Ungmennaráð

38. fundur 21. febrúar 2023 kl. 17:00 - 18:00 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Íris Björk Magnúsdóttir aðalmaður
  • Íssól Anna Jökulsdóttir varaformaður
  • Lárus Anton Freysson formaður
  • Michal Oleszko aðalmaður
  • Hákon Daði Magnússon varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar
Dagskrá
Fannar boðaði forföll og mætti Hákon í hans stað.

1.Krílakot - Endurnýjun á leikskólalóð

Málsnúmer 202202100Vakta málsnúmer

Ungmennaráð minnir starfshóp á að það óskar eftir því að fá að taka þátt sem rýniaðili við uppbyggingu á leikskólalóð Krílakots.

2.Ábendingtillaga vegna öryggis vegfarenda

Málsnúmer 202301079Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Gunnari A. Njáli Gunnarssyni, sem barst með tölvupósti þann 16. janúar sl., þar sem hann lýsir yfir miklum áhyggjum af öryggi gangandi vegfaranda í og við Svarfaðarbraut á Dalvík.
Ungmennaráð tekur undir áhyggjur af öryggi gangandi vegfaranda í og við Svarfaðarbraut á Dalvík. Mikilvægt er að gera gangbraut við göngustíginn í Hjarðarslóð. Einnig er mikilvægt að hætt verði að skilja snjó eftir á gangstétt til lengri tíma þar sem það skerðir útsýni ökumanna. Þá á slík snjósöfnum ekki eingöngu við um Svarfaðarbrautina.

3.Erindi frá ADHD samtökunum - ósk um samstarf

Málsnúmer 202211108Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn samþykkti á fundi þann 17.01.2023 að erindinu verði vísað til frekari skoðunar í íþrótta- og æskulýðsráði og ungmennaráði og til kostnaðargreiningar þar.
Íþrótta- og æskulýðsráð hefur falið íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að vinna drög að samkomulagi í samvinnu við ADHD samtökin með bókun ungmennaráðs um aukna fræðslu til ungmenna í huga.

4.Málstefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201802007Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Siðareglur kjörinna fulltrúa. Endurskoðun í upphafi kjörtímabils 2022-2026

Málsnúmer 202205191Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Nefndarmenn
  • Íris Björk Magnúsdóttir aðalmaður
  • Íssól Anna Jökulsdóttir varaformaður
  • Lárus Anton Freysson formaður
  • Michal Oleszko aðalmaður
  • Hákon Daði Magnússon varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar