Skipulagsráð

2. fundur 03. október 2022 kl. 14:00 - 17:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Daníel Daníelsson sviðstjóri
  • Snæbjörn Sigurðarson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Snæbjörn Sigurðarson Verkefnastjóri á framkvæmdasviði
Dagskrá

1.Umsókn um stöðuleyfi fyrir matarvagn

Málsnúmer 202209093Vakta málsnúmer

Með bréfi, dagsett 21. september 2022, óskar Stefán Bjarmar Stefánsson eftir stöðuleyfi fyrir matarvagni neðan við Karlsrauðatorg 5. Meðfylgjandi er undirritað samþykki nágranna fyrir matarvagninum.
Skipulagsráð samþykkir að veita umbeðið stöðuleyfi fyrir matarvagni.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Hringtún 24 - ósk um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202209126Vakta málsnúmer

Með bréfi, dagsett 28. september 2022, óskar Erla Björk Jónsdóttir eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Hringtún 24. Breytingin felur í sér að heimilt verða að byggja einbýlishús á einni hæð í stað tveggja ásamt stækkun á lóð til norðurs.
Skipulagsráð telur að um óverulega deiliskipulagsbreytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögunni er vísað í grenndarkynningu skv. 2.mgr. 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning skal ná yfir Hringtún 9a-c, 10, 11a-b, 13-15, 17a-b, 19a-b, 21, 23, 25, 30, 32, 38 og 40.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Umsókn um lóð - Hamar lóð 16

Málsnúmer 202209058Vakta málsnúmer

Með umsókn, dagsett 9. september 2022, óska Auður Jónsdóttir og Hafþór Hafiðason eftir frístundalóð nr. 16 á Hamri.
Skipulagsráð samþykkir umsóknina og felur framkvæmdasviði að úthluta lóðinni.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Umsókn um lóð - Hamar lóð 7

Málsnúmer 202208078Vakta málsnúmer

Með umsókn, dagsett 17. ágúst 2022, óskar Jóhannes Bjarmi Skarphéðinsson eftir frístundalóð nr. 7 á Hamri. Umsóknin var tekin fyrir á 375. fundi Umhverfisráðs þann 5. september 2022 þar sem eftirfarandi var bókað:
"Umhverfisráð felur starfsfólki framkvæmdasviðs að uppfæra samning um lóð 7 að Hamri og leggja fyrir næsta fund ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Skipulagsráð samþykkir umsóknina og felur framkvæmdasviði að úthluta lóðinni.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Umsókn um stofnun byggingarlóðar úr landi Hrísa

Málsnúmer 202208080Vakta málsnúmer

Á 375. fundi Umhverfisráðs 2022 þann 5. september 2022 var tekin fyrir umsókn frá Önnu Baldvinu Jóhannesdóttur og Skarphéðins Péturssonar eftir leyfi fyrir skika úr landi Hrísa fyrir lóð undir nýtt íbúðarhús, ræktun og gróðursetningu þar sem eftirfarandi var bókað:
"Umhverfisráð felur starfsfólki framkvæmdasviðs að ræða við umsækjendur um stærð lóðar og staðsetningu byggingarreits og leggja fyrir drög að samningi á næsta fundi ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Skipulagsráð felur framkvæmdasviði að ræða við umsækjendur um stærð lóðar og fyrirkomulag lóðarleigusamnings.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Áherslur um vindorkunýtingu - samskipti við starfshóp ráðuneytis

Málsnúmer 202208149Vakta málsnúmer

Með tölvupósti, dagsett 31. ágúst 2022, óskar Guðjón Bragason f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga eftir umsögn Dalvíkurbyggðar til starfshóps um nýtingu vindorku.
Lagt fram til kynningar.

7.Kvörtun vegna starfsemi hausaþurrkunar Samherja

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Í erindi, dagsett 18. ágúst 2022, óskar Kristján Vigfússon eftir því að tekin verði til formlegrar afgreiðslu kvörtun hans um ólykt frá hausaþurrkun Samherja ásamt svörum við eftirfarandi spurningum:
Hér með er kvartað undan megnri ólykt frá fiskþurrkun Samherja staðsettri á Dalvík að Ránarbraut sem berst yfir bæinn og þar með inn í íbúabyggð og skerðir loftgæði og lífsgæði íbúanna. Vísað er í Lög nr. 7/1998 5.1 um hollustuhætti og mengunarvarnir en markmið laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir er að tryggja landsmönnum heilnæm lífsskilyrði og vernda þau gildi sem felast í heilnæmu og ómenguðu umhverfi. Í 5. gr. laganna segir að atvinnurekstur sem geti haft í för með sér mengun skuli hafa gilt starfsleyfi. Samkvæmt sömu lögum skulu vera í starfsleyfum ákvæði sem tryggi að atvinnurekstur sé þannig úr garði gerður að allar viðeigandi mengunarvarnir séu viðhafðar og að beitt séu bestu fáanlegu tækni. Þar kemur skýrt fram að mengun taki einnig til ólyktar. Einnig er vísað til reglugerðar nr. 785/1999 en í almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi eru ákvæði um lyktarmengun. Þessi ákvæði eru útfærð nánar í sértækum skilyrðum fyrir starfsemi þar sem hætta er á lyktarmengun. Auk þessa er vísað til reglugerðar nr. 787/1999 um loftgæði fyrir íbúa landsins en þessi reglugerð gerir körfur til fyrirtækja um að reykur, ryk og loftmengun sem eru lyktarmiklar valdi ekki óþægindum í næsta umhverfi. Þar segir einnig að þeir sem falla undir gildissvið reglugerðarinnar eigi að halda loftmengun í lágmarki og viðhalda þeim gæðum sem felast í hreinu og ómenguðu lofti. Að lokum er vísað til ákvæða Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og tilmæla Sameinuðu Þjóðanna um að íbúar geti notið bestu loftgæða hvar sem þeir búa, sjá; https://sustainabledevelopment.un.org/partnership/?p=7396 http://www.euro.who.int/en/health-topics/environment-and-health/air-quality

Óskað er eftir að Bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar bregðist við þessari kvörtun í samræmi við lög og reglugerðir sem vísað er til hér að ofan og svari beiðni þessari innan lögbundins frests. Auk þessa er óskað svara við eftirfarandi en bæjarstjórn ber ábyrgð á eftirfylgni og framkvæmd sé háttað samkvæmt lögum og reglum gagnvart íbúum og er þannig eftirlitsaðili íbúa gagnvart heilbrigðiseftirliti Norðurlands: - Hefur verið óskað eftir endurbótum á lyktarmengun frá starfseminni og þá hverjum ? og hvernig hefur fyrirtækið bætt úr? og hefur verið staðið við tímafresti af hálfu fyrirtækisins? ? Hefur bæjarstjórn óskað eftir úrbótum vegna lyktarmengunar frá fyrirtækinu ? Hefur verið fjallað um hvort að staðsetning lyktarmengandi fyrirtækis sé viðeigandi fyrir íbúa í næsta nágrenni? - Hefur verið gert áhættumat gagnvart lykt og skilgreint ferli þekktra lyktaruppspretta? Hefur bæjarfélagið látið eða óskað eftir kortlagningu á útbreiðslu lyktar eða látið reikna/meta líkur á lyktamengun í umhverfinu bæði í venjulegum rekstri og þegar stærri ófyrirséð rekstrarvandmál eiga sér stað? - Hefur verið útbúinn viðbragðsáætlun sem lýsir viðbrögðum við frávikum og kvörtunum sem lýsir hvernig samskiptum skal háttað við nágranna og aðra hagsmunaaðila en það geta komið upp frávik í venjulegum rekstri sem geta leitt til mikillar lyktar. - Hefur verið unnin samskiptaáætlun um hvernig nágrannar eru upplýstir um mögulega lykt í nærumhverfi þeirra hér á Dalvík. - Hefur verið sett upp samskiptaáætlun um hvernig íbúar geta tilkynnt um lykt frá starfseminni. - Hefur verið sett upp ferli til að taka móti kvörtunum og skilgreind viðbrögð við þeim? - Hvernig telur bæjarfélagið að Heilbrigðiseftirlit Norðurlands hagi eftirliti vöktun og stórn á lyktaruppsprettum frá fiskþurrkuninni?- - - Fer fram farm reglulegt lyktarskynmat með því að þefa af loftinu með stöðluðum vinnubrögðum þar sem niðurstaða er skráð niður eftir sérstöku kerfi. - Er haldið utan um lyktarútbreiðslu og hún ákvörðuð með tölvulíkani líkt og ber að gera og hefur bæjarfélagið þær upplýsingar ? - Er gerð árleg skýrsla þar sem farið er yfir kvartanir sem hafa borist um starfsemina ásamt því að lýsa niðurstöðum innra eftirlits, þar sem fram kemur hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar og hvað er áætlað að gera til að draga úr lykt?
Skipulagsráð vísar til þess að í nýju aðalskipulagi sé sett fram umhverfisstefna um mengandi starfsemi og vísar erindinu til umræðu í byggðaráði.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

8.Skipulagsverkefni - forgangsmál

Málsnúmer 202208137Vakta málsnúmer

Farið yfir tillögur að forgangsröðun skipulagsverkefna í Dalvíkurbyggð.
Skipulagsráð felur framkvæmdasviði að undirbúa forsendur fyrir verðkönnun vegna deiliskipulags fyrir íbúabyggð við Böggvisbraut, á Árskógssandi og suðurbæ Dalvíkur og leggja fyrir ráðið.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Daníel Daníelsson sviðstjóri
  • Snæbjörn Sigurðarson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Snæbjörn Sigurðarson Verkefnastjóri á framkvæmdasviði