Félagsmálaráð

268. fundur 25. apríl 2023 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Katrín Kristinsdóttir formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson varamaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Rafnsdóttir Sviðsstjóri félagsmálasviðs
Dagskrá
Lilja Guðnadóttir boðar forföll, í hennar stað situr fundinn Felix Rafn Felixson. Nimnual Khakhlong mætti ekki og boðaði ekki varamann.

1.Húsnæðismál

Málsnúmer 202212059Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202212059

Bókað í trúnaðarmálabók

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202301144Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202301144

Bókað í trúnaðarmálabók

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202302001Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202302001

Bókað í trúnaðarmálabók

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202303061Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202303061

Bókað í trúnaðarmálabók

5.Jafnréttisáætlun 2022-2026

Málsnúmer 202206106Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi félagsmálaráðs sem haldinn var þann 21. mars 2023 var farið yfir drög að jafnréttisáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir tímabilið 2023-2026. Starfsmönnum var falið að vinna aðgerðaráætlun og setja inn í jafnréttisáætlun. Farið var yfir áætlunina og aðgerðaráætlun.
Félagsmálaráð felur sviðsstjóra félagsmálasviðs að vinna að breytingum sem lagðar voru fram á fundinum. Tekið aftur fyrir á næsta fundi.

6.Hjólasöfnun 2023

Málsnúmer 202304115Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 04.04.2023 frá Barnaheill. Árleg hjólasöfnun er hafin í tólfta sinn. Frá upphafi hjólasöfnunar árið 2012 hafa um 3.500 börn og ungmenni notið góðs af því að fá hjól úr söfnuninni. Barnaheill býður öllum félagsþjónustum og/eða barnavernd sveitarfélaganna að taka þátt í verkefninu með þeim og gera þannig skjólstæðingum upp að 18 ára aldri, allra sveitarfélaga kleift að sækja um hjól úr söfnuninni búi þau við þannig félagslegar og/eða fjárhagslegar aðstæður að þau þurfi á hjólum að halda. Hjólunum verður úthlutað frá miðjum apríl og fram í maí.
Félagsmálaráð felur sviðsstjóra að kynna verkefnið á heimasíðu Dalvíkurbyggðar og aðstoða fólk sem gæti nýtt sér úrræðið að sækja um.

7.Til umsagnar frumvarp til laga um brottfall laga um orlof húsmæðra, nr. 531972

Málsnúmer 202303164Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 09.03.2023 frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis. Allsherjar- og menntamáladeild Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um brottfall laga um orlof húsmæðra nr. 53/1972 með síðari breytingum, 165. mál.
Lagt fram til kynningar.

8.Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir (sameining Vinnumálastofnunar og Fjölmenningarseturs), 782. mál

Málsnúmer 202303165Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 14.03.2023 frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir (sameining Vinnumálastofnunar og Fjölmenningarseturs, þjónustusvöðvar). 782. mál.
Lagt fram til kynningar.

9.Tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál

Málsnúmer 202303091Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 09.03.2023 frá nefndarsviði Alþingis. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 126. mál.
Lagt fram til kynningar.

10.Til umsagnar 860. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis

Málsnúmer 202304021Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 31.03.2023 frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2024-2028, 860. mál.
Lagt fram til kynningar.

11.Orlof húsmæðra 2023

Málsnúmer 202304121Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 21.04.2023 frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga, um orlof húsmæðra árið 2023. Samkvæmt upplýsingum frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu skal framlag sveitarfélaga til orlofsnefnda á hverju svæði vera minnst kr. 141.01 fyrir hvern íbúa.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Katrín Kristinsdóttir formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson varamaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Rafnsdóttir Sviðsstjóri félagsmálasviðs