Byggðaráð

972. fundur 07. janúar 2021 kl. 13:00 - 15:25 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Jafnlaunavottun Dalvíkurbyggðar - kynning

Málsnúmer 202008033Vakta málsnúmer

Frestað.

2.Framtíðarfyrirkomulag brunavarna - viðræður

Málsnúmer 202009112Vakta málsnúmer

Á 971. fundi byggðaráðs þann 17. desember sl. var samþykkt að tilefna sveitarstjóra og Hauk Arnar Gunnarsson, formann umhverfisráðs, í viðræðuhóp sveitarfélaganna Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar um mögulega sameiningu slökkviliðanna.Lögð var á það rík áhersla að viðræður verði til þess að svara spurningum sem uppi eru og undirbyggja með faglegum hætti ákvörðun sveitarstjórnar um framtíðarfyrirkomulag brunavarna. Fundargerðir viðræðuhóps skulu lagðar fyrir byggðaráð.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu minnispunktar innanhúss vegna viðræðna frá 4. - 6. janúar sl. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundum og vinnu á milli funda byggðaráðs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að ekki verði farið lengra í viðræðum við Fjallabyggð um sameiningu slökkviliðanna þar sem ekki er metinn augljós ávinningur ef að sameiningu yrði. Byggðaráð leggur áherslu á áframhaldandi samvinnu og samstarf við Fjallabyggð í þessum málum sem öðrum.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202012055Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

4.Frá umhverfis- og tæknisviði; ósk um framlengingu á tímabundinni ráðningu.

Málsnúmer 202012072Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sveitarstjóra, dagsett þann 29. desember 2020, um ósk um framlengingu á ráðningu tímabundins skrifstofumanns á Umhverfis- og tæknisvið í allt að þrjá mánuði vegna skráninga á eignum sveitarfélagsins í viðhaldsforritið Hannarr og uppfærslu á kortasjá sveitarfélagsins. Óskað er eftir að kostnaði vegna starfsins sé mætt með flutning af launaáætlun deildar 09510 vegna sumarstarfsmanna á Eigna- og framkvæmdadeild fyrir árið 2021 þar sem gert er ráð fyrir alls 15 mánuðum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda beiðni um tímabundið starf í 3 mánuði til viðbótar og felur sveitarstjóra að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2021 vegna tilfærslna á launaáætlun á milli deilda, Jón Ingi Sveinsson situr hjá.

5.Stafrænt ráð sveitarfélaga

Málsnúmer 202012108Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dagsett 29. desember 2020 frá stafrænu ráði sveitarfélaga þar sem óskað er eftir formlegri afgreiðslu sveitarfélaga á tillögu ráðsins sem er í þremur liðum:

1. Að stofnað verði miðlægt tækniteymi Sambands íslenskra sveitarfélaga (árlegur kostnaður 45 m. kr.) sem sinna mun innleiðingu rafrænna lausna, gagnauppbyggingu og tengingu gagna gagnvart öllum sveitarfélögum landsins eins og nánar er útlistað í kynningunni.
2. Að sveitarfélög greiði fjárhæð sem er 200.000 kr. föst fjárhæð og svo m.v. íbúafjölda sem skipti framangreindri fjárhæð 45 m. kr. á milli sveitarfélaganna.
3. Að formlegt samþykktarferli verði fyrir sveitarfélög á vali á forgangsverkefnum.

Samkvæmt útreikningum sem fylgdu tillögunni er áætlaður kostnaður við þátttöku Dalvíkurbyggðar í verkefninu, árið 2021, 449.760 kr. Gert hefur verið ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun 2021. Haldinn var kynningarfundur um verkefnið í desember sl. og sat hluti af upplýsingateymi Dalvíkurbyggðar fundinn.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð verði aðili að miðlægu tækniteymi Sambands íslenskra sveitarfélaga og samþykkir jafnframt ofangreinda tillögu frá stafrænu ráði sveitarfélaga, liði 1. - 3. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

6.Viðbótarframlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2020

Málsnúmer 202101010Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti um viðbótarframlög til Dalvikurbyggðar úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, samanber frétt af vef Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins frá 31. desember sl.

Vegna málefna fatlaðra; kr. 11.994.000 vegna starfssvæðis Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar.
Vegna fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga; kr. 0.
Vegna fjárhagserfiðleika sveitarfélaga v. Covid-19 og minnkandi útsvarstekna; kr. 13.932.134
Lagt fram til kynningar.

7.Frá Samtökum grænkera á Íslandi; Áskorun varðandi framboð grænkerafæðis í skólum

Málsnúmer 202012105Vakta málsnúmer

Tekin fyrir áskorun Samtaka grænkera, samanber rafpóstur dagsettur þann 29. desember 2020, þar sem fram kemur áskorun til svetiarfélaga um skýr markmið varðandi framboð grænkerafæðis í skólum. Jafnframt er eftirfarandi áskorun til sveitarstjórna; Samtök grænkera á Íslandi sendu á dögunum áskorun til allra leik- og grunnskóla landsins. Í henni eru skólarnir hvattir til að bjóða oftar eða að lágmarki einu sinni í viku upp á grænkerafæði fyrir alla nemendur sína til að minnka kolefnisspor sitt. Í kjölfar áskorunarinnar viljum við skora á sveitarfélögin að setja skýr markmið varðandi aukið framboð grænkerafæðis í skólum.
Lagt fram til kynningar og byggðaráð vísar ofangreindu til fræðsluráðs til upplýsingar og skoðunar.

8.Frá Markaðsstofu Norðurlands; Áskorun til sveitarstjórnar

Málsnúmer 202012064Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, ódagsett, þar sem stjórn MN skorar á sveitarfélög að styðja vel við rekstur skíðasvæða þar sem skíðasvæði gegna mikilvægu hlutverki í vetrarferðaþjónustu.
Lagt fram til kynningar.

9.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Umsögn um drög að viðbótum við landsskipulagsstefnu

Málsnúmer 202101002Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 30. desember 2020, þar sem fram kemur að í framhaldi af kynningarfundi sem haldinn var 22. desember sl. hafa verið unnin drög að umsögn sambandsins um tillögu að viðbótum við landsskipulagsstefnu. Drögin eru hér með send til allra sveitarfélaga með ósk um ábendingar við umsögnina. Frestur til að senda endanlega umsögn er til 8. janúar og er þess vinsamlega farið á leit að ábendingar berist undirrituðum eigi síðar en 7. janúar.
Einnig er bent á að í viðburðadagatali sambandsins er gert ráð fyrir fundum 11. janúar um brennslu úrgangs og 18. janúar um frumvarp um hálendisþjóðgarð.
Lagt fram til kynningar og vísað til umhverfisráðs til upplýsingar og skoðunar.

10.Frá nefndasviði Alþingis, Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um græna atvinnubyltingu, 360. mál.

Málsnúmer 202012076Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 18. desember 2020, þar sem fram kemur að Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um græna atvinnubyltingu, 360. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 12. janúar nk.
Lagt fram til kynningar.

11.Frá SSNE; Fréttabréf í desemer 2020.

Málsnúmer 202004030Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fréttabréf SSNE fyrir desember 2020.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:25.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs