Félagsmálaráð

250. fundur 11. maí 2021 kl. 08:15 - 10:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá
Eva Björg Guðmundsdóttir var á fundinum i gegnum teams

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202105051Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202105051

Bókað í trúnaðarmálabók

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202105039Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202105039

Bókað í trúnaðarmálabók

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202105055Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202105055

Bókað í trúnaðarmálabók

4.Aukið félagsstarf fullorðinna 2021 vegna COVID-19

Málsnúmer 202103054Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá félagsmálaráðuneytinu dags. 27.04.2021 þar sem fram kemur að félagsmálaráðuneytið hefur samþykkt innsenda umsókn frá Félagsmálasviði og Fræðslu- og menningarsviði Dalvíkurbyggðar um fjárframlag vegna sérstakra viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna fyrir árið 2021. Eins og fram kom í bréfi félags- og barnamálaráðherra þann 15. mars sl. er við útdeilingu fjármagns horft til fjölda 67 ára og eldri í sveitarfélaginu * 1.700 kr. Miðað er við upplýsingar Hagstofu Íslands 1. janúar 2021. Skila skal skýrslu um verkefnið fyrir 1. febrúar 2022.
Félagsmálastjóri kynnti fyrir félagsmálaráði tillögum að dagskrá sumarsins. Félagsmálaráð lýsir yfir ánægju sinni með verkefnið.

5.Stuðningur til að efla virkni, vellíðan og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu á tímum COVID-19

Málsnúmer 202103065Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá félagsmálaráðuneytinu dags 05.05.2021 þar sem fram kemur að ráðuneytið hafi samþykkt innsenda umsókn um aukið fjárframlag til að efla virkni, vellíðan og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu sumarið 2021. Umsókn var send frá Félagsmálasvið og Fræðslu- og menningarsviði. Eins og framn hefur komið er horft til fjölda barna á aldrinum 12-16 ára við útdeilingu fjár. Skila þarf skýrslu um árangur verkefnis fyrir 1. febrúar 2022
Félagsmálastjóri kynnti fyrir félagsmálaráði tillögum að dagskrá sumarsins. Félagsmálaráð lýsir yfir ánægju sinni með verkefnið.

6.Samningur um dagþjónustu 2020-2023

Málsnúmer 202004066Vakta málsnúmer

Tekið til umfjöllunar erindi frá forstjóra Dalbæjar vegna samnings um dagþjónustu fyrir 2020-2023.
Félagsmálaráð felur starfsmönnum félagsmálasviðs að vinna áfram að samningi við Dalbæ um dagþjónustu við aldraða og leggja fyrir á næsta fundi ráðsins.

7.Betri vinnutími í vaktavinnu

Málsnúmer 202010006Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar staðan á styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki. Hvaða áhrif það hefur á starfssemi íbúðakjarna í Lokastíg
Lagt fram til kynningar.

8.Fjárhagsáætlun 2021

Málsnúmer 202009052Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar stöðumat á fjárhagsstöðu félagsmálasviðs fyrir tímabilið janúar-mars 2021.
Lagt fram til kynningar.

9.Til umsagnar frumvarp til laga um barnaverndarlög (barnaverndarþjónusta, samþætting o.fl.), 731. mál.

Málsnúmer 202104171Vakta málsnúmer

Tekin fyrir rafpóstur frá nefndarsviði Alþingis dagsett 27. apríl 2021 þar sem er til umsagnar frumvarp til laga um barnaverndarlög (barnaverndarþjónusta, samþætting o.fl.)
Lagt fram til kynningar.

10.Stöðuskýrslur uppbyggingarteymis

Málsnúmer 202009032Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar tvær stöðuskýrslur frá uppbyggingarteymi félags- og atvinnumála í kjölfar Covid-19.
Lagt fram til kynningar.

11.Eftirlitsnefnd SÞ með réttindum fatlaðs fólks

Málsnúmer 202105052Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 30.apríl 2021 þar sem vakin er athygli á opnum fundi um samskipti ríkja og samtaka eftilitsnefnd SÞ. Næsti opni viðburður verði haldinn á vegum NUI Galway (háskólinn á Írlandi) þann 20. maí nk. milli kl 9-11. Það kemur fram í bréfinu að þetta sé einstakt tækifæri til að fá innsýn í með hvaða hætti samskipti við eftirlitsnefndina fara fram.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi