Gjaldskrá fræðslu - og menningarsviðs fyrir 2022

Málsnúmer 202109071

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 263. fundur - 15.09.2021

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fyrir drög að gjaldskrá fræðslu - og menningarsviðs fyrir fjárhagsárið 2022.
Lagt fram til kynningar og umræðu.

Menningarráð - 87. fundur - 23.09.2021

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og framkvæmdastjóri Menningarhússins, fór yfir drög að gjaldskrá safna fyrir fjárhagsárið 2022.
Menningarráð gerir ekki athugasemdir við drög að gjaldskrá safna fyrir fjárhagsárið 2022.

Fræðsluráð - 264. fundur - 13.10.2021

Gjaldskrá fræðslu - og menningarsviðs fyrir fjárhagsárið 2022 tekin til umræðu.
Fræðsluráð leggur til að gjaldskrá leikskóla í Dalvíkurbyggð hækki um 4% fjárhagsárið 2022 og aðrir gjaldaliðir í gjaldskrá um 2,4%. Fræðsluráð samþykkir gjaldskrá fræðslusviðs samhljóða með fimm atkvæðum

Menningarráð - 88. fundur - 22.10.2021

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og framkvæmdastjóri Menningarhússins, fór yfir gjaldskrá safna fyrir fjárhagsárið 2022.
Menningarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum gjaldskrá safna fyrir fjárhagsárið 2022.

Menningarráð - 89. fundur - 19.11.2021

Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs upplýsti menningarráð um breytingu á gjaldskrá milli umræðna um fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2022.
Lagt fram til kynningar

Fræðsluráð - 265. fundur - 08.12.2021

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, upplýsti fræðsluráð um breytingu á gjaldskrá milli umræðna um fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2022.
Lagt fram til kynningar.