Skipulagsráð

1. fundur 14. september 2022 kl. 14:00 - 16:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Anna Guðrún Snorradóttir varamaður
  • Júlíus Magnússon varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Daníel Daníelsson sviðstjóri
  • Snæbjörn Sigurðarson starfsmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Snæbjörn Sigurðarson Verkefnastjóri á framkvæmdasviði
Dagskrá
Anna Kristín Guðmundsdóttir og Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson boðuðu forföll. Anna Guðrún Snorradóttir og Júlíus Magnússon sitja fund sem varamenn.

1.Umsókn um lóð - Ásholt 7 á Hauganesi

Málsnúmer 202209037Vakta málsnúmer

Í umsókn, dagsettri 7. september 2022, óskar Tomasz Rafal Motyl eftir því að fá úthlutaðri lóð við Ásholt 7 á Hauganesi.
Skipulagsráð samþykkir umsóknina og felur Framkvæmdasviði að úthluta lóðinni.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Öldugata 31 - ósk um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202209042Vakta málsnúmer

Í bréfi, dagsettu 16. júní 2022, óskar Guðmundur Valur Stefánsson fyrir hönd Laxóss ehf. eftir breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að nýtingarhlutfall lóðar miðað við grunnflöt verði hækkað úr 0,3 í 0,41, og úr 0,4 í 0,5 miðað við heildargólfflöt með milliloftum.
Á 1034. fundi byggðarráðs þann 18. ágúst sl. kom fram að áformað er að halda íbúafund eftir almenn sumarleyfi um fyrirhugað seiðaeldi Laxóss við Árskógssand.
Skipulagsráð telur ekki forsendur til að taka afstöðu til málsins fyrr en að honum loknum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Dalvíkurlína 2 - Breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202209054Vakta málsnúmer

Lögð fram drög Teiknistofu Arkitekta að vinnslutillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna lagningu á Dalvíkurlínu 2.
Kynningu skipulagslýsingar í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lauk þann 19. janúar sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Náttúrufræðistofnun Íslands, Vegagerðinni, Rarik, Tengi hf, Minjastofnun Íslands og Skipulagsstofnun.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlögð drög að vinnslutillögu, og að tillagan verði verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fyrir liggur samþykki Akureyrarbæjar og Hörgársveitar á sambærilegum tillögum að breytingum á aðalskipulagi sveitarfélaganna.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Skipulagsverkefni - forgangsmál

Málsnúmer 202208137Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur að forgangsröðun í skipulagsmálum.
Skipulagsráð leggur til að sett verði í forgang að skipuleggja fjölbreytta íbúðabyggð í og við þéttbýlin á Dalvík og Árskógssandi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Starfs- og fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026

Málsnúmer 202204134Vakta málsnúmer

Lögð var fram starfs- og fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.
Lagt fram til kynningar.

6.Deiliskipulag þjóðvegarins í gegnum Dalvík

Málsnúmer 202011010Vakta málsnúmer

Deiliskipulagið er í raun búið í auglýsingaferli. Nokkrar athugasemdir bárust á auglýsingatíma. Taka þarf afstöðu til þeirra og líka hugmynda Vegagerðarinnar um að halda íbúafund þar sem tillagan væri reifuð og kynnt betur.
Skipulagsráð mun halda opinn íbúafund sem allra fyrst þar sem málið snertir alla íbúa.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 16:15.

Nefndarmenn
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Anna Guðrún Snorradóttir varamaður
  • Júlíus Magnússon varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Daníel Daníelsson sviðstjóri
  • Snæbjörn Sigurðarson starfsmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Snæbjörn Sigurðarson Verkefnastjóri á framkvæmdasviði