Íþrótta- og æskulýðsráð

144. fundur 03. janúar 2023 kl. 08:15 - 09:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jóhann Már Kristinsson formaður
  • Elísa Rún Gunnlaugsdóttir aðalmaður
  • Snævar Örn Ólafsson aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar
Dagskrá
Kristín Kjartansdóttir boðaði forföll og mætti ekki varamaður í hennar stað.

1.Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2022

Málsnúmer 202210117Vakta málsnúmer

Samkvæmt reglum um kjör á íþróttamanni ársins eru það aðal- og varamenn í íþrótta- og æskulýðsráði sem kjósa til móts við kosningu íbúa.
Byrjað var á því að fara yfir og ræða allar tilnefningar. Kosning ráðsins fór fram á fundinum. Íbúakosning hefst í dag.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að íþróttamaður ársins fái styrk úr afreks- og styrktarsjóði að upphæð kr. 150.000.- þar sem afgangur var af sjóðnum þetta árið.

Eftirfarandi tilnefningar bárust:
Anna Kristín Friðriksdóttir: Hestar
Elín Björk Unnarsdóttir: Sund
Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir: Blak
Esther Ösp Birkisdóttir: Skíði
Marsibil Sigurðardóttir: Golf
Þröstur Mikael Jónasson: Knattspyrna

2.Erindi frá ADHD samtökunum - ósk um samstarf

Málsnúmer 202211108Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 15.11.2022 frá ADHD samtökunum en málinu var vísað til ungmennaráðs frá byggðaráði þann 24.11 sl. Í bókun byggðaráðs segir: Tekið fyrir erindi frá ADHD samtökunum, dagsett þann 15. nóvember sl., þar sem samtökin óska eftir samstarfi við Dalvíkurbyggð um aukna fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu um ADHD og fyrir fólk með ADHD. Jafnframt er óskað eftir með bréfi þessu, allt að kr. 500.000 kr. í styrk sem nýttur yrði samkvæmt nánara samkomulagi. Byggðaráð vísar ofangreindu erindi til umfjöllunar í fræðsluráði, félagsmálaráði og ungmennaráði varðandi ósk um samstarf við Dalvíkurbyggð um aukna fræðslu um ADHD.

Íþrótta- og æskulýðsráð tekur vel í samstarf með ADHD samtökunum um aukna fræðslu til starfsmanna sveitarfélagsins.

3.Uppbygging íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202212136Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn hefur samþykkt 50 milljónir í uppbyggingu íþróttasvæða íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð árið 2023. Er það verkefni íþrótta- og æskulýðsráðs að skipta þessu fjármagni á milli félaga. Einnig er gert ráð fyrir 50 milljónum á ári í þriggja ára áætlun.
Málið rætt og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að ræða við félögin fyrir fundinn í febrúar.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Nefndarmenn
  • Jóhann Már Kristinsson formaður
  • Elísa Rún Gunnlaugsdóttir aðalmaður
  • Snævar Örn Ólafsson aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar