Félagsmálaráð

252. fundur 31. ágúst 2021 kl. 15:00 - 16:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202108077Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202108077


Bókað í trúnaðarmálabók

2.Samningur um dagþjónustu 2020-2023

Málsnúmer 202004066Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að samningi um dagþjónustu á Dalbæ fyrir árið 2020-2023. Drögin hafa áður verið lögð fram fyrir félagsmálaráð sem vísaði málinu til stjórnar Dalbæjar. Þann 27. ágúst sl. barst endurbótatillaga frá Dalbæ sem lögð er hér fyrir.
Félagsmálaráð samþykkir tillögur um breytingar á samningi og vísar erindinu til sveitastjórnar.

3.Fjárhagsáætlun 2022

Málsnúmer 202108078Vakta málsnúmer

Tekin fyrir rafpóstur dags. 30.08.2021 frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2022
Lagt fram til kynningar og tekið fyrir á næsta fundi ráðsins.

4.Pennar til sölu - stuðningur til félagsins

Málsnúmer 202107007Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 24.06.2021 frá félagi heyrnarlausra sem óskar eftir stuðningi vegna verkefna félagsins með kaupum á pennum.
Félagsmálaráð hafnar erindinu.

5.Mánaðarlegar skýrslur bókhalds 2021 vs. áætlun fyrir fagráð

Málsnúmer 202102005Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir stöðumat á fjárhagsáætlun félagsmálasviðs fyrir tímabilið janúar-júní 2021
Lagt fram til kynningar.

6.Starfsleyfisskylda einkaaðila sem veita félagslega þjónustu -Gæða og eftirlitsnefnd

Málsnúmer 202108057Vakta málsnúmer

Tekinn var fyrir rafpóstur, dags. 04.08.2021, frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar, um starfsleyfisskyldu einkaaðila sem veita félagslega þjónustu skv. lögum um félagsþjónustu sveitafélaga nr. 40/1991 og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 sem var innleidd í lög í október 2018. Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar var falið að taka við umsóknum um starfsleyfi, annast umsýslu með þeim og sjá um útgáfu starfsleyfa, ásamt eftirfylgni. Alls voru gefin út 39 starfsleyfi árið 2020 og 20 á þessu ári. Gæða- og eftirlitsstofnun hvetur sveitarfélög til að skoða hvort að þeir einkaaðilar sem sinna lögbundinni þjónustu sveitarfélaga samkvæmt lögum nr. 40/1991 eða lögum nr. 38/2018 fyrir hönd sveitarfélagsins hafi starfsleyfi frá stofnuninni.
Lagt fram til kynningar.

7.Samvinna eftir skilnað

Málsnúmer 202108056Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 04.08.2021 frá félagsmálaráðuneytinu sem vekur athygli á að tilraunaverkefni "Samvinna eftir skilnað (SES)" hefur verið framlengt. SES er annars vegar rafrænn fræðsluvettvangur fyrir foreldra í skilnaðarferli og hins vegar sérhæfð skilnaðarráðgjöf sem veitt er á vegum félagsþjónustu sveitarfélaga (SES PRO). Verkefnið er unnið að danskri fyrirmynd og byggir á nýjustu þekkingu, reynslu starfsfólks og rannsóknum fræðimanna. Frekari upplýsingar má finna á síðunni www.samvinnaeftirskilnad.is
Innleiðing verkefnisins hér á landi er á grundvelli samninga milli félags- og barnamálaráðherra og dansks fyrirtækis. Litið hefur verið á verkefnið sem undirbúningsferli að mögulegu framtíðarskipulagi skilnaðarráðgjafa á Íslandi enda fellur úrræðið vel að markmiðum nýsamþykktra laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, þar sem sérstök áhersla er lögð á snemmtækan stuðning. Verkefnið er í reynslu og hefur náð til átta sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

8.íþrótta- og tómstundastyrkir til barna á lágtekjuheimilum

Málsnúmer 202009035Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Félagsmálaráðuneytinu. Umsóknum um auka íþrótta- og tómstundastyrk fyrir skólaárið 2020-2021 er lokið og mun ný úthlutun á styrkjum hefjast á haustönn 2021.
Alls nýttu 16 börn tómstundastyrk fyrri part árs og einungis 2 til viðbótar styrkinn í sumar.
Lagt fram til kynningar.

9.Staðan í húsnæðismálum fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir

Málsnúmer 202105115Vakta málsnúmer

Tekinn var fyrir rafpóstur, dags. 06.08.2021, frá Félagsmálaráðuneytinu, þar sem óskað er upplýsinga um fjölda búsetukjarna fatlaðs fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
Lagt fram til kynningar.

10.Bréf frá ríkisendurskoðun - stjórnsýsluúttekt framkvæmd laga nr. 382018 um þjónustu við fatlað fólk

Málsnúmer 202106027Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur, dags. 23.06.2021, frá Félagsmálaráðuneytinu. Starfandi eru tveir starfshópar félags- og barnamálaráðherra sem eru m.a. að skoða þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Annar starfshópurinn hefur það verkefni að gera heildarendurskoðun á lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Hinn starfshópurinn sér um greiningu á kostnaðarþróun sveitarfélaga í þjónustu við fatlað fólk. Meðal annars hefur starfshópurinn það hlutverk að vinna samantekt um raunkostnað sveitarfélaganna árin 2018, 2019 og 2020 vegna þjónustu við fatlað fólk. Einnig að leggja sérstakt mat á kostnaðaráhrif laga- og reglugerðabreytinga og stjórnvaldsfyrirmæla í þessum málaflokki undanfarin ár, í samræmi við samkomulag um markmið um afkomu og efnahag sveitarfélaga árin 2021-2025 á grundvelli 11. gr. laga um opinber fjármál.
Einnig var tekin fyrir skýrsla sem skilað var frá þjónustusvæðinu Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi