Veitu- og hafnaráð

111. fundur 14. janúar 2022 kl. 08:15 - 10:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Valdimar Bragason formaður
 • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
 • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
 • Kristján Hjartarson Aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
 • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
 • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Fyrirhugað seiðaeldi við Árskógssand.

Málsnúmer 201608099Vakta málsnúmer

Á fundi starfsmanna 10. janúar 2022 með forsvarsmönnum Laxós verkefnisins voru kynnt áform um áframhald á verkefninu. Fyrir veitu- og hafnaráði liggur fyrir að taka afstöðu til veitingu á heitu og köldu vatni til verkefnisins og einnig deiliskipulags vegna verkefnisins við hafnasvæðið á Árskógssandi.
Fyrirhugað er að halda íbúafund til kynningar á drögum að breytingum á aðalskipulagi og deiliskipulag vegna verkefnisins þann 19. janúar nk.
Veitu- og hafnaráð leggur til við sviðsstjóra að leitað verði til verkfræðistofu og fengið álit á möguleikum veitna til afhendingar orku fyrir verkefnið, bæði á heitu og köldu vatni.

2.Breyting á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna deiliskipulags Hauganess

Málsnúmer 202111093Vakta málsnúmer

Helga Íris Ingólfsdóttir, skipulags- og tæknifulltrúi kom inn á fundinn kl. 08:48.

Óskað er eftir áliti Veitu- og hafnaráðs á stækkun hafnasvæðisins á Hauganesi. Hafnarsvæði stækkar bæði til norðausturs og suðvesturs.
Lóð á Aðalbraut 2 var á hafnarsvæði en er nú merkt athafna og þjónustulóð.

Helga Íris vék af fundi kl. 08:56.
Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugsemdir við framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hauganess.
Kristján Hjartarson kom inn á fundinn kl. 09:08.
Rúnar Helgi Óskarsson vék af fundi kl. 09:08.

3.Umsókn um framkvæmdaleyfi - prufugryfjur meðfram farvegi Brimnesár

Málsnúmer 202111017Vakta málsnúmer

Þann 10. janúar 2022 var sátu sveitarstjóri og sviðsstjóri framkvæmdasviðs símafund með forsvarsmönnum Mannvits. Mannvit gerði grein fyrir því að búið er að taka prufuholur 8-15. Það er frá girðingu og niður að fyrirhuguðu stöðvarhúsi. Eftir er að taka holur 1-7 en þær eru á Ufsadal á leiðinni frá stíflustæði niður að girðingu. Svæðið er frekar erfitt yfirferðar og líklegt að nauðsynlegt verði að taka sneiðing niður í einum bratta. Þetta kallar á meira rask en gert var ráð fyrir í byrjun. Í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir ákveðinni upphæð í þennan verklið. Nú þegar verkliðurinn er rúmlega hálfnaður er ljóst að kostnaðurinn hefur verið vanáætlaður. Óskað er eftir viðbótarfjármagni til að klára þennan verklið.
Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að afla frekari upplýsinga um áætlaðan kostnað og sækja um viðauka til byggðaráðs til að ljúka verkefninu.

4.Myndavélakerfi á Hauganeshöfn

Málsnúmer 202201045Vakta málsnúmer

Hafnasvæðin á Dalvík og á Árskógssandi eru búin myndavélakerfum sem talin eru nauðsynleg til að fylgjast með starfsemi hafnasvæðanna. Ekkert myndavélakerfi er hinsvegar á Hauganesi sem hefði til dæmis komið sér vel til upplýsingaöflunar þegar sjór gekk yfir sjóvarnagarðinn í haust.
Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að kanna kostnað við uppsetningu myndavélar við Hauganesshöfn og leggja þær upplýsingar fyrir næsta fund ráðsins.

5.Hauganeshöfn skemmdir á rafmagnskapli í flotbryggju

Málsnúmer 202201044Vakta málsnúmer

Á fundinum var upplýst að fyrir stuttu urðu skemmdir á rafmagnskapli sem liggur í flotbryggjuna á Hauganesi. Kapallinn var dæmdur ónýtur og nýr settur í staðinn.
Lagt fram til kynningar.

6.Dalvíkurhöfn verði tollhöfn

Málsnúmer 202104001Vakta málsnúmer

Umsókn um að Dalvíkurhöfn verði tollhöfn er í lokaferli. Til að athafnasvæði tollsins fái samþykkt þarf svæðið að vera afgirt. Fyrir ráðinu liggja tvær tillögur að girðingastæðum og fer það eftir því hvaða hús verða tollgeymslur hvernig þarf að girða svæðið af.
Veitu- og hafnaráð vísar lokunum á umferðaæðum á hafnarsvæðinu til umsagnar í umhverfisráði og í kynningu meðal notenda hafnarinnar, bæði hvað varðar tillögu a og tillögu b eða aðra útfærslu, eftir því hvað verður ofan á, með staðsetningu á tollgeymslu.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
 • Valdimar Bragason formaður
 • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
 • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
 • Kristján Hjartarson Aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
 • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
 • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri