Umsókn um að sameina tvær íbúðir í eina

Málsnúmer 202212138

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 6. fundur - 11.01.2023

Í tölvupósti, dagsettum 29. desember 2023 óska Valgerður M. Jóhannsdóttir og Guðmundur Freyr Hansson, eftir því að Bjarkarbraut 6 sem hefur tvö fasteignanúmer verði sameinuð undir einu fasteignanúmeri.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við sameiningu fasteignanúmera að Bjarkarbraut 6 og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa með tilskildum gögnum skv. lögum um mannvirki nr.160/2010.
samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 354. fundur - 17.01.2023

Á 6. fundi skipulagsráðs þann 11. janúar 2023 var eftirfarandi bókað:
"Í tölvupósti, dagsettum 29. desember 2023 óska Valgerður M. Jóhannsdóttir og Guðmundur Freyr Hansson, eftir því að Bjarkarbraut 6 sem hefur tvö fasteignanúmer verði sameinuð undir einu fasteignanúmeri. Niðurstaða:Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við sameiningu fasteignanúmera að Bjarkarbraut 6 og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa með tilskildum gögnum skv. lögum um mannvirki nr.160/2010. samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og gerir ekki athugasemdir við að Bjarkarbraut 6 sem hefur tvö fasteignanúmer verði sameinuð undir einu fasteignanúmeri. Jafnframt er málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa með tilskildum gögnum skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010.