Félagsmálaráð

271. fundur 12. september 2023 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Katrín Kristinsdóttir formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Nimnual Khakhlong aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá
Júlíus Magnússon boðar forföll á fundinn, í hans stað kemur Silja Pálsdóttir

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202306157Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202306157

Bókað í trúnaðarmálabók

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202309038Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202309038

Bókað í trúnaðarmálabók

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202309037Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202309037

Bókað í trúnaðarmálabók

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202309059Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202309059

Bókað í trúnaðarmálabók

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202309060Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202309060

Bókað í trúnaðarmálabók

6.Uppfæra, stefnu og framkvæmdaáætlun undir barnavernd, heimasíða

Málsnúmer 202306046Vakta málsnúmer

Tekin fyrir stefna Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar fyrir tímabilið 2023-2027. Stefna og framkvæmdaáætlun Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar er gerð með vísan til 9.gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 en í 9.gr. kemur fram: Sveitarstjórnir skulu marka sér stefnu og gera framkvæmdaáætlun fyrir hvert kjörtímabil
á sviði barnaverndar innan sveitarfélagsins. Framkvæmdaáætlun sveitarfélags í
barnaverndarmálum skal send mennta- og barnamálaráðuneytinu, Gæða- og
eftirlitsstofnun velferðarmála og Barna- og fjölskyldustofu.“
Lagt fram til kynningar.

7.Barnaverndarþjónusta

Málsnúmer 202212124Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað frá fundi fagráðs Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar dags. 31.08.2023. Um er að ræða álit og mat á samstarfi Akureyarbæjar og Dalvíkurbyggðar sbr. fyrirliggjandi samning um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar sem endurskoðaður skal fyrir árslok 2023, ,eð vísan í 6. og 8. grein samningsins.
Lagt fram til kynningar.

8.Jafnréttisáætlun 2022-2026

Málsnúmer 202206106Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Jafnréttisstofu dags. 31. ágúst 2023 þar sem farið var yfir drög að jafnréttisáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árin 2023-2026. Gerðar voru 3 athugasemdir við drögin sem snéru af því að vísa í lagagreinar hvað varðar hinsegin fræðslu og meðferð við ráðstöfun fjármagns.
Félagsmálaráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum Jafnréttisstefnu Dalvíkurbyggðar með þar til gerðum breytingum.

9.Fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 202305058Vakta málsnúmer

Farið yfir tímaramma fjárhagsáætlunar 2024. Einnig var starfsáætlun ársins 2023 skoðuð og farið yfir áherslur nefndarmanna vegna fjárhagsáætlunar ársins 2024. Lagt til að boða til aukafundar vegna vinnu við fjárhagsáætlun.
Lagt fram til kynningar og samþykkt að eiga auka fund vegna vinnu við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2024.

10.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 202307014Vakta málsnúmer

Teknar fyrir gjaldskrá sviðsins fyrir árið 2023 og rætt var um breytingar á gjaldskrá fyrir árið 2024.
Félagsmálaráð mun taka gjaldskrár sviðsins til frekari umfjöllunar á auka fundi vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024.

11.Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta 2024

Málsnúmer 202309009Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 30.08.2023 frá Stígamótum. Árlega leita Stígamót til allra sveitarstjórna til þess að óska eftir fjárstuðningi og samstarfi um reksturinn. Árið 2022 leituðu 910 einstaklingar til Stígamóta. Um helmingur þeirra sem nýta sér þjónustuna á hverju ári búa utan Reykjavíkur - ekki er þó boðið upp á viðtöl á landsbyggðinni.
Félagsmálaráð hafnar erindinu með fimm greiddum atkvæðum en mun styrkja Aflið á Akureyri, systrafélag Stígamóta.

12.Breytt fyrirkomulag forvarna hjá embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra

Málsnúmer 202309020Vakta málsnúmer

Tekin fyrir rafpóstur frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra dags. 05.09.2023
Í erindi hennar kemur fram að staða forvarnarfulltrúa við lögregluembættið verður ekki með sama sniði og verið hefur frá og með 1. september. Embættinu var gert að skera niður og staða forvarafulltrúa er því miður eitt af þeim verkefnum sem hverfa við það. Áfram mun lögreglan sinna forvarnarverkefnum en stilla þarf þeim upp með öðrum hætti.
Félagsmálaráði þykir miður að staða forvarnarfulltrúa hafi verið lögð niður, þar sem félagsmálaráð telur mikla þörf fyrir aukið forvarnarstarf. Starf forvarnarfulltrúa hefur reynst mjög vel og hefur eftirfylgni fulltúans verið til fyrirmyndar.

13.Framlag ríkisins 2023 vegna barna með fjölþættan vanda ogeða miklar þroska- og geðraskanir

Málsnúmer 202309040Vakta málsnúmer

Tekin fyrir rafpóstur dags. 01.09.2023 frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Þar kemur fram að áformað er að veita framlag úr ríkissjóði til að standa straum af hluta kostnaðar sveitarfélaga vegna barna með fjölþættan vanda og/eða miklar þroska- og geðraskanir sem vistuð hafa verið utan heimilis árið 2023 á grundvelli laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Um er að ræða einskiptisaðgerðir vegna ársins 2023
Lagt fram til kynningar.

14.Framlög til úrbóta á aðgengismálum fatlaðs fólks 2023-2024

Málsnúmer 202309039Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 05.09.2023 frá Innviðaráðuneytinu. Samþykkt hefur verið að gera breytingu á reglugerð 280/2021 um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem heimilar sjóðnum að úthluta allt að 415 m.kr. til úrbóta á aðgengismálum fatlaðs fólks á árunum 2023 og 2024. Umsóknir um aðgengisframlög úr Fasteignasjóði skulu berast sjóðnum ásamt fylgigögnum eigi síðar en 31. desember 2024. Meðfylgjandi er yfirlit yfir skiptingu fjármagns sem heimilt er til úthlutunar innan hvers þjónustusvæðis.
Félagsmálaráð felur starfshópi um aðgengismál fatlaðra í sveitafélaginu að sækja um aðgengisframlag úr Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

15.Fjárhagsáætlun 2023

Málsnúmer 202209027Vakta málsnúmer

Farið var yfir fjárhagsstöðu félagsmálasviðs fyrir árið 2023
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Katrín Kristinsdóttir formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Nimnual Khakhlong aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi