Íþrótta- og æskulýðsráð

125. fundur 01. desember 2020 kl. 08:15 - 09:20 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Þórunn Andrésdóttir formaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson aðalmaður
  • Eydís Arna Hilmarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum, 81. mál.

Málsnúmer 202011095Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga til þingsályktunar um mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum.
Alþingi ályktar að fela mennta- og menningarmálaráðherra að móta heildstæða stefnu um afreksfólk í íþróttum í samvinnu við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og sveitarfélögin. Stefnan verði tímasett samhliða því að tryggður verði fjárhagslegur stuðningur við afreksfólk. Ráðherra leggi fram á Alþingi tímasetta stefnu um afreksfólk í íþróttum fyrir 1. júní 2021
Íþrótta- og æskulýðsráð gerir ekki athugsemdir við þingsályktunina og fagnar því að stefnt skuli að því að gera heildstæða stefnu um afreksfólk í íþróttum.

2.Umsóknir um styrk úr afreks- og styrktarsjóði 2020

Málsnúmer 202011036Vakta málsnúmer

Teknar voru fyrir umsóknir í afreks- og styrktarsjóð íþrótta- og æskulýðsráðs Dalvíkurbyggðar vegna ársins 2020.

Alls bárust fjórar umsóknir fyrir tilsettan frest.

a) Ingvi Örn Friðriksson vegna ástundunar og árangurs í kraftlyftingum
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að styrkja Ingva Örn um kr. 250.000.- og vísar því á lið 06-80.

b) Þormar Ernir vegna ástundunar og árangurs á sviði æskulýðs- og félagsmála
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að styrkja Þormar um kr. 50.000.- og vísar því á lið 06-80.

c) Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar vegna helgarnámskeiðs hjá knattspyrnuakademíu Norðurlands
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að styrkja Barna- og unglingaráð um kr. 300.000.- og vísar því á lið 06-80.

d) Skíðafélag Dalvíkur vegna uppbyggingar skíðagönguíþróttarinnar í Dalvíkurbyggð
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að styrkja Skíðafélagið um kr. 300.000.- og vísar því á lið 06-80.

Gunnar Eiríksson vék af fundi undir lið c)

þrjár umsóknir bárust eftir umsóknarfrestinn og er þeim umsóknum hafnað og þær ekki teknar til efnislegrar meðferðar.

3.Stöðumat íþrótta- og æskulýðsmál: janúar - september 2020

Málsnúmer 202011183Vakta málsnúmer

Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fór yfir fjárhagslegt stöðumat fyrir málaflokk 06.

4.íþrótta- og tómstundastyrkir til barna á lágtekjuheimilum

Málsnúmer 202009035Vakta málsnúmer

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk vegna áhrifa af Covid-19. Upplýsingar er að finna á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:20.

Nefndarmenn
  • Þórunn Andrésdóttir formaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson aðalmaður
  • Eydís Arna Hilmarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi