Byggðaráð

1049. fundur 24. nóvember 2022 kl. 13:15 - 17:25 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs; Ósk um viðauka vegna skólaaksturs

Málsnúmer 202211122Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 22. nóvember sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2022 vegna skólaaksturs í kjölfar útboðs.

Óskað er eftir kr. 5.864.709 alls, kr. 4.052.261 á lið 04210-4113 og kr. 1.812.448 á lið 04240-4113.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 34 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 4.052.261 á lið 04210-4413 og kr. 1.812.448 á lið 04240-4113 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

2.Frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs; Heimtaug rafmagns- og ljósleiðara að vatnstank Upsa og Miðkoti - viðaukabeiðni

Málsnúmer 202211148Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs, dagsett þann 22. nóvember 2022, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2022 fyrir rafmagnsinntak að vatnstaki í Upsa. í fjárhagsáætlun 2022 er gert ráð fyrir ljósleiðaratengingu að Miðkoti og að vatnstanki við Upsa. Árið 2023 er síðan gert ráð fyrir rafmagnsinntaki að vatnstanki. Komið hefur í ljós að hægt verður að ná fram töluverðum sparnaði með því að leggja ljósleiðara og rafmagnsheimtaug samhliða að Upsa. Óskað er því eftir því að færa það fjármagn sem gert var ráð fyrir í fjárfestingu á rafmagnsheimtaug 2023 yfir á 2022. Því er óskað eftir viðauka á lið 44200-11606 þannig að hann lækki um kr. 510.000 vegna ljóðsleiðara en hækki á móti um kr. 2.130.000 vegna rafmagnsinntaks. Nettó breytingin er því kr. 1.620.000 til hækkunar á lið 44200-11606.








Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 1.620.000 á lið 44200-11606, viðauki nr. 35, og að honum verði mætt með lækkun á fjárveitingu vegna Norðurgarðar á lykli 42200-11606 í samræmi við tillögu frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

3.Gjaldskrár 2023; framhald

Málsnúmer 202208116Vakta málsnúmer

Á 1048. fundi byggðaráðs þann 17. nóvember sl. voru gjaldskrár 2023 til umfjöllunar og afgreiðslu. Tillögum að gjaldskrám vegna íþrótta- og æskulýðsmála, Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar og Böggviðsstaðaskála var frestað.

Með fundarboði fylgdi uppfærð tillaga að gjaldskrá vegna Böggvisstaðaskála.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að gjaldskrá Böggvisstaðaskála með breytingum á 3. gr. er varðar innheimtu á leigunni þannig að hún verði fyrirfram mánaðarlega og að ártalinu sé breytt úr 2023 í 2022. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Þátttaka og framlög sveitarfélaga til stafræns samstarfs

Málsnúmer 202211110Vakta málsnúmer

a) Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, rafpóstur dagsettur þann 26. október sl., þar sem fram kemur að meðfylgjandi eru skjöl um áætluð verkefni og kostnað þeirra í samstarfi sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu fyrir árið 2023.

Þátttaka og framlög sveitarfélaga til stafræns samstarfs þeirra 2023.
Frekari upplýsingar um verkefnin í skjalinu áætlun um verkefni í samstarfi - frekari upplýsingar fyrir árið 2023.
Excel skjal með kostnaði á hvert sveitarfélag í skjalinu fastur kostnaður í stafrænum málum 2023.
Staða verkefna - samstarf sveitarfélaga í tæknilegri framþróun - október 2022.
Nýtt stafrænt ráð haust 2022.
Markmið um samstarf sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu frá landsþingi sveitarfélaga haust 2022

Fram kemur m.a. að sveitarfélög þurfa sérstaklega að afskrá sig ef þau ætli sér ekki að vera með í sameiginlegri þróun á lausnum og kaupum á þjónustulausnum. Sveitarfélög eru hvött til að áætla fjármagns í samvinnu sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu í fjárhagsáætlun sinni til 2023. Áætlað framlag Dalvíkurbyggðar vegna stafræns samstarfs 2023 er áætlað kr. 1.250.450. Í tillögu að fjárhagsáætlun 2023 þá er þegar komið inn upphæð sem dekkar ofangreindan áætlaðan kostnað Dalvíkurbyggðar.

b) Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, rafpóstur dagsettur þann 22. nóvember 2022, sem er vegna sameiginlegs verkefnis sveitarfélaga um spjallmenni í stafrænni umbreytingu. Meðfylgjandi er bréf um verkefnið þar sem það er kynnt ásamt því að óskað er eftir frekari staðfestingu á þátttöku sveitarfélaga í verkefninu útfrá nýjustu forsendum en sveitarfélög hafa samþykkt verkefnið nú þegar í fjárhagsáætlunargerð fyrir 2022. Í ljósi þess að spjallmenni er eitt af þeim stafrænu verkefnum sem sveitarfélögin hafa þegar kosið að taka þátt í, er stefnt að því að ljúka greiningu og undirbúningsvinnu á þessu ári og hefja innleiðingu verkefnisins í janúar 2023. Áréttað er að gert var ráð fyrir þessu verkefni í fjárhagsáætlun 2022 en ekki hefur verið rukkað fyrir verkefnið af hálfu sambandsins, en verður gert í desember. Fyrir áframhaldandi vinnu þarf að óska eftir staðfestingu sveitarfélags á þátttöku og innleiðingu verkefnisins með því að fylla út meðfylgjandi form. Staðfesting sérhvers sveitarfélags þarf að berast eigi síðar en 30.11.2022.

Ofangreint erindi var tekið til umfjöllunar á fundi Upplýsinga- og tækniteymis sveitarfélagsins þann 24. nóvember sl. UT-teymið leggur til að ekki verði farið í innleiðingu spjallmennis sem stendur þar sem spjallmenni myndi ekki minnka það verulega álag á þjónustuverinu. Þess í stað verði lögð áhersla á það við andlitslyftingu á heimasíðunni að gera upplýsingar aðgengilegri þar og styrkja þáttinn „Algengar spurningar og svör“ og koma þannig til móts við þarfir íbúa í upplýsingaleit. Yfirferð upplýsinga og skýrleiki þeirra er ákveðin forsenda fyrir því að spjallmenni virki svo sú vinna nýtist áfram ef ákveðið verður síðar meir að innleiða spjallmenni.
a) Lagt fram til kynningar og byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum áframhaldandi aðild.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu UT-teymis varðandi spjallmenni.

5.Starfs- og fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026; tillaga fyrir síðari umræðu.

Málsnúmer 202204134Vakta málsnúmer

Á 1048. fundi byggðaráðs þann 17. nóvember sl. var unnið áfram að frumvarpi að fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026 á milli umræðna í sveitarstjórn.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð tillaga að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar í fjárhagsáætlunarlíkani með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á milli umræðna, ásamt ýmsum fylgiskjölum og ítarefni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun og þriggja ára áætlun 2024-2026 til síðari umræðu í sveitarstjórn eins og það liggur fyrir.

6.Frá G. Ben útgerðarfélagi ehf.; Árbakki - Fyrirspurn um nýtingu forkaupsréttar

Málsnúmer 202209071Vakta málsnúmer

Á 1040. fundi byggðaráðs þann 6. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá G.Ben útgerðarfélagi ehf. varðandi fyrirhugaða sölu á eign þeirra á Árskógssandi, Árbakka F215-6698. Í erfðafestulóðarleigusamningi er kveðið á um í 7. lið forkaupsrétt landeiganda og sérstaka tilkynningarskyldu áður en öðrum sé selt húsnæðið. Óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins hvort það hyggist nýta sér forkaupsréttinn eða ekki.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til framkvæmdasviðs til frekari skoðunar fyrir næsta fund byggðaráðs."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá lögmönnum PACTA, dagsettur þann 18. nóvember sl., þar sem fram kemur að sveitarfélagið er ekki að missa neinn rétt með því að hafna forkaupsrétti að þessu sinni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna því að sveitarfélagið nýti sér forkaupsréttinn vegna sölu á Árbakka F215-6698. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðaráð beinir því til framkvæmdasviðs og skipulagsráðs að kanna hvort forsendur eru fyrir nýjum og uppfærðum lóðarleigusamningi við núverandi eigendur.

7.Frá Elvari Þór Antonssyni; Yfirlýsing um að nýta ekki forkaupsrétt á skipi nr. 1958

Málsnúmer 202211111Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Bátum og búnaði ehf. fyrir hönd Elvars Þórs Antonssonar, rafpóstur dagsettur þann 16. nóvember sl., þar sem sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar er boðinn forkaupsréttur að Fannari EA029 nr. 1958. Í lögum um stjórn fiskveiða nr. 116/2006, 12. grein, 3. mgr. segir: Eigi að selja fiskiskip, sem leyfi hefur til veiða í atvinnuskyni, tilútgerðar sem heimilisfesti hefur í öðru sveitarfélagi en seljandi á sveitarstjórn í sveitarfélagi seljanda forkaupsrétt að skipinu. Forkaupsréttur skal boðinn skriflega þeirri sveitarstjórn sem hlut á að máli og söluverð og aðrir skilmálar tilgreindir á tæmandi hátt.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð nýti sér ekki forkaupsréttinn að Fannari EA029 nr. 1958.

8.Frá Kristjáni Vigfússyni; Kvörtun vegna starfsemi hausaþurrkunar Samherja

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Á 1045. fundi byggðaráðs þann 20. október sl. var til umfjöllunar kvörtun vegna starfsemi hausaþurrkunar Samherja frá Kristjáni Vigfússyni og var samþykkt að fela starfsmönnum framkvæmdasviðs að taka saman drög að svarbréfi í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að svarbréfi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrir sitt leiti drög að ofangreindu svarbréfi og felur sveitarstjóra að senda svarbréf á grundvelli fyrirliggjandi draga.

9.Frá Landsneti ehf.; Dalvíkurlína 2 - lega jarðstrengs

Málsnúmer 202108059Vakta málsnúmer

Á 343. fundi sveitarstjórnar þann 22. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 369. fundi umhverfisráðs þann 4. mars 2022 var eftirfarandi bókað:
Lögð fram til kynningar fundargerð samráðshóps vegna lagningu Dalvíkurlínu 2. Fyrir fundinum lágu einnig skilgreindir valkostir fyrir strenglagningu Dalvíkurlínu 2 frá Hámundarstaðahálsi og að tengivirki í Höfða, en um er að ræða fjórar mismunandi lagnaleiðir. Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að leið 3 verði valin, þ.e. að lagnaleiðin verði samsíða þjóðveginum að norðan. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. Til máls tók:Jón Ingi Sveinsson.Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og tillögu um leið 3, þ.e. að lagnaleiðin verði samsíða þjóðveginum að norðan."

Tekið fyrir erindi frá Landsneti ehf., rafpóstur dagsettur þann 3. nóvember sl., þar sem fram kemur að nú er svo komið að Landsnet þarf hið allra fyrsta að fara að hefja samningaviðræður við landeigendur vegna lagningar Dalvíkurlínu 2. Komið hefur fram í fyrri samtölum Landsnets við sveitarfélögin að vilji væri fyrir því að fara í sameiginlegar samningaviðræður um streng og stíg.Meðfylgjandi eru drög að samningum við landeigendur vegna strengs og stígs. Óskað er eftir staðfestingu sveitarfélaganna að þau vilji fara í sameiginlegar samningaviðræður með Landsneti.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð fari í sameiginlegar samningaviðræður við landeigendur með Landsneti.

10.Skipulags- og byggingafulltrúamál Sviðsmyndir 2022

Málsnúmer 202210045Vakta málsnúmer

Á 1048. fundi byggðaráðs þann 17. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað vegna skipulags- og byggingamála, dagsett þann 11. október sl., frá Snæbirni Sigurðarsyni, verkefnastjóra á framkvæmdasviði, og Bjarna Daníel Daníelssyni, sviðsstjóra framkvæmdasviðs. Í minnisblaðinu er komið inn á 4 sviðsmyndir er snúa að skipulags- og byggingarmálum. 1. Ráða byggingar- og skipulagsfulltrúa til starfa. 2. Samstarf við Fjallabyggð um skipulags- og byggingarmál. 3. Útvista skipulags- og byggingarmálum til verkfræðistofu. 4. Samstarf við eða innganga í byggðasamlagið Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar (SBE). Framkvæmdasvið leggur til að leitað verði samstarfs við SBE um skipulags- og byggingarmál. Hafnar verði viðræður um kaup á þessari þjónustu til skemmri tíma með það að markmiði að ganga inn í byggðasamlagið í framhaldinu. Í dag eru verkefni byggingafulltrúa útvistuð til Verkís auk þess hluti skipulagsverkefna er í höndum Form ráðgjafar. Móttaka og meðhöndlun gagna auk samskipta við viðskiptavini er nú sinnt af verkefnastjóra. Þessi verkefni færu þá öll til SBE. Fram koma einnig hugmyndir um hvernig færi með þau verkefni sem eftir standa innan stöðugildis verkefnastjóra á tæknideild /skipulags- og tæknifulltrúa / skipulags- og byggingafulltrúa. Frestað."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna áfram tillögur 2 og 4 hér að ofan.

11.Böggvisstaðaskáli - tillaga að fyrirkomulagi gjaldskrá.

Málsnúmer 202201047Vakta málsnúmer

Á 1048. fundi byggðaráðs þann 17. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 351. fundi sveitarstjórnar þann 1. nóvember sl. var meðal annars eftirfarandi bókað: Með fundarboði byggðaráðs fylgdi úttekt Eflu á Böggvisstaðaskála, dagsett þann 10. október sl., og tillögur Freys Antonssonar að skilmálum og gjaldskrá varðandi skálann, sbr. rafpóstur dagsettur þann 23.10.2022.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að heimild til niðurrifs á Böggvisstaðaskála verði afturkölluð. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Böggvisstaðaskáli verði leigður áfram út með nýju fyrirkomulagi og verðskrá til reynslu þar til annað verður þá ákveðið. Tillögur Freys Antonssonar verði hafðar til hliðsjónar og framkvæmdasviði verði falið að leggja fyrir byggðaráð nánari útfærslu á fyrirkomulagi og tillögu að verðskrá.Til máls tóku: Helgi Einarsson. Freyr Antonsson. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um að afturkalla heimild til niðurrifs á Böggvisstaðaskála. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um að Böggvisstaðaskáli verði leigður áfram út með nýju fyrirkomulagi og verðskrá til reynslu þar til annað verður ákveðið.Frestað."

Á fundinum var kynntur rafpóstur frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs, dagsettur þann 24 nóvember, þar sem fram kemur að meðfylgjandi eru drög að leigusamningi. Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar muni siðan útbúa almennar umgengisreglur sem hengdar verðar upp í skálanum og eru fylgiskjal með leigusamningi.

Umfjöllun um tillögu að gjaldskrá má sjá undir máli 202208116 hér að ofan.
Byggðaráð samþykkir samhljóða ofangreinda tillögu að leigusamningi með þeim breytingum að innheimtuferli verði í samræmi við breytingar á gjaldskrá.

12.Frístund

Málsnúmer 202211126Vakta málsnúmer

Úr málefna- og samstarfssamningi meirihluta;"Hafið verði samtal um frekari nýtingu félagsmiðstöðvar fyrir fleiri aldurshópa, þar á meðal frístund" .

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir minnisblaði frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og skólastjóra Dalvíkurskóla varðandi hugmyndir um flutning á Frístund úr Dalvíkurskóla yfir í Víkurröst. Byggðaráð óskar eftir að fá viðkomandi stjórnendur á fund byggðaráðs þann 8. desember nk.

13.Frá stjórn Menningarfélagsins Bergs ses., Framtíðarfyrirkomulag á rekstri og skipulagi- ósk um viðræður,

Málsnúmer 202206059Vakta málsnúmer

Freyr Antonsson vék af fundi undir þessum lið kl. 15:31 vegna vanhæfis.

Á 1048. fundi byggðaráðs þann 17. nóvember sl. var m.a. samþykkt að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð semji um yfirtöku reksturs Menningarhússins Bergs frá og með 1.1.2023 á grundvelli fyrirliggjandi minnisblaðs og með fyrirvara um umfjöllun og afgreiðslu stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur dagsettur þann 22. nóvember sl. frá formanni stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses., Frey Antonssyni, þar sem meðfylgjandi er fundargerð stjórnar frá 21. nóvember sl. og tillaga að breytingu á skipulagsskrá vegna yfirfærslu reksturs Menningarhúss til Dalvíkurbyggðar. Eftirfarandi kemur fram í fundargerð stjórnar:

1.
Á fundi stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses var farið yfir minnisblað í 8 liðum sem var tekið fyrir á fundi byggðaráðs þann 17. nóvember s.l. og varðar framtíðarskipulag á rekstri Menningarhússins Bergs. Samkvæmt bókun stjórnar þá þarf að skýra hvernig samið verður um greiðslu fyrir búnað og tæki í eigu Menningarfélagsins Bergs ses. Stjórnin leggur til að miðað verði við eignfærða stöðu 31. desember 2022 og að eftir á eigi hvorugur aðili frekara tilkall til eigna. Stjórn Menningarfélagsins Bergs ses samþykkir minnisblaðið en lítur svo á að rekstur veitingasölu eftir áramót sé óviðkomandi samkomulagi um yfirtöku Dalvíkurbyggðar á rekstri Menningarhússins Bergs.

2.
Stjórn menningarfélagsins leggur til að gerður verði sérstakur samningur um rekstur veitingasölu í Menningarhúsinu Bergi frá og með 1. janúar 2023 fram að því að búið verður að finna nýjan rekstraraðila.

3.
Farið yfir skipulagsskrá Mennigarfélagsins Bergs ses og gerð tillaga að nauðsynlegum breytingum á henni. Boðað verður til fundar með stofnaðilum 7. desember 2022 til að fá nýja skipulagsskrá samþykkta. Fundarboði mun fylgja tillaga að nýrri skipulagsskrá sem og fundargerðir síðustu tveggja stjórnarfunda Menningarfélagsins Bergs ses.

Stjórn Menningarfélagsins Bergs ses óskar eftir að ofangreindar athugasemdir séu teknar fyrir á byggðaráðsfundi og til staðfestingar í sveitarstjórn.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að óska eftir að fá KPMG endurskoðendur til að gera mat á þeim búnaði og tækjum sem um ræðir. Varðandi rekstur veitingasölu á vegum Menningarfélagsins Bergs ses þar til byggðaráð er búið að finna nýjan rekstraraðila þá felur byggðaráð sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að gera drög að samningi við Menningarfélagið þar sem gert verði ráð fyrir endurgjaldi vegna leigu á aðstöðunni. Jafnframt er sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að gera drög að samningi í heild sinni á milli aðila vegna yfirfærslu á rekstri Menningarhússins til sveitarfélagsins.
Freyr Antonsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

14.Umdæmisráð barnaverndar; barnaverndarþjónusta frá 1.1.2023

Málsnúmer 202202044Vakta málsnúmer

Freyr Antonsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 15:50.

Á 1048. fundi byggðaráðs þann 17. nóvember sl. gerði sveitarstjóri grein fyrir stöðu mála hvað varðar viðræður við nágrannasveitarfélögin um barnaverndarþjónustu. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra áframhaldandi viðræður við nágrannasveitarfélögin.

Sveitarstjóri upplýsti um gang mála.
Lagt fram til kynningar.

15.Ungmennaráð - heimsókn á fund byggðaráðs

Málsnúmer 202211038Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs fulltrúar úr Ungmennaráði Dalvíkurbyggðar; Lárus Anton Freysson, Íris Björk Magnúsdóttir, Íssól Anna Jökulsdóttir, Fannar Nataphum Sigurbjörnsson og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 16:17.

Á 36. fundi Ungmennaráðs þann 4. nóvember sl. var til umfjöllunar verkefni ráðsins. Fram kom að ráðið óskar eftir fundi með sviðsstjórum Dalvíkurbyggðar til að kynna sínar áherslur og minna á mikilvægi ráðsins. Einnig óskar ráðið eftir því að fá að koma inn á fund byggðaráðs við fyrsta tækifæri til að kynna áherslur og mikilvægi ráðsins.

Lárus Anton, Íris Björk, Ísól Anna, Fannar Nataphum, Gísli Rúnar og Gísli viku af fundi kl. 16:48.
Byggðaráð þakkar fulltrúum Ungmennaráðsins kærlega fyrir heimsóknina og góðar umræður.

16.Erindi frá ADHD samtökunum - ósk um samstarf

Málsnúmer 202211108Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá ADHD samtökunum, dagsett þann 15. nóvember sl., þar sem samtökin óska eftir samstarfi við Dalvíkurbyggð um aukna fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu um ADHD og fyrir fólk með ADHD. Jafnframt er óskað eftir með bréfi þessu eftir allt að kr. 500.000 í styrk sem nýttur yrði samkvæmt nánara samkomulagi.
Byggðaráð vísar ofangreindu erindi til umfjöllunar í fræðsluráði, félagsmálaráði og ungmennaráði varðandi ósk um samstarf við Dalvíkurbyggð um aukna fræðslu um ADHD.

17.Frá nefndasviði Alþingis; Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum, 46. mál.

Málsnúmer 202211121Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 18. nóvember sl., þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum, 46. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2. desember nk.
Lagt fram til kynningar.

18.Dagskrá aukaþings SSNE 2. desember n.k.

Málsnúmer 202211145Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 22. nóvember sl., þar sem meðfylgjandi er dagskrá aukaþings SSNE sem haldið verður rafrænt 2. desember nk. Minnt er á að þingið er opið öllum einstaklingum og lögaðilum sem eiga lögheimili á starfssvæði landshlutasamtakanna og hafa aðrir kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum aðildarsveitarfélaganna og varamenn þeirra málfrelsi og tillögurétt á þingunum. Skráning fer fram á heimasíðu SSNE.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:25.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs