Byggðaráð

952. fundur 27. ágúst 2020 kl. 13:00 - 14:52 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá vinnuhópi um endurskoðun mannauðsstefnu

Málsnúmer 202008027Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Rúna Kristín Sigurðardóttir, launafulltrúi, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, ráðgjafi frá Projects í gegnum fjarfund, kl. 13:00.

Á 951. fundi byggðaráðs þann 21. ágúst s.l. komu launafulltrúi og sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs á fund byggðaráðs til að kynna endurskoðun á Mannauðsstefnu Dalvíkurbyggðar og uppbyggingu á handbókum. Byggðaráð fól vinnuhópnum áframhaldandi vinnu við Mannauðsstefnuna ásamt handbókum.

Með fundarboði fylgdi rafpóstur, dagsettur þann 25.08.2020, frá launafulltrúa þar sem fram kemur að vinnu- og rýnihópur fóru yfir þær ábendingar sem fram komu á fundi byggðaráðs á vinnufundi 21. ágúst s.l. Gert er grein fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið á milli funda og óskar vinnuhópurinn eftir að Mannauðsstefnan verði staðfest af byggðaráði.

Til umræðu ofangreint.

Katrín Dóra og Gísli Bjarnason vék af fundi kl. 13:20.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að Mannauðsstefnu Dalvíkurbyggðar eins og hún liggur fyrir.

2.Jafnlaunavottun Dalvíkurbyggðar; tillaga að Jafnlaunastefnu

Málsnúmer 202008033Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat launafulltrúi áfram fundinn og kynnti tillögu vinnuhóps að Jafnlaunastefnu Dalvíkurbyggðar.

Tillagan var kynnt á fundi framkvæmdastjórnar þann 24. ágúst s.l. og ekki komu fram ábendingar.

Til umræðu ofangreint.

Rúna Kristin vék af fundi kl.13:35.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að Jafnlaunastefnu Dalvíkurbyggðar eins og hún liggur fyrir.

3.Fjallskilamál Dalvíkurdeildar

Málsnúmer 201909101Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kl. 13:40.

Þann 8. júní 2020 var haldinn umræðufundur fulltrúa úr landbúnaðarráði, fjallskilanefnd Dalvíkurdeildar, sviðsstjóra U&T sviðs og sveitarstjóra ásamt Ólafi Vagnssyni sérfræðingi. Fundargerð þess fundar fylgdi með fundarboði, þar sem kemur fram að gengið var frá fyrirkomulagi gangna í Dalvíkurdeild. Þar með er gert ráð fyrir að núverandi fjallskilanefnd Dalvíkurdeildar starfi áfram.

Til umræðu afgreiðsla Landbúnaðarráðs frá 13. febrúar 2020 þar sem til umræðu var að skipa nýja fjallskilanefnd í Dalvíkurdeild.

Börkur Þór vék af fundi kl.14:00.
Fyrir liggur að sátt hefur náðst í þeim ágreiningsmálum sem uppi hafa verið og því ekki ástæða að skipa nýja fjallskilanefnd í Dalvíkurdeild.

4.Frá Sýslumanni; Umsókn vegna rekstrarleyfis K.A.S - beiðni um umsögn

Málsnúmer 202008046Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, rafpóstur dagsettur þann 17. ágúst 2020 þar sem óskað er umsagnar um umsóknir frá KAS ehf., kt. 471186-1129, vegna rekstrarleyfa gistingar annars vegar vegna Vegamót smáhýsi og hins vegar vegna Dalvik hostel.

Fyrir liggur umsögn byggingafulltrúa vegna rekstrarleyfis að Hafnarbraut 5 á Dalvík og gerð er sú athugasemd að tryggja þarf að viðskiptavinir leggi ekki bílum þannig að þeir verði til truflunar fyrir nágranna við Sognstún. Að öðru leyti gerir byggingafulltrúi ekki athugasemdir hvað varðar Dalvík hostel.
Einnig liggur fyrir umsögn byggingafulltrúa vegna rekstrarleyfis vegna Dalvik hostel.
a) Rekstrarleyfi vegna Vegamót smáhýsi; Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreindar umsóknir með fyrirvara um afgreiðslu slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar.
b) Rekstrarleyfi vegna Dalvik hostel; Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn með fyrirvara um afgreiðslu slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar og tekur undir með byggingafulltrúa hvað varðar ofangreinda athugasemd sem fram kemur í umsögn hans.

5.Frá Sýslumanni; Umsókn um rekstarleyfi - Árbakki - beiðni um umsögn

Málsnúmer 202008047Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, rafpóstur dagsettur þann 12. ágúst 2020, þar sem óskað er umsagnar um sókn um rekstrarleyfi gistingar frá Lola Kahn, kt. 190793-3979 vegna Árbakka. Um er að ræða endurnýjaðar umsóknir.

Fyrir liggur umsögn byggingarfulltrúa Dalvíkurbyggðar sem gerir ekki athugasemdir við að umrætt leyfi sé veitt.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreindar umsókn með fyrirvara um afgreiðslu slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar.

6.Frá BHS; Aðalfundarboð 2020

Málsnúmer 202008044Vakta málsnúmer

Tekið fyrir aðalfundarboð frá stjórn BHS ehf. þar sem boðað er til fundar miðvikudaginn 2. september n.k. kl. 20 á kaffistofunni að Fossbrún 2 á Árskógsströnd.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

Sveitarstjóri vék af fundi kl. 14:19 til annarra starfa.

7.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Fjárhagsáætlun 2020; Heildarviðauki II

Málsnúmer 202008030Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi tillaga að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2020 í fjárhagsáætlunarlíkani þar sem búið er að taka tillit til viðauka sem samþykktir hafa verið frá heildarviðauka I.

Helstu niðurstöður:
Rekstarniðurstaða Aðalsjóð er áætluð neikvæð kr. 151.623.000
Rekstrarniðurstaða A-hluta er áætluð neikvæð kr. 48.506.000
Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta er áætluð jákvæð kr. 5.869.000.
Fjárfestingar samstæðu A- og B- hluta er áætluð kr. 376.841.000.
Áætluð lántaka hefur verið hækkuð um 85 m.kr. þannig að áætluð lántaka Eignasjóð er 115 m.kr. og áfram 90 m.kr. fyrir Hafnasjóð, alls 205 m.kr.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2020.

8.Lántaka 2020

Málsnúmer 202007083Vakta málsnúmer

Á fundi byggðaráðs þann 20. ágúst s.l. var lagt fram til kynningar upplýsingar frá Lánasjóði sveitarfélaga um hvaða möguleikar standa Dalvíkurbyggð til boða hvað varðar lántöku á móti viðauka við fjárhagsáætlun 2020 vegna áætlaðrar lækkunar á framlögum frá Jöfnunarsjóði. Í ofangreindum heildarviðauka II skv. máli 202008030 er viðbótar lántaka metin 85 m.kr. vegna Eignasjóðs en fyrir er heimild til 90 m.kr. lántöku Hafnasjóðs, sem er hafin, og 30 m.kr. lántöku Eignasjóðs.

Lagt er til að aukin lántaka verði Eignasjóðs vegna stöðu skammtímaskulda gagnvart Aðalsjóði.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að undirbúa lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga, allt að 115 m.kr, í samræmi við minnisblað, dagsett þann 25.08.2020, og heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2020, sbr. 7. liður mál 202008030.

9.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 97, frá 19.08.2020

Málsnúmer 2007004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum. Ekkert sem þarfnast afgreiðslu.

10.Landbúnaðarráð - 134, frá 20.08.2020

Málsnúmer 2008002FVakta málsnúmer

Fundagerðin er í 6 liðum.
Til afgreiðslu liður 1.
  • Með innsendu erindi dags. 24. júní 2020 óskar Berglind Björk Stefánsdóttir eftir breytingu á gangnadögum í Dalvíkurdeild samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Landbúnaðarráð - 134 Vegna beiðni Berglindar Stefánsdóttur um að fá að framkvæma fyrstu göngur 28. til 29. ágúst.
    Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar samþykkir að veita umbeðið frávik frá auglýstum gangnadögum og þá með þeim skilyrðum að Dalvíkurdeild leggi til tvo gangnamenn helgina 11.-13. september á Ytra- Holtsdal samhliða auglýstum fyrstu göngum á Syðra-Holtsdal þar sem engin landfræðileg hindrun er á milli þessara gangnasvæða.



    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð staðfestir afgreiðslu landbúnaðarráðs með þeirri útfærslu að Dalvíkurbyggð leggi til haustið 2020 umrædda tvo gangnamenn á Ytra-Holtsdal og eru þeir menn utan álagðra gangnaskila.

Fundi slitið - kl. 14:52.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs