Fræðsluráð

278. fundur 11. janúar 2023 kl. 08:15 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Jolanta Krystyna Brandt formaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Júlía Ósk Júlíusdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.
Dagskrá
Benedikt Snær Magnússon, boðaði forföll og í hans stað kom Júlía Ósk Júlíusdóttir.


Aðrir sem sitja fundinn: Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir leikskólastjóri á Krílakoti, Ágústa Kristín Bjarnadóttir aðstoðarleikskólastjóri á Krílakoti, Kristín Magdalena Dagmannsdóttir fulltrúi starfsmanna á Krílakoti, Helga Lind Sigmundsdóttir, deildarstjóri í Árskógarskóla og fulltrúi starfsfólks í Árskógarskóla,Hugrún Felixdóttir fulltrúi kennara í Dalvíkurskóla. Gunnar Anton Njáll Gunnarsson, fulltrúi foreldra á Krílakoti,

1.Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2023-2024

Málsnúmer 202212052Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 08.12.2022.
Lagt fram til kynningar.

2.Umsóknarfrestur um ytra mat á skólastarfi

Málsnúmer 202212137Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá GETA - Gæðastarf í skólum dags. 27.12.2022.
Lagt fram til kynningar.
Þórhalla fór útaf fundi kl. 08:50

3.Fjöldi nemenda í leik- og grunnskóla í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202301011Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar- og Dalvíkurskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir leikskólastjóri á Krílakoti, fóru yfir nemendafjölda á leik - og grunnskólastigi í Dalvíkurbyggð.
Nemendafjöldi í Árskógarskóla er 37 nemendur og 14 nemendur á leikskólastigi.
Nemendafjöldi í Dalvíkurskóla er 235 nemendur.
Nemendafjöldi í Frístund er 36 nemendur og er í boði fyrir nemendur í 1. - 4. bekk.

Nemendafjöldi á Leikskólanum Krílakoti er 95 nemendur.

4.Starfsmannamál í leik - og grunnskóla

Málsnúmer 201912084Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir leikskólastjóri á Kríló, fóru yfir stöðuna á starfsmannamálum í skólunum.
Lagt fram til kynningar.

5.Erindi frá ADHD samtökunum - ósk um samstarf

Málsnúmer 202211108Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 15.11.2022 frá ADHD samtökunum en málinu var vísað til fræðsluráðs frá byggðaráði þann 24.11 sl. Í bókun byggðaráðs segir: Tekið fyrir erindi frá ADHD samtökunum, dagsett þann 15. nóvember sl., þar sem samtökin óska eftir samstarfi við Dalvíkurbyggð um aukna fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu um ADHD og fyrir fólk með ADHD. Jafnframt er óskað eftir, með bréfi þessu, allt að kr. 500.000 í styrk sem nýttur yrði samkvæmt nánara samkomulagi.
Fræðsluráð tekur jákvætt í erindið.

6.Heimsóknir fræðsluráðs í leik- og grunnskóla

Málsnúmer 201810023Vakta málsnúmer

Fræðsluráð fer í heimsókn á Krílakot og í Dalvíkurskóla.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Jolanta Krystyna Brandt formaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Júlía Ósk Júlíusdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.