Þéttingarreitir innan Dalvíkur, kynning frá 2019

Málsnúmer 202306097

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 11. fundur - 23.06.2023

Í apríl árið 2019 var haldinn íbúafundur þar sem kynntar voru hugmyndir Árna Ólafssonar arkitekts hjá Teikna um þéttingu byggðar við þegar tilbúnar götur á Dalvík. Vinna við deiliskipulagsgerð fyrir íbúðarbyggðir ofan Böggvisbrautar, á Árskógssandi og suðurbæ Dalvíkur er að hefjast, en fyrirséð er að framboð á íbúðarlóðum fer minnkandi.
Skipulagsráð leggur til við byggðaráð að framkvæmdasvið kanni hvernig heppilegast sé að vinna áfram út frá framlagðri þéttingartillögu.

Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Skipulagsráð - 12. fundur - 13.09.2023

Ágúst Hafsteinsson arkitekt lagði fram samantekt á lóðarvalkostum við þegar byggðar götur á Dalvík sem eru ekki í áætluðum eða rétt óhöfnum deiliskipulagsverkefnum á árinu 2023.
Lagt fram til kynningar