Frá Norðurorku -Framkvæmdaleyfi Rannsóknarboranir

Málsnúmer 202212122

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 6. fundur - 11.01.2023

Tekið fyrir erindi frá Norðurorku sem barst í tölvupósti dagsettum 22. desember 2022 þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir borunum á tveimur til þremur djúpum rannsóknarholum við Ytri-Haga í Dalvíkurbyggð.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að gefið verði út framkvæmdaleyfi til Norðurorku þegar gögn liggja fyrir skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 354. fundur - 17.01.2023

Á 6. fundi skipulagsráðs þann 11. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Norðurorku sem barst í tölvupósti dagsettum 22. desember 2022 þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir borunum á tveimur til þremur djúpum rannsóknarholum við Ytri-Haga í Dalvíkurbyggð.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að gefið verði út framkvæmdaleyfi til Norðurorku þegar gögn liggja fyrir skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir að gefið verði út framkvæmdaleyfi til Norðurorku, þegar tilskilin gögn liggja fyrir, fyrir borunum á tveimur til þremur djúpum rannsóknarholum við Ytra-Haga í Dalvíkurbyggð.