Á 30. fundi skipulagsráðs þann 15. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að lóðablöðum fyrir þéttingarreiti á eftirfarandi lóðum á Dalvík:
-Karlsbraut 4. Lóð fyrir einbýlishús á einni til tveimur hæðum.
-Karlsbraut 14. Lóð fyrir einbýlishús á einni til tveimur hæðum.
-Hjarðarslóð. Lóð fyrir fjögurra íbúða raðhús á einni hæð.
Anna Kristín Guðmundsdóttir D-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu tillögunnar og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna lóðablöð fyrir framangreindar lóðir skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lóðablöð fyrir Karlsbraut 4 og 14 skulu grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Karlsbraut 1-19 og 2-20.
Lóðablað fyrir raðhús við Hjarðarslóð skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Hjarðarslóð 1-3 og 2-6, Ásvegi 1-13, Svarfaðarbraut 4-16, Mímisvegi 20-34 og Böggvisbraut 3-11.
Samþykkt með fjórum atkvæðum."
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.