Félagsmálaráð

259. fundur 01. júlí 2022 kl. 10:00 - 12:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Katrín Kristinsdóttir formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Kristín Heiða Garðarsdóttir varamaður
  • Elsa Hlín Einarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir þroskaþjálfi
Dagskrá
Júlíus Magnússon boðaði forföll og varamaður hans, Kristín Heiða Garðarsdóttir sat fundinn í hans stað.
Þá boðaði Nimnual Khakhlong einnig forföll og varamaður hennar, Elsa Hlín Einarsdóttir sat fundinn í hennar stað.

1.Starfsáætlun 2022

Málsnúmer 202206105Vakta málsnúmer

Eyrún Rafnsdóttir, félagsmálastjóri, fór yfir starfsáætlun félagsmálasviðs fyrir árið 2022. Einnig fór hún yfir þær stefnur, reglugerðir og samþykktir sem eru á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar.

2.Fjárhagsáætlun 2022

Málsnúmer 202108078Vakta málsnúmer

Eyrún Rafnsdóttir, félagsmálastjóri, fór yfir fjárhagsáætlun félagsmálasviðs fyrir árið 2022.
Lagt fram til kynningar.

3.Erindisbréf félagsmálasvið

Málsnúmer 202206104Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir erindisbréf félagsmálasvið
Frestað til næsta fundar ráðsins.

4.Jafnréttisáætlun 2022-2026

Málsnúmer 202206106Vakta málsnúmer

Lögð var fram jafnréttisáætlun félagsmálasviðs.
Félagsmálaráð fór yfir kynjaskiptingu í ráðum Dalvíkurbyggðar. Félagsmálaráð fagnar jafnri kynjaskiptingu í ráðunum. Félagsmálaráð felur starfsmönnum sviðsins að vinna að jafnréttisáætlun sem verður tekin fyrir á næsta fundi ráðsins.

5.Tímabundinn styrkur til sveitarfélaga vegna tómstunda- og menntunarúrræða barna á flótta Fyrri úthlutun

Málsnúmer 202206012Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafbréf dags. 1. júní 2022 frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu vegna móttöku barna á flótta frá Úkraínu. Um er að ræða úthlutun tímabundins stuðnings við sveitarfélög við að taka á móti auknum fjölda barna á flótta. Sótt var um stuðning fyrir 4 börn í Dalvíkurbyggð.
Félagsmálaráð fagnar því að sótt hafi verið um styrk til að styðja við börnin til félagsstarfa og styrkurinn verði nýttur til að efla félagstengsl barnanna.

6.Aukið félagsstarf fullorðinna árið 2022 vegna Covid-19

Málsnúmer 202205055Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafbréf dags. 2. júní 2022 frá Félagsmálaráðuneytinu þar sem fram kemur að umsókn um fjárframlag vegna sérstakra viðbótaverkefna í félagsstarfi fullorðinna fyrir árið 2022 hafi verið samþykkt.
Lagt fram til kynningar.

7.Málefni flóttafólks - tenging við Rauða krossinn- upplýst samþykkisform f. stuðning

Málsnúmer 202205146Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 18.05.2022 frá Rauða krossi Íslands. Erindið varðar málefni flóttafólks sem sest hefur að í sveitarfélaginu eða mun mögulega setjast hér að. Rauði krossinn hefur um áratugaskeið stutt við bakið á flóttafólki sem hingað kemur. Félagið hefur gegnt margvíslegum hlutverkum í móttöku flóttafólks í gegnum árin. Aðaláhersla félagsins er nú á andlega velferð gegnum sálfélagslegan stuðning. Starfað er eftir aðferðarfræði Alþjóðahreyfingar Rauða krossins um andlega velferð. Hjartað í stuðningi félagsins eru persónuleg tengsl, gegnum félagsleg virkniverkefni, leiðsöguvini eða tungumálavini sem og umfangsmikil fræðsla um andlega velferð. Tilgangur bréfsins er að tryggja að flóttafólk með dvalarleyfi fái upplýsingar um stuðning og þjónustu Rauða krossins. Tilkynnt hefur verið til Rauða krossins nöfn og símanúmer flóttamanna í Dalvíkurbyggð
Lagt fram til kynningar.

8.Könnun á geðheilsu og þörf fyrir geðheilsuþjónustu meðal fólks með þroskahömlun og skyldar raskanir

Málsnúmer 202206051Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dags 14.06.2022 frá Geðheilsuteymi taugaþroskaraskana. Kynnt var skýrsla sem gerð var um könnun á geðheilsuþjónustu meðal fólks með þroskahömlun og skyldar raskanir.
Lagt fram til kynningar.

9.Aðgengisfulltrúar

Málsnúmer 202109128Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Öryrkjabandalagi Íslands dags. mars 2022 þar sem vakin er athygli á að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti vegna jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, félagsmálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Öryrkjabandalag Íslands gera með sér samkomulag um samstarf. Um er að ræða átak sem felur í sér hvatningu ti sveitarfélaga um að vinna markvisst að úrbótum í aðgengismálum í samræmi við stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017-2021. Mikilvægt er að fatlað fólk hafi aðgengi að samfélaginu til jafns við aðra og sveitarfélögin á Íslandi gegna lykilhlutverki við að ná því markmiði.
Lagt fram til kynningar.

10.Matarsendingar - f.fjárhagsáætlun 2023

Málsnúmer 202206118Vakta málsnúmer

Formaður félagsmálaráðs vakti athygli á að í málefnasamningi meirihlutans væri að auka við þjónustu við eldri borgara og öryrkja hvað varðar matarsendingar alla daga vikunnar. Rætt var um möguleika á slíkri þjónustu í sveitarfélaginu og hvernig væri hægt að útfæra það í Dalvíkurbyggð.
Félagsmálaráð felur starfsmönnum sviðsins að vinna að úrlausn samkvæmt umræðum á fundi.

11.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202206053Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202206053

Bókað í trúnaðarmálabók

Fundi slitið - kl. 12:30.

Nefndarmenn
  • Katrín Kristinsdóttir formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Kristín Heiða Garðarsdóttir varamaður
  • Elsa Hlín Einarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir þroskaþjálfi