:
  Fulltrúar eldri borgara í öldungaráði eru:
  Kolbrún Pálsdóttir kt. 090837-4789, Kirkjuvegi 9, 620 Dalvík
  Þorgerður Sveinbjarnardóttir kt. 200737-4909, Stórhólsvegi 3, 620 Dalvík

  Til vara:
  Helga Mattína Björnsdóttir kt. 150844-2589, Karlsrauðatorgi 26, 620 Dalvík
  Elín Rósa Ragnarsdóttir kt. 110650-2139, Sunnubraut 7, 620 Dalvík
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 902 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að boða til fundar Öldungaráðs í apríl. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 896. fundi sveitarstjórnar þann 14. febrúar s.l. var endurskoðaður samstarfssamningur um Tónlistarskólann á Tröllaskaga samþykktur samhljóða.

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdi:
  a) Endurskoðaður verksamningur við fjármála- og stjórnsýslusvið Dalvíkurbyggðar um framkvæmd og umsjón með launavinnslum og bókhaldi
  b) Eignalisti fyrir TÁT.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 902 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi verksamning um framkvæmd og umsjón með launavinnslum og bókhaldi og að hann verði fylgiskjal með samstarfssamningi um TÁT, vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
  b) Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi eignalisti og samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hann verði fylgiskjal með samstarfssamningi um TÁT.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að samningi um framkvæmd og umsjón með launavinnslum og bókhaldi.
  b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
 • Á 898. fundi byggðaráðs þann 28. febrúar 2019 var til umfjöllunar samningur um skólaakstur og tillaga fræðsluráðs frá 234. fundi þann 20. febrúar s.l. um að nýta ákvæði í útboði og samningi um framlengingu á samningnum til tveggja ára þannig að samningurinn gildi út árið 2022. Byggðaráð samþykkti að fela sveitarstjóra að gera tillögu að breytingum á samningum hvað varðar gildistíma um framlengingu eitt ár í senn, en að hámarki í tvö ár, og setja inn uppsagnarákvæði.

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að ofangreindum samningi við Ævar og Bóas ehf. um skólaakstur með breytingum á 8. lið um gildistíma. Einnig eru gerðar leiðréttingar á liðum 4.5, 4.7, 4.9 og 6.2. svo að samningsdrögin séu í samræmi við útboðsgögn frá árinu 2017.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 902 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samning um skólaakstur við Ævar og Bóas ehf. með áorðnum breytingum sem gerðar voru á milli funda og á fundi byggðaráðs og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að samningi um skólaakstur við Ævar og Bóas ehf.
 • Á 899. fundi byggðaráðs þann 7. mars 2019 var m.a. eftirfarandi bókað:
  "Byggðaráð leggur áherslu á að fyrir liggi frá UMFS endanleg kostnaðaráætlun með fjármögnun ásamt rekstraráætlun fyrir framkvæmdinni áður en gengið verður frá samningi um uppbyggingu á íþróttasvæðinu."

  Á fundinum var farið yfir drög að eftirtöldum samningum:

  a) Gagnkvæmur afnotaréttarsamningur um gervigrasvöll milli Dalvíkurbygðgar og UMFS
  b) Samningur um gervigrasvöll milli Dalvíkurbyggðar og UMFS

  Á fundinum var farið yfir eftirtalin fylgigögn frá UMFS með samningsdrögum:

  a) Kostnaðaráætlun framkvæmdarinnar og fjármögnun.
  b) Greiðsluáætlun.
  c) Rekstaráætlun fyrir gervigrasvöllinn á ársgrundvelli.  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 902 a)Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra að útfæra fyrirliggjandi drög að samningum með þeim markmiðum að hægt sé að afgreiða ofangreinda samninga á næsta fundi sveitarstjórnar, Guðmundur St. Jónsson situr hjá þar sem gögn komu inn rétt fyrir fundinn og því ekki svigrúm til að kynna sér þau til hlítar.
  b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að afla upplýsinga frá sviðsstjóra veitu- og hafnasvið um fyrirkomulag framkvæmda veitna við gervigrasvöllinn.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
  Dagbjört Sigurpálsdóttir, sem leggur fram eftirfarandi bókun hvað varðar a) lið:
  "J-listinn er ekki tilbúinn að ganga frá samningi um gervigrasvöll við UMFS fyrr en allri óvissu um byggingar og rekstrarkostnað hefur verið eytt. "

  Einnig tóku til máls:
  Jón Ingi Sveinsson.
  Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem leggur jafnframt fram eftirfarandi bókun til að gera grein fyrir atkvæði sínu:
  "Hvað varðar óvissuþætti um byggingar og rekstarkostnað tel ég að búið sé að leggja mikla vinnu í að sjá fyrir þessa þætti eins og hægt er og leita til sérfræðinga hvað það varðar. Fyrir liggja samningar og skjöl þess efnis undir málinu."

  a) Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum fyrirliggjandi samninga við UMFS um uppbyggingu gervigrasvallar, Dagbjört Sigurpálsdóttir og Katrín Sif Ingvarsdóttir greiða atkvæði á móti.
  b) Lagt fram til kynningar.

 • 2.6 201901070 Skipulagsbreytingar
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 902 a) Skipulagsbreytingar; Stofnun Eigna- og framkvæmdardeildar:
  Byggðaráð samþykkir eftirfarandi tillögu með 2 atkvæðum og að vísa henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar, Guðmundur St. Jónsson greiðir atkvæði á móti tillögunni:
  Stofnuð er eigna-og framkvæmdadeild með þremur starfsmönnum, deildarstjóra og tveimur undirmönnum. Á móti eru lögð niður störf umhverfisstjóra, aðstoðarmanns umhverfisstjóra, umsjónarmanns fasteigna og húsvarðar Dalvíkurskóla. Auk þess er lagt niður sumarstarf forstöðumanns vinnuskóla.
  Lögð er áhersla á að sem minnst rót verði á núverandi starfsmenn og bjóða störf eins og hægt er.

  Ofangreind tillaga var til umfjöllunar á fundi umhverfisráðs þann 27. mars 2019 og var umsögn umhverfisráðs jákvæð.

  Umfjöllun byggðaráðs að öðru leiti bókuð í trúnaðarmálabók.

  b) Starf skólastjóra Dalvíkurskóla og efling skólaskrifstofu:

  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi bókun og tillögu fræðsluráðs frá fundi 27. mars 2019 og að vísa henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar:

  Fræðsluráð leggur til að skólastjórastaða Dalvíkurskóla verði auglýst í óbreyttri mynd sem fyrst.

  Jafnframt leggur fræðsluráð þunga áherslu á að sérfræðingateymi sem er ráðið að skólum Dalvíkurbyggðar starfi þvert á stofnanir þannig að þekking nýtist þar sem þörfin er mest hverju sinni. Skólastjórnendur vinni saman í stjórnendateymi og umsjónarkennarar í vinnuteymum. Sjá reglugerð nr. 584/2010 um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik-og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum. Markmið með sérfræðiþjónustu sveitarfélaga er að kennslufræðileg, sálfræðileg, þroskafræðileg og félagsfræðileg þekking nýtist sem best í skólastarfi. Sérfræðiþjónusta skal beinast að því að efla skóla sem faglegar stofnanir sem geti leyst flest þau viðfangsefni sem upp koma í skólastarfi og veita starfsfólki skóla leiðbeiningar og aðstoð við störf sín eftir því sem við á.

  Fræðsluráð samþykkir að formaður og annar fulltrúi úr fræðsluráði ásamt sviðsstjóra fræðslu-og menningarsviðs og kennsluráðgjafa fari í þá vinnu að skilgreina framtíðarskipulag sérfræðiþjónustu fyrir leik-og grunnskóla (nemendur, foreldra og starfsfólk) með það að markmiði að nýtt fyrirkomulag taki gildi í upphafi skólaárs 2019-2020. Í þessari vinnu þarf m.a. að huga að akstri starfsfólks á milli stofnana og fjarfundamenningu.

  Umfjöllun byggðaráðs að öðru leiti bókuð í trúnaðarmálabók.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 25. mars 2019, þar sem óskað er eftir heimild til að selja bifreiðina Ford Transporter nr. BA443 en ekki er talin þörf á þessum bíl lengur. Þess er óskað jafnframt að söluandvirði bifreiðarinnar fáist nýtt til kaupa á smærri bíl fyrir vinnuskólann.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 902 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs söluna á ofangreindri bifreið og jafnframt er veitt heimild til að ráðstafa söluandvirði bifreiðarinnar til kaupa á bifreið sem hentar starfsseminni í samræmi við gildandi fjárhagsáætlun 2019. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
 • Samkomuhúsið Ungó var auglýst til leigu og var frestur til að skila inn leigutilboðum til og með 25. mars 2019, sjá nánar á heimasíðu sveitarfélagsins: https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir/category/1/husnaedi-til-leigu-ungo

  Eitt tilboð barst frá Gísla,Eiríki og Helga ehf. Óskað er eftir leigu á Ungó á ársgrundvelli og er hugmynd að mánaðarlegri leigu kr. 35.000.

  Til umræðu ofangreint.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 902 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela umsjónarmanni fasteigna að gera forsvarsmönnum Gísla, Eiríks og Helga ehf. gagntilboð í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 901. fundi umhverfisráðs þann 21. mars 2019 var áframhaldandi umræða um tillögur vinnuhópanna um starfssemi og rekstur Dalvíkurbyggðar. Sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs var falið að flokka tillögur vinnuhópanna þannig byggðaráði hafi yfirsýn yfir hvaða tillögur byggðaráð fjalli beint um og hvaða tillögur ættu að fara áfram til umfjöllunar í fagráðunum.

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdi flokkun og yfirlit frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 902 Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til fagráðanna til umfjöllunar og afgreiðslu eftir því sem við á. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 901. fundi byggðaráðs þann 21. mars 2019 var eftirfarandi bókað:
  "Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 18. mars 2019, þar sem kynnt er bókun stjórnar Sambandsins og erindi til fjármálaráðherra vegna fyrirhugaðrar skerðingar á framlögum til Jöfnunarsjóðs um 3,3 m.kr. á næstu tveimur árum. Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að rýna í ofangreindar upplýsingar og áhrif á fjárhag Dalvíkurbyggðar."

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs innanhúss hvað ofangreint varðar. Til umræðu.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 902 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að draga saman helstu upplýsingar um ofangreindri samantekt og senda á fjármálaráðherra og afrit á Samband íslenskra sveitarfélaga. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
  Katrín Sigurjónsdóttir.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
 • Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, rafpóstur dagsettur þann 23. mars 2019, þar sem fram kemur að Skíðasamband Íslands hefur óskað eftir því við Skíðafélag Dalvíkur að félagið haldi alpagreinahluta Skíðamóts Íslands sem átti að fara fram á Ísafirði 6. - 7. apríl n.k. Gönguhlutinn verður eftir sem áður á Seljalandsdal. Óskað er eftir að Dalvíkurbyggð bjóði keppendum og gestum mótsins til samsætis með veitingum laugardaginn 6. apríl n.k.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 902 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum styrk allt að upphæð kr. 150.000, vísað á deild 21500, risna, gegn framvísun reiknings. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
 • Tekið fyrir fundarboð, rafpóstur dagsettur þann 22. mars 2019, frá Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar þar sem boðað er til ársfundar miðvikudaginn 10. apríl n.k. kl. 14:15-kl. 15:00 á Akureyri. Að loknum ársfundi mun Jafnréttisstofa halda erindi um Kynjasamþættingu. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 902 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að sækja fundinn ef hann hefur tök á. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá Eyþingi, dagsettur þann 26. mars 2019, þar sem boðað er til aukaaðalfundar Eyþings á Hótel Kea 9. apríl n.k. Efni fundarins er að ræða viðræður um sameiningu Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna á svæðinu og niðurstöðu starfshóps um form samstarfs og samvinnu þessara þriggja aðila á sviði atvinnu- og byggðamála til framtíðar. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 902 Byggðaráð Dalvíkurbyggðar tekur jákvætt í tillögu sem liggur fyrir aukaaðalfundi Eyþings hvað varðar undirbúning að stofnun nýs félags sem taki við verkefnum Eyþings, AÞ og AFE. Hvað varðar höfuðstöðvar finnst byggðaráði Dalvíkurbyggðar mikilvægara að horfa til þeirrar augljósu hagræðingar og skilvirkni sem verður af sameiningu félaganna heldur en að staðsetningar aðalskrifstofu sé gerð að bitbeini. Byggðaráð setur spurningamerki við hagræði af því að hafa fjórar skilgreindar starfsstöðvar í staðinn fyrir tvær auk starfa brothættra byggða. Þá telur byggðaráð eðlilegt og samræmast byggðasjónarmiðum að ráða hæfustu umsækjendur í störf án staðsetningar eins og hægt er m.t.t. nútímatækni og fjarfundamenningar og skilgreina starfslýsingar þannig að starfsmenn séu reglulega á ferð og í góðu samstarfi við sveitarstjórnarfólk á starfssvæðinu.
  Byggðaráði Dalvíkurbyggðar líst vel á skipulag nýs félags og skipan stýrihóps eins og það er tilgreint í tillögunni.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar
  Til máls tók:
  Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu og bókun byggðaráðs.
 • Tekið fyrir erindi frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, dagsett þann 21.mars 2019, þar sem kynnt er tillaga frá aðalfundi sambandsins um innkaup mötuneyta. Skorað er á allar bæjar- og sveitarstjórnir í Eyjafirði að beita sér fyrir að mötuneyti grunn- og leikskóla á þeirra vegum noti sem mest af íslensku hráefni.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 902 Samkvæmt gildandi Skólastefnu Dalvíkurbyggðar er lögð áhersla á að nemendur fái góða og holla næringu.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 901. fundi byggðaráðs þann 21. mars 2019 var eftirfarandi bókað:
  "Tekið fyrir erindi frá nefndasviði Alþingis, rafpóstur dagsettur þann 14. mars 2019, þar sem Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.), 647. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. mars nk. Til unmræðu ofangreint.
  Byggðaráð felur sveitarstjóra að skoða umsögn á milli funda."

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga sveitarstjóra að umsögn.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 902 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að umsögn sveitarstjóra. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 25. mars 2019, þar sem Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni (neyslurími), 711. mál.
  Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 15. apríl nk
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 902 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar í félagsmálaráði. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur, dagsettur þann 22. mars 2019, þar sem Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð, 710. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. mars nk. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 902 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til Atvinnuvegnanefndar Alþingis að sveitarfélögin fái sanngjarna hlutdeild í gjaldtökunni. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
 • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Samband íslenskra sveitarfélaga nr. 869 frá 15. mars 2019. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 902 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eyþings nr. 318 frá 12. mars 2019. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 902 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn. Liður 6 er sér liður á dagskrá.

3.Fræðsluráð - 236, frá 27.03.2019

Málsnúmer 1903015FVakta málsnúmer

 • 3.1 201901038 Trúnaðarmál
  Fræðsluráð - 236 Bókað í trúnaðarmálabók.
 • 3.2 201901070 Trúnaðarmál
  Fræðsluráð - 236 Bókað í trúnaðarmálabók Bókun fundar Enginn tók til máls og ekkert þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og er því fundargerðin lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.

4.Umhverfisráð - 317, frá 27.03.2019

Málsnúmer 1903014FVakta málsnúmer

 • 4.1 201901070 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál Umhverfisráð - 317 Bókað í trúnaðarmálabók.
 • 4.2 201901038 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál. Umhverfisráð - 317 Bókað í trúnaðarmálabók.
 • Lögð fram til kynninga fundargerð Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar frá 20.mars 2019 Umhverfisráð - 317 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tók:
  Katrín Sigurjónsdóttir.

  Lagt fram til kynningar.
 • Til kynningar og umræðu ný drög af umsjónarsamningi Friðlands Svarfdæla frá umhverfisstofnun. Umhverfisráð - 317 Umhverfisráð gerir ekki efnislegar athugasemdir við framlögð gögn og leggur til að gengið verði frá samningnum.

  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi til sveitarstjóra frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dagsett þann 18. mars 2019, er varðar almennt eftirlit með því að fjármál og fjármálastjórn sveitarfélaga sé í samræmi við lög og reglur. Fram kemur að nefndin hefur ákveðið að taka til umfjöllunar með hvaða hætti sveitarfélög standa að eftirliti og framkvæmd fjárfestinga á árinu 2019.
  Byggðarráð vísar erindinu til umfjöllunar umhverfisráðs.
  Umhverfisráð - 317 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir hennar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

5.Frá 901. fundi byggðaráðs þann 21. mars 2019; Beiðni viðauka - Göngustígur frá Olís að Árgerði

Málsnúmer 201902085Vakta málsnúmer

Á 901. fundi byggðaráðs þann 21. mars 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 15. mars 2019, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 1.756.080 vegna hlutdeildar Dalvíkurbyggðar í hönnun á göngustíg frá Olís að Árgerði. Þar sem óskað hefur verið eftir þessu framlagi Vegagerðarinnar til fjölda ára og nú loks komið fjármagn í verkefnið er afar mikilvægt að veita fjármagn í það. Á 316. fundi umhverfisráðs þann 15. mars 2019 var sviðsstjóra falið að óska eftir ofangreindum viðauka. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 1.756.080, viðauki nr. 7 við fjárhagsáætlun 2019, málaflokkur og deild 32200 og lykill 11900. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. "

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr.7 við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 1.756.080 við deild 32200 og lykil 11900. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

6.Frá 902. fundi byggðaráðs þann 28.03.2019; Skipulagsbreytingar

Málsnúmer 201901070Vakta málsnúmer

a) Skipulagsbreytingar - stofnuð ný deild Eigna- og framkvæmdadeild og niðurlagning starfa.

Á 902. fundi byggðaráðs þann 28. mars 2019 var eftirfarandi bókað:
"Skipulagsbreytingar; Stofnun Eigna- og framkvæmdardeildar: Byggðaráð samþykkir eftirfarandi tillögu með 2 atkvæðum og að vísa henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar, Guðmundur St. Jónsson greiðir atkvæði á móti tillögunni: Stofnuð er eigna-og framkvæmdadeild með þremur starfsmönnum, deildarstjóra og tveimur undirmönnum. Á móti eru lögð niður störf umhverfisstjóra, aðstoðarmanns umhverfisstjóra, umsjónarmanns fasteigna og húsvarðar Dalvíkurskóla. Auk þess er lagt niður sumarstarf forstöðumanns vinnuskóla. Lögð er áhersla á að sem minnst rót verði á núverandi starfsmenn og bjóða störf eins og hægt er. Ofangreind tillaga var til umfjöllunar á fundi umhverfisráðs þann 27. mars 2019 og var umsögn umhverfisráðs jákvæð. Umfjöllun byggðaráðs að öðru leiti bókuð í trúnaðarmálabók."

Til máls tóku:
Dagbjört Sigurpálsdóttir, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað varðar a) liðinn og vék af fundi kl. 16:49 við umfjöllun og afgreiðslu.

Katrín Sif Ingvarsdóttir, sem leggur fram eftirfarandi bókun:
"J-listinn telur að þessi skipulagsbreyting verði mjög kostnaðarsöm fyrir rekstur sveitarfélagsins, hafi neikvæð áhrif á starfsanda auk þess sem líklegt megi telja að fækkun um 1,33 stöðuhlutfall skili sér í skertri þjónustu við stofnanir og íbúa sveitarfélagsins. J-listinn er tilbúinn að taka þátt í að skoða stærri skipulagsbreytingu með sameiningu sviða sem m.a. gæti bætt samvinnu og samnýtingu starfsfólks."

Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem leggur jafnframt fram eftirfarandi bókun:
"Hvað varðar stofnun eigna-og framkvæmdadeildar þá var bæði fyrir og eftir kosningar sterkur vilji til að búa til öfluga þjónustudeild fyrir stofnanir og íbúa samfélagsins. Við gerð fjárhagsáætlunar 2019 var gert ráð fyrir stofnun þjónustudeildar í starfsáætlun umhverfis-og tæknisviðs, samþykkt samhljóða. Undanfarnar vikur hefur mikil vinna verið lögð í skipulag hinnar nýju deildar og starfslýsingar fyrir þau störf sem þar verða innt af hendi. Leitað hefur verið til fagaðila, lögfræðinga, annarra sveitarfélaga og Sambands Ísl.sveitarfélaga.

Niðurstaðan er hér til afgreiðslu í dag og er lagt til að farin verði mildasta leiðin sem í boði er. Það er að bjóða þeim starfsmönnum, sem missa sín störf, störf við hina nýju deild eins og hægt er. Ég fagna því að það hafi orðið lendingin og vona að neikvæð áhrif á starfsfólk verði eins lítil og framast er unnt. Skipulagsbreytingar eru alltaf erfið mál þegar þær varða störf og starfsmenn. Óhjákvæmilega eru þær ennþá erfiðari í litlum samfélögum þar sem nándin er mikil og um er að ræða vini og vandamenn. Það má þó aldrei verða til þess að kjörnir fulltrúar leggi ekki í slíka vegferð þegar öll röksemdafærsla með skipulagsbreytingunum er sterkari en óbreytt ástand."
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, sem tekur undir bókun sveitarstjóra.

Þórhalla Karlsdóttir, sem tekur undir bókun sveitarstjóra.Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs að skipulagsbreytingum þannig að stofnuð er eigna-og framkvæmdadeild með þremur starfsmönnum, deildarstjóra og tveimur undirmönnum. Á móti eru lögð niður störf umhverfisstjóra, aðstoðarmanns umhverfisstjóra, umsjónarmanns fasteigna og húsvarðar Dalvíkurskóla. Auk þess er lagt niður sumarstarf forstöðumanns vinnuskóla. Lögð er áhersla á að sem minnst rót verði á núverandi starfsmenn og bjóða störf eins og hægt er, Katrín Sif Ingvarsdóttir greiðir atkvæði á móti, Dagbjört Sigurpálsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.


b) Starf skólastjóra við Dalvíkurskóla og efling skólaskrifstofu.

Dagbjört Sigurpálsdóttir kom inn á fundinn að nýju kl. 16:55 undir þessum lið.

Á 902. fundi byggðaráðs þann 28. mars 2019 var eftirfarandi bókað:
"Starf skólastjóra Dalvíkurskóla og efling skólaskrifstofu: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi bókun og tillögu fræðsluráðs frá fundi 27. mars 2019 og að vísa henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar: Fræðsluráð leggur til að skólastjórastaða Dalvíkurskóla verði auglýst í óbreyttri mynd sem fyrst. Jafnframt leggur fræðsluráð þunga áherslu á að sérfræðingateymi sem er ráðið að skólum Dalvíkurbyggðar starfi þvert á stofnanir þannig að þekking nýtist þar sem þörfin er mest hverju sinni. Skólastjórnendur vinni saman í stjórnendateymi og umsjónarkennarar í vinnuteymum. Sjá reglugerð nr. 584/2010 um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik-og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum. Markmið með sérfræðiþjónustu sveitarfélaga er að kennslufræðileg, sálfræðileg, þroskafræðileg og félagsfræðileg þekking nýtist sem best í skólastarfi. Sérfræðiþjónusta skal beinast að því að efla skóla sem faglegar stofnanir sem geti leyst flest þau viðfangsefni sem upp koma í skólastarfi og veita starfsfólki skóla leiðbeiningar og aðstoð við störf sín eftir því sem við á. Fræðsluráð samþykkir að formaður og annar fulltrúi úr fræðsluráði ásamt sviðsstjóra fræðslu-og menningarsviðs og kennsluráðgjafa fari í þá vinnu að skilgreina framtíðarskipulag sérfræðiþjónustu fyrir leik-og grunnskóla (nemendur, foreldra og starfsfólk) með það að markmiði að nýtt fyrirkomulag taki gildi í upphafi skólaárs 2019-2020. Í þessari vinnu þarf m.a. að huga að akstri starfsfólks á milli stofnana og fjarfundamenningu. Umfjöllun byggðaráðs að öðru leiti bókuð í trúnaðarmálabók. "

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun og tillögu byggðaráðs um starf skólastjóra við Dalvíkurskóla um að starfið verði auglýst sem fyrst í óbreyttri mynd.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun og tillögu byggðaráðs um að sérfræðingateymi sem er ráðið að skólum Dalvíkurbyggðar starfi þvert á stofnanir sveitarfélagsins og jafnframt þá tillögu að formaður fræðsluráðs og annar fulltrúi úr fræðsluráði ásamt sviðsstjóra fræðslu-og menningarsviðs og kennsluráðgjafa fari í þá vinnu að skilgreina framtíðarskipulag sérfræðiþjónustu fyrir leik-og grunnskóla (nemendur, foreldra og starfsfólk) með það að markmiði að nýtt fyrirkomulag taki gildi í upphafi skólaárs 2019-2020.

7.Sveitarstjórn - 311, frá 19.03.2019

Málsnúmer 1903012FVakta málsnúmer

Enginn tók til máls og fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Nefndarmenn
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson forseti
 • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
 • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
 • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
 • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
 • Katrín Sif Ingvarsdóttir varamaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs